Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 14
s.s. frá ættingjum sem segja að þetta sé bara fyrirgangur eða „strákalæti" en eru þó fegnir að sjá sem minnst af barninu sem setur allt á annan endann þegar það kemur í heimsókn. Er ofvirkni áhættuþáttur? Rannsóknir benda tii að á unglingsárum eigi 40% ofvirkra við alvarleg hegðunarvandkvæði að stríða og stór hluti þeirra þrói með sér andfélagslega hegðun og leiðist út í misnotkun fíkniefna (Mash og Barkley, 1996). Þegar samskipti heima og í skóla hafa í nokkur ár ein- kennst af vítahring með neikvæðum skilaboðum til barns- ins, er algengt að hegðunarerfiðleikar (mótþrói, andstaða, ögrun, uppreisn) bætist ofan á ofvirknieinkennin eða að barnið dragi sig í hlé og koðni niður (kvíði, vanlíðan, þung- lyndi). Þetta fer eftir því hver vandamál barnsins eru og hvernig þau eru samsett ásamt persónueinkennum hvers barns. Hvernig varð ofvirknimóttakan á BUGL til? ( kringum 1989 hafði börnum með einhverfu fækkað veru- lega á dagdeild BUGL en börnum með alvarleg hegðun- arvandamál og ofvirknieinkenni fjölgað að sama skapi. Á þessum tíma hófst þverfagleg samvinna tveggja sál- fræðinga, hjúkrunarfæðings, félagsráðgjafa, listmeðferðar- fræðings, læknis og þáverandi skólastjóra Dalbrautarskóla. Þessi hópur viðaði að sér lesefni og kynnti sér vinnu Russell Barkley sem er geðlæknir og sérfræðingur í með- ferð barna með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD). Fyrsti vísir að fræðsludagskrá var ætluð starfsfólki á BUGL. Frá 1991 hefur síðan foreldrum staðið til boða fyrirlestrar, lesefni og hópvinna. Frá 1995 hafa sérstök þjálfunarnámskeið fyrir foreldra ofvirkra barna verið í boði. Nú er tekið á móti börnum í ofvirknigreiningu á göngudeild BUGL, aðallega upp að 12 ára aldri en stundum eldri (sjá töflu 2). i Hvaða meðferðarleiðir eru til? Hlutverk BUGL felst í að greina vandamálið og mæla með ákveðnum aðgerðum og leiðum í framhaldi þess. Er þá oftast um að ræða lyfjameðferð, fræðslu- og/eða þjálfun- arnámskeið og ráðgjafar/stuðningsviðtöl fyrir foreldra á göngudeild. í einstaka tilfellum er mælt með innlögn á barna- deild en þar er sífellt meiri áhersla lögð á þátttöku foreldra sem fá beina kennslu og þjálfun í árangursríkum sam- skiptaaðferðum á deildinni (mynd 1). Hvað með forvarnir? „Ofvirknihópurinn" eins og hann er kallaður á BUGL hefur í gegnum árin víða farið með fræðsluefni, s.s. fyrir skóla og foreldrasamtök og samvinna hefur verið um fræðslunám- skeiðin við Foreldrasamtök misþroska barna. Unnið er að nokkrum rannsóknum. T.d. er verið að gera úttekt á fyrstu 100 börnunum sem fóru í gegnum sér- hæfða ofvirknigreiningu á BUGL, í annarri rannsókn er ver- 94 Tafla 2 Þættir tengdir ofvirknigreiningu á barna- og unglingageðdeild Orsakir: Líffræðilegar. Líklega truflun í boðefnakerfi í heila. Erfðir eiga greinilega mikinn hlut að máli (25% foreldra með einkenni). Greining: Læknisskoðun Greiningarviðtal við foreldra Upplýsingaskrá um heilsufar-, þroska- og félagssögu Rrófun á barni / mat á vitsmunaþroska Matskvarðar frá foreldrum og kennurum Tíðni: Talið er að um 3-5% barna séu ofvirk. Það samsvarar að meðaltali því að eitt ofvirkt barn sé í hverjum bekk grunnskólans á íslandi. Horfur: 70% enn með einkenni á unglingsárum (mest hvatvísi og athyglibrestur), 50% einkennalaus á fullorðinsaldri (Mash og Barkley, 1996) Tilvísun Móttaka á göngudeild Úthverfuteymi - Ofvirknimóttaka Fræöslu- Þjálfunar- Ráögjöf til Innlögn á Lyfja- námskeið námskeiö foreldra barnadeild meðferð Ráögjöf Ráðgjöf Samvinna v/skólamála v/leikskóla v/Dalbrautarskóla Mynd 1 - Þjónustuferli 1998 við ofvirk börn á BUGL ið að kanna algengi svefntruflana í tengslum við ofvirkni- vandamál og eins er verið að athuga ofvirknieinkenni á stórum hópi 5 ára leikskólabarna í Reykjavík. Samvinna er við svefnrannsóknardeild Landspítalans, félagsvísindadeild Háskóla íslands, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar barna. Það hefur verið mikil ásókn í þjónustu „ofvirknihópsins" síðustu ár eins og biðlistinn frægi hefur sýnt, en bið eftir ofvirknigreiningu hefur mest farið upp í 14 mánuði. Enn bíða um 30 börn eftir þjónustu. Nýlega hefur fleira fagfólk á BUGL komið til liðs við fyrri hóp og unnið er hörðum höndum við að sinna fyrirliggjandi málum. Til að koma til móts við ákveðinn hóp er nú einnig í mótun dagdeildarúrræði sem teymi hjúkrunarfræðinga er að vinna að. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.