Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 36
* AFMÆLISRAÐSTEFNA SSN Á tveggja daga ráðstefnu, sem lialdin var ítilefni af 75 ára afmœli SSN í Kaupmannahöfn, 7. - 8. september 1995, var framtíð Samvinnu hjúkrunarfrœðinga á Norðurlöndum (SSN) íkastljósi. Fyrri daginn byrjaði fráfarandi formaður SSN og danska hjúkrunarfélagsins, Kirsten Stallknecht, á að gera grein fyrir huginyndum sínuin um þann ramma sem starfsemi SSN mun takmarkast af í framtíðinni. Hún gerir ráð fyrir að markmið SSN haldist óbreytt en þau eru: • Að sameina hjúkrunarfræðinga Norðurlanda í einum samtökum. • Að hjúkrunarfræðingar Norðurlanda séu faglega samkeppnisfærir við það sem best gerist í heiminum. • Að laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum séu sambærileg við laun annarra launþega með sambærilega menntun, ábyrgð og hæfni. • Að sjónarmið hjúkrunarfræðinga Norðurlanda hljóti eins mikið vægi og mögulegt er í evrópskum og alþjóðlegum samtökum hjúkrunarfræðinga. • Að SSN taki þátt og sé virt í samstarfi annarra norrænna samtaka. Með markmiðin að leiðarljósi telur Kirsten að aðildarfélögin, styrkur SSN, umheimurinn og þróun hjúkrunar muni mestu ráða um starfsemi SSN í framtíðinni. Hvað aðildarfélögin varðar telur hún að framtfð SSN velti á fjölda félagsmanna, vilja þeirra til samstarfs og vilja þeirra til að standa saman út á við. Vilji til samstarfs veltur á hve ríka áherslu aðildarfélögin leggja á að standa saman út á við umfram það að halda fram sínum sérhagsmunum, t.d. gagnvart Alþjóðasambandi hjúkrunarfræðinga og fastanefnd um hjúkrunarmál innan ESB (Permanent Committee of Nurses - PCN). SSN getur ekki tekið ákvörðun um samstöðu út á við, það verður hvert land að gera fyrir sig. Styrkur SSN, segir Kirsten, að byggist á fjárráðum þess og þeim auði sem felist í rótgróinni og vel búinni skrifstofu, hópi sérhæfðra ráðgjafa og 142 auðveldum samskiptum sem auki möguleika aðildarfélaganna á að hafa bein áhrif og minnki lfkur á misskilningi milli landa. Umheimurinn heldur áfram að breytast og breyttum heimi fylgja breyttar áherslur í heilbrigðismálum. Meginland Evrópu er um þessar mundir að taka miklum stakkaskiptum. Þaðan er að vænta meira frumkvæðis á sviði heilbrigðismála en liingað til. Þá má búast við auknum fólksflutningum og umhverfisvemdarsjónarmið, tækniþróun og aukin afskipti almennings mun allt hafa áhrif á störf SSN í framtíðinni. Kirsten á von á því að hjúkmn þróist á þann hátt að kröfur félagsmanna til aðildarfélaganna aukist og að hjúkrunarfræðingar gangi ekki í félögin nema ávinningur aðildar sé augljós. Sérfræðingar í hjúkmn munu starfa saman í minni einingum þar sem sérþörfum þeirra er betur mætt en í heildarsamtökum. Við bætast kröfur um endur- og símenntun, nýjar upplýsingaleiðir og kröfur til stefnu- og framkvæmdaáætlana félaganna. Kirsten telur að markmið SSN, sem að framan greinir, standist fullkomlega tímans tönn. Hins vegar telur hún að breyta þurfi áherslum og aðferðum ef standa á vörð um og efla áhrifamátt SSN. í stuttu máli segir hún að í framtíðinni reyni á aðlögunarhæfni SSN að breyttum tímum. í framtíðinni þarf SSN að sýna umheiminum hvað hjúkrun á Norðurlöndum stendur fyrir. Það verður íslensku gestirnir á afmœlisrdðstefnu SSN C Kaupmannahöfn. Aftari röð f.v.: Þóra Ákadóttir, Sigríður Guðmundsdóltir, Hildur Helgadóttir, Hildigunnur Friðjónsdóltir, Ólóf Ásta Ólafsdóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir og Helga Jónsdóttir. Fremri röðf.v.: MarCa Pétursdóttir, Vilborg Ingðlfsdóttir, Ásta Möller og Sigþrúður Ingimundardóttir. að mati formanns SSN best gert með vönduðum vinnubrögðum, frumkvæði og miðlun norrænnar þekkingar til annarra tungumálasvæða. „Frá mínum sjónarhóli séð, verður það norrænu hjúkrunarfræðinga- félögunum styrkur að halda sig við SSN. Það er mitt mat að samstarf hjúkrunarfræðinga á Norðulöndum eigi framtíð fyrir sér, “ sagði Kirsten Stallknecht að lokum. Göran Dahlgren, ráðgjafi hjá Styrelsen för Intemationell Utveekling (SIDA) í Svfþjóð, talaði um þróun í Evrópu með sérstakri áherslu á heilbrigðismál Norðurlanda. Hann lýsti áhyggjum sínum af því að bakslag komi í þróun heilbrigðis- þjónustu í Evrópusambandinu þar sem verið er að reyna að samræma heilbrigðiskerfi landa með mismikla áherslu á opinbera þjónustu og einkarekna. Hann rakti síðan kosti og galla ríkisrekinnar heilbrigðisþjónustu annars vegar og einkarekinnar hins vegar. Dr. Helga Jónsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir, fv. formaður Hjúkrunarfélags íslands, fluttu erindi sem bar titilinn „SSN og faget“. Utdráttur úr erindum þeirra birtist síðar. Inger Ohlsson, formaður Tjánste- mánnenes Centralorganisation (TCO) í Svíþjóð (systursamtaka BHM) og 1. varaformaður í ICN, ræddi um SSN og laun og kjör. í erindi hennar kom fram að hjúkrunarþjónusta er dýr á Norðurlöndum miðað við víða annars staðar í heiminum. Því sé mikilvægt að hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum leggi áherslu á að sýna og sanna að það sem þeir hafi að bjóða sé peninganna virði. Fyrri deginum lauk með því að Laila Dávpy, formaður í Norsk Sykepleierforbund og nýkjörinn TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 7t. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.