Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 20
* fræðslumál sé orsök eins dýrasta þáttar fræðsl- ukerfisins á Islandi. Það er skoðun Guðjóns að „college“ sé „einfald- lega framhaldsskóli, þar sem nem- endur stunda nám til atvinnu- og starfsréttinda af hinum breytileg- ustu gráðum, allt frá mjög stuttu atvinnuréttindabundnu sérnámi til atvinnuréttindanáms sem lýkur með BA/BS prófgráðum.“ Síðan gefur hann nokkur dæmi og þar á meðal þetta: „Nurse College“ er framhaldsskóli í umönnunarfræð- um, þar sem nemendur geta lokið atvinnuréttindaprófum sem gert er ráð fyrir á umönnunarsviði, s.s. fóstrunámi, sjúkraliðanámi og hjúkrunarnámi.“ Ég fékk hroll. Það var eins og manni væri kippt 10-15 ár aftur í tímann þegar fram- haldsskólaumræðan stóð sem hæst og hjúkrunarnám átti að fara út í framhaldsskólana. Sem betur fer tókst hjúkrunarfræðingum að forða því þá. Mér er reyndar til efs að eins skýr mörk milli „college" og „university" séu almennt til staðar í enskumælandi löndum eins og Guðjón vill halda fram, ef málin væru skoðuð til hlítar. Það er sorg- legt að mega eiga von á því að þurfa að berjast við svona afturgöngur þegar við þurfum á kröftum okkar að halda hvað varðar málefni fram- tíðarinnar. Vonandi áttum við hjúkrunar- fræðingar okkur á því að það er til dæmis einmitt með vankunnáttu og fljótfærnislegum skrifum, eins og Svanfríðar, sem stéttarfélagar gefa óviljandi alls kyns „vitringum" kær- komin vopn gegn stéttinni. Ég segi óviljandi því ég vil ekki ætla nokkr- um hjúkrunarfræðingi svo illt að gefa vísvitandi höggstað á sinni eig- in stétt í málum sem eru jafn við- kvæm og menntun hennar og þar með framtíð. Allir hjúkrunarfræð- ingar, sem eitthvað hafa fylgst með síðustu árin, vita að stéttin hefur átt undir högg að sækja frá ýmsum ut- anaðkomandi áhrifamönnum og konum. Við vitum öll að þegar mál- efni stéttarinnar eru til umfjöllunar spretta upp ýmsir „sérfræðingar“ sem telja sig vita hvað stéttinni sé fyrir bestu og stundum hefur legið við slysum, t.d. við lagasetningar. Allir hjúkrunarfræðingar vita líka að við höfum ekki heldur hjálpað til með því sundurlyndi og þeirri tor- tryggni sem hefur verið allt of áber- andi milli fagfélaga okkar. Það er því ánægjulegt að félögin skuli nú vera farin að vinna eins mikið sam- an og raun ber vitni en takmarkið hlýtur að vera sameinað afl hjúkr- unarfræðinga. Ekki skil ég hvernig nokkrum dettur í hug að halda að ekkert við- bótarnám/framhaldsnám standi til boða á íslandi fyrir hjúkrunarfræð- Námsferlið 1. Nám er virkt og stöðugt ferli sem birtist í vexti og breytingum á hegðun. 2. Námsstfll og hraði eru mismunandi eftir einstaklingum. 3. Nám er háð því hversu tilbúinn nemandinn er, það er háð tilfinningaástandi hans, hæfni og mögulegri getu. 4. Lífsreynsla nemandans hefur áhrif á nám hans. 5. Nám er auðveldað þegar námsefnið skiptir nemandann máli. 6. Nám gerist hið innra með nemandanum. 7. Nám er auðveldað með því að fara frá hinu einfalda til þess flókna og með því að fara frá hinu þekkta til þess óþekkta. 8. Nám er auðveldað þegar nemandinn fær færi á að prófa hug- myndir, greina mistök, taka áhættu og vera skapandi. 9. Að læra námstækni auðveldar nemandanum að fást við aukn- ingu þekkingar og breytingar í hjúkrun og í samfélaginu. 10. Nám fer fram í skipulögðum menntunarferlum og á annan hátt. 11. Nám er auðveldað þegar nemandinn fylgist með framförum sínurn í átt að markinu. 12. Nám gengur betur við aðstæður þar sem fullnægju er náð. 13. Mannleg tengsl eru mikilvæg hvað varðar það að ákvarða þá félagslegu, tilfínningalegu og vitsmunalegu hegðun sem leiðir af nám- inu. 14. Það auðveldar yfírfærslu námsins þegar komið er auga á það sem líkt er og ólíkt með fyrri reynslu og núverandi aðstæðum. 15. Skynjun nemandans á sjálfum sér og aðstæðum sínum hefur áhrif á nám hans. 16. Nám er árangursríkara þegar því er samstundis beitt, sem lært er. 17. Nám er gagnlegra þegar það er yfírfært í reglur og hugtök. 18. Námsefnið hjálpar til við að ákvarða hvers konar námsreynsla gagnist best, bæði hvað tíma og áreynslu snertir. (Learning Principles accepted by the Faculty of the College of Nursing, University of Nevada, 1972.) Tarnoxv, K.G.: Working with Adult Learnes. Nurse Educator, Sept. - Oct. 1979. 20 HJÚKRUN 'A-67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.