Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Side 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Side 61
Hjúkrunanvönur Vissir þú að Lyfjaverslun Islands hefur fjölbreytt úrval af hjúkrunarvörum? Eigum yfir 500 vörunúmer á lager. Lyfjaverslun íslands, vörugæði og lágt verð í þágu okkar allra. LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F. Frá Landlæknisembættinu IDONOR Landlæknisembættið hefur gefið út líffæragjafakort og bækling þar sem landsmenn eru hvattir til að taka afstöðu til líffæragjafar. í bæklingnum eru hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér líffæragjöf. Þar er m.a. greint frá ákvörðun dauða, hverjir geti gefið líffæri og hverjir og hve margir þarfnist líffæragjafar. Bæklingurinn var gefinn út í 10.000 eintökum og hefur þeim verið dreift á sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar, í apótek og háskólastofnanir. Hver bæklingur inniheldur 3 líffæra- gjafakort, þannig að 30.000 kort eru í umferð. Á kortin getur fólk skráð hvort það heimilar að nothæf líffæri þess séu nýtt að þeim látnum eða ekki. Kortin breyta því ekki að leita verður leyfís fjölskyldu látins manns fyrir líffæragjöf. Þau geta hins vegar reynst hjálpleg fyrir aðstandendur því að það auðveldar þeim að taka afstöðu til spurninga um Jíffæragjöf að þekkja hug hins látna. STYRKUR HANS ADOLFS HJARTARSONAR Styrkur úr Minningarsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar, náms- og ferðasjóði hjúkrunarfræðinga, var auglýstur í Fréttablaði hjúkmnarfræðinga 1. tbl. 2. árg. í febrúar sl. Upphæð styrksins er 150.000 kr. Hans Adolf Hjartarson, fram- kvæmdastjóri, lést í janúar 1951. Minningarsjóður hans var stofnaður af ættingjum hans og bekkjarsystkinum til að styrkja hjúkmnarfræðinga í framhaldsnámi. Var það samkvæmt ósk hins látna og þess jafnframt getið að hann hefði borið þakklæti í huga fyrir góða hjúkmn á Landspítalanum. Alls bámst 7 umsóknir og af þeim vom 5 metnar styrkhæfar. Stjórn sjóðsins ákvað á fundi sfnum í júlí sl. að veita eftirtalda styrki: Marga Thome: Styrkur að upphæð 120.000 kr. til að ljúka doktorsnámi í hjúkmnarfræði við Edinborgar- háskóla. Sigrún G. Gísladóttir: Styrkur að upphæð 30.000 kr. vegna náms til meistara- prófs í stjórnun, skipulagningu heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun heilbrigðismála við Naffield Institute for Health í Bretlandi. ÞR Ásla Möller afhendir Mörgu Thome styrkinn. Sigrún G. Gísladóttir var jjarverandi. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995 165

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.