Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 35
til að hvetja norræna hjúkrunarfræðinga til vísindastarfa. í íslenska i'ilrýnahópnum eru nú Christel Beck, Hólmfríður Gunnarsdóttir, dr. Helga Jónsdóttir, dr. Kristín Björnsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Margrét Gústafsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir. Launa- og kjarabarátta Samræming og endurbætur í launa- og kjaramálum hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum var eitt af markmiðum SSN við stofnunina árið 1920. Leiðin að því niarki hefur ekki verið greið og markast af togstreitu á milli hugmynda um köllunina annars vegar og stéttabaráttu hins vegar. Þessi togstreita setur enn mark sitt á launabaráttu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Fyrir síðari heimsstyrjöld var mest lagt upp úr því að fá vinnutíma hjúkrunarfræðinga styttan. Húsnæðismál hjúkrunarfræðinga og brottfall þeirra úr starfi vegna hjúskapar, þegar hjúkrunarfræðinga skorti tilfinnanlega til starfa, voru málefni sem einnig voru ofarlega á baugi. Á eftirstríðsárunum hefur baráttan snúist um kaup, ráðningarkjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga. Eftir núkla vinnu og athuganir er niðurstaðan enn sú að hjúkrunarstarfið sem hefð- bundið kvennastarf sé ekki launað í samræmi við hefðbundin karlastörf með sambærilegar kröfur til menntunar, ábyrgðar og fæmi. Samstarf á alþjóðavettvangi Það hefur verið einkennandi fyrir SSN að í alþjóðlegri samvinnu hafa norrænir hjúkrunarfræðingar alltaf sameinasl í baráttu fyrir framgangi hjúkmnar. Framan af var orkunni fyrst og fremst beint í málefni varðandi Norðurlönd. Síðar þegar farið var að ræða um sameiningu Evrópu breyttust áherslurnar og þar kom að á áttunda áratugnum voru haldnir árlegir fundir með fulltrúum frá SSN, Alþjóðasambandi hjúkmnar- fræðinga (Intemational Council of Nurses — ICN) og Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þá tók SSN þátt í Vinnuhópi evrópskra hjúkrunarrannsakenda (Workgroup of European Nurse Researchers - WENR). SSN hefur áheyrnaraðild að fastanefnd um málefni hjúkrunar innan ESB (Pemianent Committee of Nurses - PCN). Sænskir, danskir og finnskir hjúkrunarfræðingar eiga þar beina aðild en ísland og Noregur óbeina aðild gegnum SSN. Segja má því að SSN sé gluggi íslenskra hjúkrunarfræðinga út að því sem er að gerast á vegum Evrópusamstarfsins. Þá á SSN áheymaraðild að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Á seinni árum, þegar flestum markmiðunum, sem brautryðjendur SSN settu sér árið 1920, liefur verið náð, hefur hlutverk SSN breyst í það að vera vettvangur þar sem fram fer umræða og samhæfing skoðana og verkefna í alþjóðlegu samstarfi. Þetta endurspeglaðist í þeirri breytingu sem gerð var á starfseminni árið 1989 og sem gerði SSN fyrst og fremst að stjómtæki sem getur bmgðist skjótt við stefnum og straumum í stjómmálum og haft frumkvæði að og stýrt nýjum verkefnum. Stuðst við útdrátt Nete Baslev Wingender úr bókinni „Fem svaner f flok“, sem birtist í Várd i Norden í sept. 1995, og erindi Ástu Möller sem flutt var í Málstofu í hjúkrunarfræði vorið 1995. Þ.R. STYRKUR FRÁ SSN / tilefni af 75 dra afmœli SSN í september 1995 samþykkti stjórn SSN að veita styrk að upphœð 50.000 DKK (591.000 ISK) til norrœns gœðatryggingarverkefnis þar sem a.m.k. tvö Norðurlönd koma við sögu. Verkefni, sem þegar eru hafin, koma til greina. Umsœkjendur verða að vera félagar í einu af aðildarfélögum SSN. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu SSN eða skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1996. Umsókn sendist til: SSN sekretariat Postboks 2681 St. Hansliaugen N -0131 Oslo Norge Myndsími: + 47 22 38 02 30 Flokkur fimm svana Fem svaner i flok í tilefni af 75 ára afmæli Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) hefur 216 síðna bók um sögu þess verið gefin út. Titill bókarinnar Fem svaner i flok - Sygeplejerskers Samarbejde i Norden 1920 - 1995 vísar til merkis SSN sem er fimm svanir á flugi. Höfundur bókarinnar, Nete Balslev Wingender, hefur meistarapróf í dönsku og sögu og doktorsgráðu í uppeldi andlega fatlaðra bama. Hún hefur starfað við rannsóknir hjá danska kennaraháskólanum og Kaupmannahafnarháskóla. Auk doktorsritgerðar sinnar hefur hún birt sagnfræðilegar greinar um fatlaða, bækur um uppeldi danskra stúlkna á 19. öld og um aðbúnað aldraðra í Danmörku. Nete Baslev Wingender þakkar ómetanlega hjálp tengiliða í hverju landanna fimm sem útveguðu upplýsingar og leiddu hana um skjalasöfn félaganna. Tengiliðir landanna vom Sigþrúður Ingimundardóttir frá íslandi, Esther Petersen frá Danmörku, Toini Nousiainen fá Finnlandi, Gunvor Instebp frá Noregi og Rigmor Wendt frá Svíþjóð. Auk þess tóku María Pétursdóttir, Svanlaug Árnadóttir og Sigurlín Gunnarsdóttir auk Sigþrúðar á móti höfundinum, aðstoðuðu við heimildaleit og veittu upplýsingar um þátt íslands í sögunni. Nete Balslev Wingender hefur nú verið ráðin til að skrifa sögu danska hjúkrunarfélagsins fyrir 100 ára afmæli þess sem verður árið 1999. Bókin Fem svaner i flok er til sölu hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og kostar 1765 kr. TÍMARIT HJÚKnUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.