Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 14
s.s. frá ættingjum sem segja að þetta sé bara fyrirgangur eða „strákalæti" en eru þó fegnir að sjá sem minnst af barninu sem setur allt á annan endann þegar það kemur í heimsókn. Er ofvirkni áhættuþáttur? Rannsóknir benda tii að á unglingsárum eigi 40% ofvirkra við alvarleg hegðunarvandkvæði að stríða og stór hluti þeirra þrói með sér andfélagslega hegðun og leiðist út í misnotkun fíkniefna (Mash og Barkley, 1996). Þegar samskipti heima og í skóla hafa í nokkur ár ein- kennst af vítahring með neikvæðum skilaboðum til barns- ins, er algengt að hegðunarerfiðleikar (mótþrói, andstaða, ögrun, uppreisn) bætist ofan á ofvirknieinkennin eða að barnið dragi sig í hlé og koðni niður (kvíði, vanlíðan, þung- lyndi). Þetta fer eftir því hver vandamál barnsins eru og hvernig þau eru samsett ásamt persónueinkennum hvers barns. Hvernig varð ofvirknimóttakan á BUGL til? ( kringum 1989 hafði börnum með einhverfu fækkað veru- lega á dagdeild BUGL en börnum með alvarleg hegðun- arvandamál og ofvirknieinkenni fjölgað að sama skapi. Á þessum tíma hófst þverfagleg samvinna tveggja sál- fræðinga, hjúkrunarfæðings, félagsráðgjafa, listmeðferðar- fræðings, læknis og þáverandi skólastjóra Dalbrautarskóla. Þessi hópur viðaði að sér lesefni og kynnti sér vinnu Russell Barkley sem er geðlæknir og sérfræðingur í með- ferð barna með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD). Fyrsti vísir að fræðsludagskrá var ætluð starfsfólki á BUGL. Frá 1991 hefur síðan foreldrum staðið til boða fyrirlestrar, lesefni og hópvinna. Frá 1995 hafa sérstök þjálfunarnámskeið fyrir foreldra ofvirkra barna verið í boði. Nú er tekið á móti börnum í ofvirknigreiningu á göngudeild BUGL, aðallega upp að 12 ára aldri en stundum eldri (sjá töflu 2). i Hvaða meðferðarleiðir eru til? Hlutverk BUGL felst í að greina vandamálið og mæla með ákveðnum aðgerðum og leiðum í framhaldi þess. Er þá oftast um að ræða lyfjameðferð, fræðslu- og/eða þjálfun- arnámskeið og ráðgjafar/stuðningsviðtöl fyrir foreldra á göngudeild. í einstaka tilfellum er mælt með innlögn á barna- deild en þar er sífellt meiri áhersla lögð á þátttöku foreldra sem fá beina kennslu og þjálfun í árangursríkum sam- skiptaaðferðum á deildinni (mynd 1). Hvað með forvarnir? „Ofvirknihópurinn" eins og hann er kallaður á BUGL hefur í gegnum árin víða farið með fræðsluefni, s.s. fyrir skóla og foreldrasamtök og samvinna hefur verið um fræðslunám- skeiðin við Foreldrasamtök misþroska barna. Unnið er að nokkrum rannsóknum. T.d. er verið að gera úttekt á fyrstu 100 börnunum sem fóru í gegnum sér- hæfða ofvirknigreiningu á BUGL, í annarri rannsókn er ver- 94 Tafla 2 Þættir tengdir ofvirknigreiningu á barna- og unglingageðdeild Orsakir: Líffræðilegar. Líklega truflun í boðefnakerfi í heila. Erfðir eiga greinilega mikinn hlut að máli (25% foreldra með einkenni). Greining: Læknisskoðun Greiningarviðtal við foreldra Upplýsingaskrá um heilsufar-, þroska- og félagssögu Rrófun á barni / mat á vitsmunaþroska Matskvarðar frá foreldrum og kennurum Tíðni: Talið er að um 3-5% barna séu ofvirk. Það samsvarar að meðaltali því að eitt ofvirkt barn sé í hverjum bekk grunnskólans á íslandi. Horfur: 70% enn með einkenni á unglingsárum (mest hvatvísi og athyglibrestur), 50% einkennalaus á fullorðinsaldri (Mash og Barkley, 1996) Tilvísun Móttaka á göngudeild Úthverfuteymi - Ofvirknimóttaka Fræöslu- Þjálfunar- Ráögjöf til Innlögn á Lyfja- námskeið námskeiö foreldra barnadeild meðferð Ráögjöf Ráðgjöf Samvinna v/skólamála v/leikskóla v/Dalbrautarskóla Mynd 1 - Þjónustuferli 1998 við ofvirk börn á BUGL ið að kanna algengi svefntruflana í tengslum við ofvirkni- vandamál og eins er verið að athuga ofvirknieinkenni á stórum hópi 5 ára leikskólabarna í Reykjavík. Samvinna er við svefnrannsóknardeild Landspítalans, félagsvísindadeild Háskóla íslands, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar barna. Það hefur verið mikil ásókn í þjónustu „ofvirknihópsins" síðustu ár eins og biðlistinn frægi hefur sýnt, en bið eftir ofvirknigreiningu hefur mest farið upp í 14 mánuði. Enn bíða um 30 börn eftir þjónustu. Nýlega hefur fleira fagfólk á BUGL komið til liðs við fyrri hóp og unnið er hörðum höndum við að sinna fyrirliggjandi málum. Til að koma til móts við ákveðinn hóp er nú einnig í mótun dagdeildarúrræði sem teymi hjúkrunarfræðinga er að vinna að. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.