Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 43
Viðurkenning úr minningarsjóði Kristínar Thoroddsen Stjóm Minningarsjóðs Kristfnar > Thoroddsen ákvað í júní sl. að veita Ingibjörgu H. Sveinbjömsdóttur, hjúkrunarfræðingi, viðurkenningar- pening úr bronsi. Viðurkenningin er veitt hjúkmnarfræðingum sem skarað hafa frani úr í hjúkrunamámi og sýnt hafa sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa. Ingibjörg lauk B.S. prófi frá námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands í júní 1995. Hún starfar nú sem hjúkrunarfræðingur á lyílækningadeild á Borgarspítalanum. Kristín Thoroddsen var forstöðukona Landspítalans og Hjúkrunarskóla íslands um langt árabil. Nemendur skólans og aðrar hjúkrunarkonur, sem starfað liöfðu með Kristínu, stofnuðu sjóðinn við andlát hennar árið 1961 í þakklætis- og virðingarskyni við brauliyðjendastörf hennar. Höfuðstóll sjóðsins var 25.000 g.kr. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins > eiga verðlaunin að vera peningur úr bronsi. Á annarri hlið hans er upphleypt mynd af Kristfnu Thoroddsen eftir lágmynd Sigurjóns Ólafssonar af henni. Hinum megin stendur: Verðlaun Kristínar Thoroddsen og nafn verðlaunahafans ásamt ártali. Minningarsjóðurinn er nú í vörslu Félags íslenskra hjúkmnar- fræðinga. ÞR Plús Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspítala Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarforstjóri, hefur verið settur forstjóri Ríkisspítala frá 1. desember 1995 til 1. mars 1996. Sem hjúkmnarforstjóri er Vigdfs þekkt fyrir ljúfmennsku og manneskju- lega og persónulega stjórnunarhætti, eiginleika sem kemur hverjum stjórnanda vel að hafa. Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga óskar Vigdfsi til hamingju með það traust sem að henni er sýnt og óskar henni velfarnaðar f starfí sínu. ÞR BREYTINGAR A VINNUTÍMATILHÖGUN SKURÐ- OG SVÆFINGARHJÚKRUNARFRÆÐINGA Skurð- og svæfingarhjúkmnarfræðingum á Ríkisspítölum og Borgarspítala var tilkynnt um breytingar á vinnutíma- tilhögun í lok júní sl. með þriggja mánaða fyrirvara. Breytingarnar áttu að taka gildi 1. október 1995. Það var mat skurð- og svæfingarhjúkrunar- fræðinganna að fyrirhugaðar breytingar hefðu í för með sér óásættanlegar breytingar á launakjömm þeirra. Tilkynntu þeir yfirmönnum sínum að þeir litu svo á að ráðningarsamningum þeina hefði verið sagt upp og myndu þeir því hætta störfum 1. október, nema samkomulag hefði náðst um óbreyttan eða nýjan ráðningarsamning. Þar sem um deilur um ráðningar- samning milli starfsmanns og vinnuveitenda var að ræða, en ekki túlkun á kjarasamningi hafði Félag fslenskra hjúkmnarfræðinga ekki beinan aðgang að þessu máli. Hins vegar óskuðu báðir málsaðilar, í þessu tilviki skurð- og svæfingarhjúkmnarfræðingar og viðkomandi hjúkrunarstjómendur sem eru yfirmenn þeirra, eftir að félagið hefði milligöngu um að leita lausna í þessu máli. Markmið félagsins var að stuðla að því að leysa málið farsællega. Félagið leitaði til laganefndar BHMR til að fá úr því skorið hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja til að boðaðar breytingar á vinnutfma- fyrirkomulagi yrðu að vemleika. Að áliti laganefndar þarf annars vegar að ná samkomulagi við starfsmenn um slíkar breytingar og hins vegar þarf slíkt samkomulag að hljóta santþykki stéttarfélagsins skv. ákvæðum kjarasamnings. Stjórn Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga fjallaði margoft um málið á fundum sínum og bókaði eftirfarandi um málið á stjómarfundi 2. ágúst 1995: a. Stjórn Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga lýsir yfir skilningi og styður afstöðu þeirra hjúkmnarfræðinga er starfa á skurðstofum og svæfingadeildum Bsp og Rsp, sem líta svo á að fyrirhuguð breyting á vinnufyrirkomulagi leiði til slíkrar skerðingar á launum að forsenda fyrir ráðningu sé brostin. b. Stjóm Félags íslenskra hjúkmnar- fræðinga er hins vegar sammála um að þörf er á breytingum á vinnutímafyrirkomulagi starfsfólks á skurðstofum spítalanna vegna öryggissjónarmiða. c. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfír áhyggjum sínum yfir því að enn einu sinni em hjúkmnarfræðingar einir heilbrigðisstétta teknir út og skipulagsbreytingar undir fomierkjum hagræðingar látnar taka eingöngu til þeirra. Formanni og hagfræðingi félagsins var síðan falið að ræða við hlutaðeigandi aðila. Það er skemmst frá þvf að segja að samkomulag náðist unt nýtt vinnutímafyrirkomulag á skurðstofum og svæfingadeildum spítalanna 3. október, eða 3 dögum eftir að hjúkmnar- fræðingarnir hættu störfum. Á því tímabili sinntu viðkomandi hjúkmnarfræðingar allri þeirri neyðarþjónustu sem óskað var eftir af hendi stofnananna. ÁM TÍMAItlT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.