Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 7
Guðný Anna Arnþórsdóttir
makamissí
Hræðsla við dauðann er sameiginleg öllum
mönnum. Svo er og með sorgarviðbrögð og
sorgarúrvinnslu. Rannsóknir hafa þó sýnt að
aldraðir einstaklingar eru í meiri hættu en aðrir
varðandi truflun á sorgarúrvinnslu. Mismunandi
aðlögun eftir kyni hefur og verið til rannsóknar
og svo virðist sem karlmenn séu í meiri hættu
en konur varðandi andlega og félagslega röskun
við makamissi. Mikil þörf er á frekari rannsókn-
um á þessu efni til hagnýtingar við mat og um-
önnun á öldruðum syrgjendum.
Um dauðann og dauðahræðsluna
Ceasar sagði: „Memento mori" eða „mundu að þú átt að
deyja," en ein af þversögnum mannlífsins er að við mannfólkið
reynum sífellt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að dauðinn sé
hluti lífsins. Okkur stendur yfirleitt stuggur af því að hugsa um
eigin dauða og notum ýmsar rökrænar og vitsmunalegar
aðferðir til að skilja og eiga við hann. Freud (1955) sagði, „það
er ógerningur fyrir okkur að ímynda okkur eigin dauða; ef
okkur tekst það gerum við samt sem áður ráð fyrir, að við
stöndum hjá til að skoða fyrirbærið. Því ættu meðferðar- og
umönnunaraðilar að ganga út frá þeirri grunnstaðreynd, að
enginn trúi í raun á eigin dauða, eða það sama sagt á annan
hátt, að ómeðvitað séum við öll sannfærð um eigin ódauðleika."
Dauðaótti mannanna er sennilega að stórum hluta nátengdur
þvl sem kallað hefur verið hinn algildi ótti mannsins við hið
óþekkta. Þegar grannt er skoðað, vitum við í rauninni ekki hvað
dauðinn er, né heldur hvað eða hvort nokkuð gerist eftir hann.
Eakes (1985) framkvæmdi rannsókn á tengslum dauða-
hræðslu manneskjunnar og viðhorfi hjúkrunarfræðinga til
aldraðra á öldrunarheimilum í Bandaríkjunum. Notaður var
dauðahræðslumælikvarði Templers (Templer's Death Anxi-
ety Scale). Niðurstöður voru á þann veg, að þeir hjúkrunar-
fræðingar, sem haldnir voru mestri dauðahræðslu sýndu
almennt neikvæðara viðhorf til aldraðra en þeir sem voru
minna kvíðnir. Þetta er umhugsunarefni fyrir þá, sem sinna
öldruðum og minnir okkur á nauðsyn þess, að hafa eigið
gildismat og viðhorf sífellt til skoðunar hvar sem við vinnum.
Mótsagnarkennd er sú staðreynd að reynsla af dauða
og missi er hvorutveggja almennur og einstakur hluti mann-
legrar reynslu. Reynslan er almenn í þeim skilningi, að allir
verða einhvern tímann á lífsgöngunni fyrir sorg og missi en
jafnframt einstök í þeim skilningi að sérhver hefur einstak-
lingsbundinn persónuþroska sem endurspeglar einstætt
lífshlaup sem aldrei verður endurtekið eða endursagt ná-
kvæmlega eins.
Um sorgina og sorgarviðbrögð almennt
Sorg eða harmur er sálarástand, sem einkennist af tilfinn-
ingalegum sársauka. Sorgarferlið vísar til reynslunnar af sorg-
inni yfir ákveðinn tíma. Averill (1968) hefur skilgreint sorgar-
ferli sem „margþætt viðbrögð, sálfræðileg og lífeðlisfræði-
leg, sem orsökuð eru af missi, venjulega missi ástvinar."
Averill og fleiri hafa bent á að í raun sé um tvo þætti að
ræða sem séu sama fyrirbæri séð frá mismunandi sjónar-
hornum. Þannig sé sorgin samsett úr lífeðlisfræðilegum,
Guöný Anna Arnþórsdóttir lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla
islands 1977, kennslu- og menntunarfræði frá sama skóla 1979 og MS
prófi í geðhjúkrun og stjórnun frá University of Colorado, Denver,
1995. Guðný Anna hefur verið hjúkrunarframkvæmdastjóri geðsviðs
Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1989 og jafnframt stundakennari við Há-
skóla íslands.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
87