Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 34
* sálgreining þeim tilgangi að losa sjúklinga við líkamleg einkenni sem ekki hafði tekist að finna eðlilega skýringu á. Hann komst að því að með því að koma sjúklingum í léttan dásvefn og láta þá tala óhindrað, tókst að endurvekja minningar sem höfðu verið bældar niður. Hann áleit þessar sársaukafullu minningar vera virkar í undirmeðvitundinni og koma upp á yfirborðið sem lík- amleg einkenni. Hann hætti fljót- lega við dáleiðslu og innleiddi í staðinn frjáls hugtengsl ( free as- sociation) til þess að komast að leyndardómum undirmeðvitundar- innar, sem öll viðleitni hans miðað- ist svo við. Fyrsta meiriháttar ritverk Freuds var „The Interpretation of Dreams“, sem kom út árið 1900, og leit hann á það sem merkasta rit sitt því að í draumum þóttist hann hafa fundið greiðustu leiðina að undir- meðvitundinni. Hann var ákaflega afkastamikill á ritvellinum. Verk hans hafa verið gefin út í 16 bindum og má þar meðal annars nefna bylt- ingarkenndar hugmyndir hans um kynlíf og þátt þess í þróun persónu- leikans ( 1905) og kenningar hans um þrískiptingu sálarlífsins, sem hann setti fyrst fram árið 1915 ( undirmeðvitund-forvitund-meðvit- und) og endurskoðaði 1923 ( frum- sjálf-sjálf-yfirsjálf). Frá því að Freud kom fyrst fram með kenningar sínar um og eftir síðustu aldamót hafa ýmsar stefnur og skólar fylgt í kjölfarið. Auk hinnar freudísku kenningar ber hér í Bretlandi mest á kenningum Jung og Klein og svokallaðri „Object Relations“ kenningu, sem einnig er kölluð „The English Tradition". Sú síðastnefnda er byggð á kenningum margra sálgreinenda en hæst ber þá Winnicott, Fairbairn, Guntrip og Balint. Samkvæmt hinni freudísku eða klassísku kenningu stjórnast maðurinn af eðlishvöt eða eðlisvís- an ( instinct) og miðast allt lians atferli að því að minnka eðlislæga innri spennu en samband mannsins við annað fólk er hins vegar þunga- miðja „object relations“ kenning- arinnar. Arbours Association kennir sig einkum við þennan síð- astnefnda kenningastraum, en það felur þó ekki í sér að aðrir vindar blási þar ekki. Það, sem við fyrstu sýn greinir sálgreiningu frá annars konar með- ferð, er sú mikla skuldbinding sem báðir aðilar taka á sig. Sálgreining er bæði tímafrek og seinleg og er algengt að sjúklingur hitti sál- greininn tvisvar til fimm sinnum í viku um nokkurra ára skeið. Sjúkl- ingurinn liggur oftast á bekknum fræga og sálgreinirinn situr við höfðagaflinn. Þetta eru leifar frá tímum dáleiðslunnar og sjálfur sagðist Freud kjósa þennan hátt því að hann gæti ekki afborið að láta fólk horfa á sig allan daginn. Það eru þó gildari ástæður fyrir því að þessi venja er enn í heiðri höfð sem verða best skýrðar með öðru fyrir- bæri sálgreiningar, frjálsum hug- tengslum. Þau fela í sér að sjúkling- urinn er hvattur til að segja frá hverju sem er, sem kemur upp í hugann, hversu fáránlegt, langsótt eða óviðeigandi sem það kann að virðast. Hann á ekki að einbeita sér, heldur slaka á svo hann veiti sem minnst viðnám gegn vitneskju sem hann hefur einhverra hluta vegna þurft að bæla niður. Þetta er ólíkt öllum öðrum aðstæðum sem við þekkjum þar sem við leggjum okkur fram um að tala skipulega, rökrétt og í samhengi, grípa ekki fram í fyrir öðrum og halda okkur við ákveðið umræðuefni. Sjúkling- urinn á auðveldara með að brjóta þessar rótgrónu samskiptareglur þegar hann er ekki augliti til auglit- is við sálgreininn. Hann losar betur um hömlur og er ekki eins bundinn stað og stundu. í sálgreiningu er gengið út frá þeirri forsendu að við höfum undir- meðvitund sem hefur stöðugt áhrif á hvernig við lifum lífinu og miðar meðferðin að því að skilja samspil undirmeðvitundar og meðvitund- ar. Það er algeng tilhneiging hjá fólki að gera lítið úr hugarórum, óskiljanlegum eða neikvæðum til- finningum (sbr. herða sig upp og hætta þessari vitleysu) og ýmissi annarri hugarstarfsemi. í saman- burði við „raunveruleikann“ fær hugarburður heldur slæma útreið; það, sem er sannanlegt og áþreifan- legt, hlýtur að vega þyngra en „tómir hugarórar“. Þessu er ekki þannig varið í sálgreiningu, því að þó að hugarórar sem og önnur hug- arstarfsemi séu vissulega tilbúning- ur er litið á þá sem raunverulega og þýðingannikla og áhrif þeirra eru ekki talin síðri en áhrif ytri veru- leika. Það er því mikilvæg forsenda í sálgreiningu að maður láti af for- dómum gagnvart hinum huglæga veruleika og slaki á þeirri ofurá- herslu sem lögð er á skynsemi, rök og hlutlægi. Hlutverk sálgreinisins er að hlusta á sjúklinginn, gefa gaum að sínum eigin tilfinningum í sam- skiptum við hann ( countertrans- ference) og leitast á þann hátt við að skilja hvað hann er að tjá. Hann notar sjálfan sig sem tæki til að skynja hvað sé að gerast innra með sjúklingnum og túlka það sem hann skynjar. Þannig reynir hann smám saman að hjálpa sjúklingnum að tengja líðan hans því, sem gerst hef- ur í lífi hans, og gera reynslu hans skiljanlegri. Sálgreinirinn heldur sinni eigin persónu utan við með- ferðina, hann talar ekki um sjálfan sig, svarar ekki spurningum um hagi sína og hann gefur aldrei ráð- leggingar. Aherslan er allan tímann á innri heim sjúklingsins, tilfinning- ar hans, ótta, hugaróra, langanir, drauma o.s.frv. Þetta er flókið og vandasamt verk en ekki eins von- laust og í fljótu bragði kann að virð- ast. Þó svo að í dag sé minni áhersla lögð á að vekja upp bældar minn- ingar heldur en á tímum Freuds, eru flestir sammála um að barn- æskan hafi mjög mótandi áhrif á persónuleika manna; barnið er for- 34 HJÚKRUN !4—67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.