Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 40
MAT Á VIÐBÓTARMENNTUN Að gefnu tilefni er hér útskýrt hvernig námsmatsnefnd metur viðbótarmenntun til eininga. Fyrsti kafli samkomulagsins um almennt námsmat í kjarasamningi tekur lil hjúkrunarfræðinga í staifsheitunum hjúkrunarfræðingur, deildarhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri, deildarstjóri og stoðhjúkrunarfræðingur í launaflokkum til og með 212. Samkvæmt samkomulaginu er heimilt að hækka hjúkrunarfræðing, sem lokið hefur framhaldsnámi í formi námskeiða eða annarrar skipulagðrar viðbótar- og endurmenntunar eftir hjúkrunarpróf, um tvo launaflokka, sé ekki um að ræða nám sem er hluti af grunnnámi hjúkrunarfræðings. Heimild til hækkunar gildir því aðeins að um sé að ræða almennt viðbótarnám í hjúkrunarfræði eða nám í skyldum fræðum sem nýtist í starfi hjúkrunarfræðings, þ.m.t. nám í uppeldis- og kennslufræði. Viðbótarnámið er metið til eininga og gefa 10 einingar fyrri launafloklunn og 40 einingar þann síðari. 12 kennslustundir gefa eina einingu. Aðeins eru inetin námskeið sem eru miimst 6 kennslustundir og gefa þá hálfa einingu. Ekki er hægt að fá meira en eina einingu fyrir námskeið sem stendur yfir í eina viku eða minna (þ.e. mest er hægt að fá eina einingu á viku). Dæmi: 1) Námskeið frá miðvikudegi til föstudags, samtals 24 kennslustundir. Metið til 1 einingar. Ef þetta námskeið stæði yfir í tvær vikur fengist það metið til fulls (24 kennslustundir = 2 einingar). 2) Fimm vikna námskeið, samtals 80 kennslustundir. Metið til 60 kennslustunda eða 5 eininga (12 kennslustundir á viku x 5 vikur). 3) Námskeið sem stendur yfir í 8 kennslustundir. Metið til fulls. (8 kennslustundir = 0,67 einingar). 4) Námskeið sem tekur 5 kennslustundir. Ekki metið til launaflokkshækkunar. 5) Þriggja daga ráðstefna frá mánudegi til miðvikudags. Samtals 10 klst. Metið til 0,83 eininga. Til þess að umsókn hljóti afgreiðslu þarf að fylla út beiðni, á sérstökum eyðublöðum, um launaflokks/flokkahækkun þar sem fram kemur nafn, kennitala, heimilisfang, starfsheiti, vinnustaður og hvort viðkomandi hefur áður látið meta viðbótarmenntun til eininga. Nafn, dagsetning og tímafjöldi námskeiðsins/ráðstefnunnar þarf að koma fram á vottorðinu og ef tímafjöldinn kemur ekki fram á staðfestingunni þarf dagskráin að fylgja. Ef námið er metið til eininga þarf fjöldi eininga að fylgja. Launaflokks/flokkahækkun tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að umsókn berst til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, þannig að beiðni, sem dagsett er 9. september er metin til hækkunar frá 1. október. 1 kjarasamningnum eru sérákvæði varðandi hjúkrunarfræðinga með ljósmóðurpróf, M.S. próf, doktorspróf svo og hjúkrunarframkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra með viðbótamám í stjómun. Þeim sem vilja fá ýtarlegri upplýsingar um samkomulagið um mat á viðbótarmenntun er bent á Fréttablað hjúkmnarfræðinga 3.tbl. l.árg. 1994. SG 146 Sí-og endurmenntun í Stóra-Bretlandi The United Kingdom Central Council for Nursing, Midwifery and Health Visiting Félag hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Stóra Bretlandi, the United Kingdom Cenlral Council for Nursing, Midwifery and Health Visiting (UKCC), hefur samþykkt nýjar reglur varðandi endurnýjun á hjúkrunar- og ljósmæðraleyfum. Hér er greint frá reglunum til fróðleiks íslenskum hjúkmnaifræðingum. Leyfin eru endurnýjuð á þriggja ára fresti og þurfa hjúkrunarfræðingar og ljósmæður nú að: 1) Fylla út eyðublað með m.a. upplýsingum um nafn, heimilisfang, menntun, starfsheiti, vinnustað, vinnuhlutfall. 2) Ljúka fnnm daga viðbólarmenntun á þriggja ára fresti sem verður að nýtast þeim í starfi. 3) Skrá niður allar þær upplýsingar sem geta komið þeim að gagni. Flestar upplýsingamar em einungis fyrir lijúkrunarfræðinginn eða ljósmóðurina og eiga að geta lijálpað þeim að greina veikleika sína og styrkleika og að setja sér markmið. Þessi skráning á að gerast jafnt og þétt, og er markmiðið að vekja viðkomandi til umhugsunar og hjálpa honum að þróa sig í starfi. Aðrar upplýsingar, s.s. grunnmenntun, viðbótarmenntun, starfsheiti og vinnustaðir geta síðan komið að góðum nolum þegar viðkomandi sækir um vinnu. 4) Fara á endurmenntunarnámskeið ef viðkomandi hefur verið frá störfum í meira en fimm ár. Þessar breytingar hafa tekið gildi og verða hjúkrunarfræðingar og ljósmæður að uppfylla þessi skilyrði þegar þeir endumýja leyíi sín næst. Þeir hafa þrjú ár til þess, eða til ársins 1998. SG TÍMAHIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.