Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 11
* fræðslumál ljósmæðra í ljósi þeirra breytinga sem orðnar voru á skipan hjúkrunarfræðináms. í nefndina voru skipuð: Sigríður Jóhannsdóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla ís- lands, formaður nefndarinnar, skipuð án tilnefningar, Eva Einarsdóttir, ljósmæðrakennari, tilnefnd af Ljós- mæðraskóla íslands, Guðrún Marteinsdóttir, dósent, tilnefnd af námsbraut í hjúkrunarfræði, Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarkennari, tilnefnd af Nýja hjúkrunarskólanum, Margrét Gústafsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri, tilnefnd af Félagi háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga, María Finnsdóttir, fræðslu- stjóri HFLtilnefnd af Hjúkrunarfélagi íslands, og Sig- urður B. Lorsteinsson, læknir, tilnefndur af Háskóla Islands. Nefndin starfaði á tímabilinu 1. okt. 1986-12. mars 1987 og hélt alls 18 fundi og 4 heilsdags vinnufundi. í tillögum nefndarinnar um nýskipan framhalds- og end- urmenntunar hjúkrunarfræðinga kemur m.a. fram : „Sérstök námsleið verði í boði til B.S. gráðu fyrir hjúkrunarfræðinga. Námið verði skipulagt á sveigj- anlegan hátt, t.d. með tilliti til þess að hægt verði að starfa við hjúkrun samhliða náminu. Einnig verði hjúkrunarfræðingum gefnir möguleikar á að þreyta stöðupróf í ákveðnum námsgreinum.“ (bls. 7). Nefndaráliti þessarar nefndar, sem oft er vitnað til, var skilað í gulri skýrslu og því oft vísað til þess sem Gulu skýrslunnar. B.S. nám fyrir hjúkrunarkennara HSÍ. í kjölfar þess að Hjúkrunarskóli íslands var lagður niður árið 1986 var boðið upp á sérstaka námsleið fyrir fyrrverandi kennara skólans, sem leiddi til B.S. prófs í hjúkrunarfræðum eftir 67 eininga nám haustið 1987. Nám þetta var mjög samþjappað og óvíst er að heill hópur innan Háskólans hafi leikið það eftir að ljúka tveggja ára námi á aðeins rúmu ári. Ekkert val var í þessu sérskipulagða námi, sem hlýtur að teljast óheppilegt þar sem um er að ræða einstaklinga sem hafa sérhæft sig á mjög mismunandi sviðum. Matsnefndin margumtalaða. Allt frá því að námsbrautin var stofnuð árið 1973 hafa hjúkrunarfræðingar án B.S. prófs stundað þar nám og lokið B.S. prófi eftir mismunandi langt nám. Frá árinu 1985 hefur ekki verið krafist stúdentsprófs til inngöngu í námsbraut í hjúkrunarfræði ef hjúkrunar- fræðingar hafa átt í hlut. Matsnefnd hefur verið starf- andi við námsbrautina um all langt skeið og hefur verið ffitlað það hlutverk að meta nám og reynslu hjúkrunar- fræðinga, útskrifaðra frá HSÍ, til eininga fyrir B.S. nám í hjúkrunarfræði. Þetta verkefni hefur verið vandasamt og ekki með öllu sársaukalaust, eins og Margrét Gústafsdóttir (1989) hefur réttilega bent á, bæði í ræðu og riti. Astæðan er einkum fólgin í tvennu. Annars vegar er um að ræða mjög breiðan hóp hjúkr- unarfræðinga með mjög mismunandi þekkingu og reynslu að baki. Hins vegar hefur hjúkrunarfræðinám- ið í Háskóla íslands tekið talsverðum breytingum á þeim 18 árum sem liðin eru frá því að námið hófst og matsreglur tekið mið af því. Skipulagning B.S. náms fyrir hjúkrunarfræðinga. Þegar ákveðið hafði verið að leggja Nýja hjúkrunar- skólann niður og flytja þær stöður yfir til námsbrautar í hjúkrunarfræði við H.í. var tekin ákvörðun um að hálfri stöðu skyldi varið til að skipuleggja sérstaka námsleið til B.S. gráðu fyrir hjúkrunarfræðinga. Var greinarhöfundi falið það verkefni eftir að námsbraut- arstjórn hafði tekið afstöðu til dómnefndarálits um það mál. Fyrstu drög að námsskrá voru lögð fram vorið 1990, bæði fyrir menntanefnd Hjúkrunarfélags Islands og fyrir kennara námsbrautarinnnar á kennaradögum. Samkvæmt þeim drögum skyldi námið vera 70 einingar og þar af 10 einingar í val. Lítið er orðið eftir af þessum fyrstu drögum, enda hafa þau gengið í gegnum marga eldskírnina. Rætt hefur verið við mjög marga aðila í sambandi við námsskrána en þó einkum hjúkrunar- fræðinga. Varðandi skipulagningu á sérstakri námsleið til B.S. gráðu fyrir hjúkrunarfræðinga er mikilvægt að umrædd námsskrá sé samin í fullu samræmi við nám á náms- braut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Hafa verð- ur í huga námsskrá í grunnnámi til B.S. prófs (120 ein.), það kennaralið, sem námsbrautin hefur á að skipa, og þau námstækifæri sem nemendum bjóðast (bókasöfn, sjúkrastofnanir, heilsugæslustöðvar o.s.frv.). Sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkrunarfræð- inga hlýtur alltaf að vera stytting á því B.S. námi sem fyrir er. Við viljum að þessir nemendur nái sömu mark- miðum og við setjum í 4 ára náminu, en nám í hjúkrun- arfræði við Háskóla íslands miðar að því að hjúkrunar- fræðingur geti: 1. Metið hjúkrunarþarfir einstaklings, fjölskyldu og samfélags. 2. Gert áætlanir um hjúkrun, framkvæmt þær, veitt öðrum tilsögn og stjórnað framkvæmd- um. 3. Metið áhrif og árangur hjúkrunar. Skráð hjúkrunarferlið og notað þær upplýsingar, sem grundvöll að ákvarðanatöku til endur- bóta í hjúkrun. 4. Tekið þátt í kennslu hjúkrunarfræðinga og að- HJÚKRUN 67. árgangur 11

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.