Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 12

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 12
* fræðslumál stoðarfólks þeirra. Skipulagt og veitt einstakl- ingum og hópum heilbrigðisfræðslu. 5. Tekið þátt í rannsóknum, er miða að auknum skilningi og þekkingu á hjúkrun og kennslu í hjúkrunarfræði. 6. Tekið virkan þátt í hópstarfi með heilbrigðis- stéttum og öðrum þeim, er vinna að heilbrigð- ismálum. 7. Metið og viðurkennt eigin þörf á símenntun og aukinni þekkingu í starfi. Til þess að ná þessum markmiðum þurfum við m.a. að leggja áherslu á námsgreinar eins og heilsugæslu, tölfræði, aðferðafræði og rannsóknir í hjúkrun, kennslu og fræðslu í hjúkrun, stjórnunarfræði og hjúkr- un sem fræðigrein. f*á er einnig mikilvæg forsenda sem hafa verður í huga að nemendur koma með mjög mismunandi þekk- ingar- og reynslusjóð inn í námið. í ljósi grunnhug- mynda fullorðinsfræðslu (Knowles, 1980) er mikilvægt að námið sé þannig skipulagt að byggt sé sem mest á fyrri þekkingu og færni nemandans, og að nemandinn fái ríkuleg tækifæri til frumkvæðis og sjálfstæðis. Þetta þýðir m.a. að mikil þörf er á því að nemendur fái ntikið valfrelsi, bæði varðandi val á námskeiðum og verk- efnagerð innan námskeiða. A það hefur verið lögð áhersla innan námsbrautar í hjúkrunarfræði að taka beri fullt tillit til þess að hjúkrunarfræðingar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu. Nám þeirra í hjúkrunarfræði miði því fyrst og fremst að því að kynna nýjungar og breytingar í hjúkr- un. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að veita nem- endum mikið valfrelsi. Þá er einnig brýn nauðsyn á árangursríkri leiðsögn til nemenda á öllum stigum námsins. Þetta þýðir að ekki er hægt að taka við miklum fjölda nemenda í einu. Rætt hefur verið um að taka hámark 30 nemendur á ári. Menntanefnd HFI mælti með því að ekki yrðu teknir inn fleiri en 24 nemendur í einu. Um þetta verður tekin ákvörðun á fundi námsbrautarstjórnar miðvikudaginn 10. apríl n.k. Þróun námskrár Eftir að hafa lagt drög að námsskránni fyrir ýmsa aðila, þ.á.m. kennara námsbrautarinnar, hjúkrunar- kennarana, sem fóru í gegnum sérskipulagða B.S. námið, menntanefnd HFÍ, hjúkrunarfræðinga, sem hafa lokið B.S. prófi eða eru í þann mund að gera það, og marga fleiri, voru 5. drög að námsskrá búin að líta dagsins ljós. I samræmi við grundvallarhugmyndir full- orðinsfræðslu hafði ég samráð við þá, sem ætluðu sér í námið í framtíðinni, með því að senda spurningalista til allra hjúkrunarfræðinga innan HFÍ sem voru innan við 60 ára, alls rúmlega 1600 hjúkrunarfræðinga. Um 80 hjúkrunarfræðingar sögðust hafa hug á að leggja stund á slíkt sérskipulagt nám í framtíðinni og allnokkrir höfðu þegar byrjað að taka einstök námskeið í þeim tilgangi. Spurði ég m.a. hvort þeim sem ætluðu sér í námið fyndist eitthvert námskeið tilgreint sem skyldu- námskeið sem þeim fyndist að ætti að vera valnám- skeið. Eftirfarandi svör fengust: Vefja-og fósturfræði .................. 6hj.fr. Vefjafræði og frumulíffræði.................. 4 “ Frumulíffræði og lífefnafræði................ 4 “ Sýkla- og ónæmisfræði ....................... 4 “ Heilsufélagsfræði............................ 4 “ Hjúkrun I og II ............................. 4 “ Heilsugæsla.................................. 3 “ Öll hjúkrunarnámskeið........................ 3 “ Lífeðlisfræði................................ 2 “ Stjórnunarfræði ............................. 2 “ Heimspekileg forspj. vís..................... 2 “ Sjálfstæð meðferðarform í hj................. 1 “ Tölfræði og aðferðafræði .................... 1 “ Á sama hátt spurði ég hvort eitthvert námskeið væri tilgreint sem valnámskeið sem þeim fyndist að ætti að vera skyldunámskeið. Eftirfarandi svör fengust: Lyfjafræði ............................ 6hj.fr. Heilbrigðis- og faraldsfræði ............... 6 “ Sálarfræði ................................. 3 “ Almenn örverufræði ......................... 2 “ Næringarfræði .............................. 2 “ Sálarfr. eða geðsjúkd.fr.................... 1 “ Meinafræði ................................. 1 “ Lyflæknisfræði ............................. 1 “ Efnafræði I og II .......................... 1 “ Vöxtur og þroski ........................... 1 “ Geðsjúkdómafræði ........................... 1 “ Geðhjúkrun ................................. 1 “ Meiri áhersla á hjúkrunargreinar............ 1 “ Af þessu sést að það er mjög mismunandi hvað hjúkrunarfræðingum finnst að ætti að vera í slíku sér- skipulögðu námi. Það ítrekar mikilvægi þess að hafa valkjarnann sem stærstan þannig að allir geti verið nokkuð sáttir við það sem þeim er gert skylt að taka. Á fundi námsbrautarstjórnar þann 13. mars sl. voru 8. drög að námsskrá samþykkt. Vonandi verður sú nám- skrá þó aldrei annað en drög þannig að námið verði í sífelldri endurmótun og fullt tillit tekið til athugasemda þeirra hjúkrunarfræðinga sem fara í gegnum það. Sam- kvæmt þessarri námskrá er námið 60 einingar, þar af 19 einingar valgreinar. Rætt hefur verið um að þeir sem 12 HJÚKRUN Ki—67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.