Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Side 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Side 28
Gæðatrygging í hjúkrun Sænska hjúkrunarfélagið heldur námsstefnu dagana 2,- 4. maí 1991 í Svíþjóð varðandi gæða- tryggingu í hjúkrun. Hjúkrunarrannsóknir Norska Hjúkrunarrannsóknarfélagið heldur ráð- stefnu 22. og 23. apríl 1991. Efni: Frá rannsóknum til starfs. NÁMSHEIMSÓKNIR TIL BRETLANDS Royal College of Nursing hefur sent HÍF áætlun um námsheimsóknir erlendra hjúkrunarfræðinga til þeirra fyrir árið 1991. Þetta skipulag er til komið m.a. vegna mikils álags heimsókna á hjúkrunar- fræðinga í Bretlandi. Óskað er eftir því að hjúkrun- arfræðingar miði námsheimsóknir sínar við þær dagsetningar sem upp eru gefnar og reyni að notfæra sér það sem í boði er. Umsóknir þurfa að berast frá hjúkrunarfélagi viðkomandi hjúkrunar- fræðings. Þátttökugjald fyrir 5 daga heimsókn er 40.00 pund og er óendurkræft. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Hjúkr- unarfélags íslands, Suðurlandsbraut 22, s 687575. Námsheimsóknir til Bretlands 1991. Dagsetningar Staður Fjöldi þátttakenda 8.-12. apríl London 30 13.-17. maí Nv,- England 30 10.-14. júní London 30 7.-11. október Skotland 30 4.-8. nóvember London 30 2.-6. desember London 30 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á EGILSSTÖÐUM Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum óskar eftir hjúkrunarfræðingum eða sjúkraliðum til sumara- fleysinga. Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Egilsstöðum Þetta varðar þig! Réttindamál Ert þú að verða lífeyrisþegi? Til að fá fullan lífeyri úr Lífeyrissjóði hjúkrunar- kvenna þarftu að vera í fullri vinnu þegar þú hættir störfum. Kannaðu rétt þinn. Ert þú barnshafandi? Til að fá barnsburðarleyfi á launum þarftu að hafa unnið samfellt í 6 mánuði fyrir leyfið hjá þeirri stofnun sem greiðir þér laun í leyfinu. Að öðrum kosti fást greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Minnkaðu ekki við þig vinnu á meðgöngutíman- um að óathuguðu máli. Veikindi fyrir barnsburð (samkv. læknisvottorði) teljast ekki til barnsburð- arleyfis. Fæðingarorlof Fæðingarorlof er 6 mánuðir frá 1. janúar 1990. Fyrstu þrjá mánuðina í barnsburðarleyfi skal auk dagvinnulauna greiða meðaltal þeirrar yfirvinnu-, vakta-, gæsluvakta- og óþægindaálagsstunda sem konan fékk greiddar síðust 12 mánaða upp- gjörstímabil yfirvinnu áður en barnsburðarleyfið hófst. Heimilt er að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði og fá þá 1/2 laun, 6 mánuði með meðaltali yfirvinnu og 6 mánuði á föstum launum. Sé ætlunin að hætta hjá stofnuninni eftir fæð- ingarorlofið þarf að segja upp með 3 mánaða fyrirvara. Athugið að reglur um barnsburðarleyfi og veikindaleyfi voru birtar í heild í HJÚKRUN, 2.-3. tbl. 1989. Staðfesting frá launaskrifstofu ríkisins Þann 20. desember 1989 var staðfest af hálfu launaskrifstofu ríkisins að þær konur, sem fá heimild til lengingar barnsburðarleyfis, skv. ákvæðum 5. greinar reglugerðar nr. 410/1989, um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins, skuli halda óskertum starfsaldri, þótt launagreiðslur verði lægri en 50% meðan á lengingu leyfisins og meðfylgjandi launaskerðingu stendur. Ert þú veik/veikur? Áunninn veikindaréttur fyrnist ekki þótt látið sé af störfum um tíma hjá viðkomandi stofnun, hann flyst milli ríkis-, bæja- og sjálfseignastofnana. 28 HJÚKRUN 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.