Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 16
* fræðslumál
keiða, t.d. voru 96% nemenda í 4 ára náminu á stigi
„upphafs fullorðinsára“, en meirihluti hjúkrunarfræð-
inganna voru á stigi „spurnar og endurmats á fyrri
ákvörðunum í lífinu“. Varðandi persónuþroska kom í
ljós marktækur munur á hópunum. I ljós komu ekki
aðeins ólíkar þarfir og markmið heldur var upplifun
þessarra Itópa varðandi eigið líf og atburði eigin lífs
talsvert ólík. Aðrar rannsóknir hafa staðfest þennan
mun á þessum nemendahópum (King, 1988; Muzio &
Ohashi, 1979). Þettaþýðiraðhafaverðurþennanþáttí
huga í skipulagningu á náminu.
Álag á hjúkrunarfræðinga í B.S. námi
Til þess að gera mér betri grein fyrir vinnuálaginu,
sem þessi hópur myndi hugsanlega glíma við, spurði ég
í könnun minni um fjölda og aldur barna. Eftirfarandi
kom í ljós varðandi þá 72 hjúkrunarfræðinga sem svör-
uðu þessari spurningu:
Ekkert barn.............................. 7
1 barn.................................... 10
2 börn.................................... 24
3 börn.................................... 19
4 börn..................................... 9
5 börn..................................... 3
Flestir eiga því 2-3 börn og þarf að taka það með í
reikningsdæmið að um er að ræða, í langflestum tilvik-
um, konur með heimili og börn. Aðeins var um einn
karlmann að ræða, hitt voru allt konur. Þetta kemur
heim og saman við reynsluna erlendis frá. Flestar rann-
sóknir sýna að um er að ræða konur í miklum meiri-
hluta, sem hafa oftast talsverða fjölskylduábyrgð og
þurfa því meiri sveigjanleika í námstilhögun (Baj,
1985; Fotos, 1987; Perry, 1986). Green (1987) bendirá
að hjúkrunarfræðingar í B.S. námi séu þroskaðar kon-
ur sem eigi oftast mjög annríkt og fái „háskólaáfall"
(academic shock) sem hluta af þeim umskiptum að
verða háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar.
Það er mikið álag sem fylgir því að vera allt í senn
starfandi hjúkrunarfræðingur, eiginkona, móðir og
jafnvel dóttir aldraðra foreldra sem þurfa aðstoð. Að
bæta nemendahlutverkinu ofan á allt þetta getur leitt
til of mikils álags og hafa sumir orðið til að vara hjúkr-
unarfræðinga við þessu álagi og hvetja þá til að íhuga
gaumgæfilega ástæðuna fyrir því að vilja fara í meira
nám áður en lagt er af stað í þá göngu (Callin, 1983).
Minna má á að margir háskólaborgarar spyrja sjálfa sig
á mestu álagstímunum: „Lagði ég þetta virkilega á mig
sjálfviljug(ur) ?!“
Wooley (1978) var einn af fyrstu hjúkrunarfræðing-
unum sem skrifaði um kvíða og spennu hjúkrunarfræð-
inga í B.S. námi. í dag er almennt viðurkennt að í
faglegri félagsmótun, sem á sér stað í slíku námi, sé
kvíði og spenna þættir sem hafa verður í huga (Balogh,
1980). Throwe & Fought (1987) benda á að það sé
ábyrgð kennaraliðs að hjálpa hjúkrunarfræðingum í
B.S. námi að koma auga á það hvað veldurspennu eða
kvíða. í þessu sambandi hafa þær kynnt mjög athyglis-
verða leið fyrir bæði nemendur og kennara í sérskipu-
lögðu námi fyrir hjúkrunarfræðinga til að meta áfanga
á námsbrautinni. Þær rekja átta áfanga í faglegri félags-
mótun og tengja þá þroskakenningu Erik Eriksons á
mjög trúverðugan máta. Þessi nálgun byggist á langri
reynslu þeirra af þessum málum og virðist hafa mikið
hagnýtt gildi.
Lynn, McCain og Boss (1989) benda á að margir
hjúkrunarfræðingar án háskólaprófs hafi neikvæða af-
stöðu tilB.S. námsogháskólakennaraíhjúkrun. Þessi
neikvæða afstaða getur verið fólki álagsþáttur og þann-
ig hindrun í námi. Það er því mikilvægt að fólk geri upp
hug sinn varðandi aftstöðu sína áður en það hefur nám.
Eins og áður segir er almennt viðurkennt að nem-
endur í sérskipulögðu B.S. námi fyrir hjúkrunarfræð-
inga búi við aðrar aðstæður og hafi aðrar þarfir en
nemendur í hinu 4 ára hefðbundna B.S. námi (Sabina,
1985). Margir hafa bent á að þessi hópur þurfi góða
kynningu í upphafi náms og ráðgjöf og stuðning í gegn-
unt námið til að auka möguleika þeirra á velgengni í
námi (Murdock, 1987; Sabina, 1985; Rothert, Tala-
rczyk, Currier-Jayne & McCartney, 1988).
Bóklegt og verklegt nám. Námssamningar
í flestum B.S. námsleiðum fyrir hjúkrunarfræðinga
er um bóklegt og verklegt nám að ræða. Verklega
námið er þá oftast með allt öðru sniði en í hefðbund-
inni námsleið til B.S. prófs (Olson & Cragg, 1988).
Námssamningar virðast t.d. mikið vera að ryðja sér til
rúmsíþessu sambandi (Sasmor, 1984; Wessels, 1987).
Námsamningar ítreka hæfni hins fullorðna nemanda
og þá ábyrgð sem fullorðnir einstaklingar bera á eigin
námi. Námssamningurgefur nemandanum tækifæri til
að skrifa niður styrkleika sína og veikleika og koma
auga á þau svið sem viðkomandi þarf að vinna með
(Raudonis, 1987; Sasmor, 1984; Olson & Cragg,
1988). Dyck (1986) hefur ásamt fleirum bent á mikil-
vægi þess að hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar séu
sjálfstæðir og skapandi ásamt því að hafa frumkvæði.
Hún hvetur til notkunar námssamninga í ýmsumnám-
skeiðum en þó sérstaklega í hjúkrunarnámskeiðum.
Áhersla á hjúkrun eða ekki
Arlton & Miller (1987) fengu upplýsingar frá sam-
tals 328 háskólum þar sem hjúkrunarfræðingar voru í
B.S. námi. 85% (279 háskólar) buðu upp á sérstakar
16 HJÚKRUN lAi—67. árgangur