Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 51

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 51
* fréttir NAON — ráðstefna um hjúkrun bæklaðra * Slit med helsa. Höfundur: Fredrik Mellbye. Út- gefandi: Gyldendal Norsk forlag, 1989. * Smartebehandling i livets slut- skede. Almanna raad fraan social- styrelsen. Stokkhólmur, 1989. * Stimulation af patienters aktiv- itet og udvikling. Höfundur: Anne-Lise Salling. Úgefandi: Dansk Sykepleieraad, 1990. * Sykepleietjenesten i fremtiden. Útgefandi: Norsk Sykepleierfor- bund,1989. * The consultant’s role in quality assurance in nursing practice. Út- gefandi: World Health Organiza- tion, 1989. * Torture Survivors - a New Group of Patients. Höfundar: Lone Jacobsen, Peter Vesti. Útgefandi: Dansk Sygeple- jeraad, 1990. NAON er félag bæklunarhjúkrun- arfræðinga í Bandaríkjunum. Það heldur árlega sína ráðstefnu sem sótt er af hjúkrunarfræðingum allra sérsviða bæklunarhjúkrunar. Þátttakendur geta valið á milli mik- ils fjölda fyrirlestra. Fyrirlesarar eru í fremstu röð á sínu sviði og kynna nýjungar og framtíðarsýn. Fyrsti fyrirlesturinn hefst yfir morgunverði klukkan 07:00 og er síðan haldið áfram til klukkan 17:00 í fimm daga. Meðan á ráðstefnunni stendur er haldin vörusýning. Einnig er hægt að taka þátt í hópvinnu í tengslum við áhugasvið. A kvöldin eru dansleikir, matar- og kokteilboð kostuð af fyrirtækjum. Árrisulir og hraustir geta tekið þátt í hlaupi til styrktar gigtarsjúkling- um. í lok ráðstefnunnar eru ýmsar sam- eiginlegar hópferðir. Það verður því enginn svikinn af þátttöku í NAON ráðstefnu. Díana Svavarsdóttir Svava Þóra Þórðardóttir Ritið „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ í tilefni 20 ára afmælis deildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og 10 ára afmælis deildar barnahjúkr- unarfræðinga ákváðu þessar tvær deildir að minnast tímamótanna með því að efna til námsstefnu í september 1989 sem bar yfirskrift- ina: ILL MEÐFERÐ Á BÖRNUM. Aðalfyrirlesarar á námsstefn- unni voru Norðmennirnir dr. Kar- en Killen Heap félagsráðgjafi og Peer Skjælaaen, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild. Þau hafa bæði unnið mikið með börnum og unglingum í Noregi sem hafa orðið að þola illa meðferð, andlega og líkamlega. Auk þeirra voru fjórtán Islendingar með framlag á náms- stefnunni, en þeir vörpuðu ljósi á stöðu mála hér á landi á þessu sviði. Meðal þeirra sem töluðu á nám- stefnunni voru fulltrúar heilbrigðis- stétta, m.a. heilsugæsluhjúkrunar- fræðingar, barnahjúkrunarfræð- ingar, barnageðlæknar, félagsráðgjafar svo og fyrirlesarar úr dómskerfinu. Á námsstefnunni komu fram eindregnar óskir um að fyrirlestrar þeir, sem þar voru haldnir, yrðu gefnir út. Hafa fyrirlestrarnir nú verið gefnir út í riti sem nefnist AÐGÁT SKAL HÖFÐ í NÆRVERU SÁL- AR en því miður var ekki unnt að fá alla fyrirlestrana. Fimm þeirra vantar. Ritið kostar kr. 500,oo. Það fæst hjá Halldóru Kristjáns- dóttur, sími 27621, Kristbjörgu Þórðardóttur, sími 685358 og Guðrúnu Ragnars, heimasími 30757. naon ’fóUcr May 19-23.1991 UmAraulCarowi HJÚKRUN '/„-67. árgangur 51

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.