Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 15
Hvaða aðferðir hafa reynst vel? • Fræðsla og ráðgjöf til foreldra • Þjálfun fyrir foreldra til að læra árangursríkar uppeldisað- ferðir fyrir börn og unglinga • Þjálfun fyrir foreldra til að nota opnar tjáskiptaleiðir og lausnarmiðuð viðhorf • Lyfjameðferð (dregur oft úr ofvirkni og bætir athygli) • Ráðgjöf og stuðningur fyrir kennara /fræðsla um AMO • Þjálfun fyrir kennara til að halda stjórn í bekk þar sem er barn með AMO • Sérstök fræðsla og ráðgjöf fyrir félög/samtök er tengjast AMO Hverju þarf að huga að? • Skilja þroskaferli/áhrif AMO • Hafa raunhæfar væntingar - í samræmi við getu barns/- unglings • Tala jákvætt og sýna virðingu • Leysa vandamál sameiginlega / hugsa lausnarmiðað • Ef ósammála => ná málamiðlun • Nota faglega aðstoð • Halda skopskyninu í lagi og fara reglulega í frí frá börnunum Hvað virkar best? • Rammi og skipulag er nauðsynlegt til að ná stjórn • Skipuleggja umhverfi/ fáar en skýrar heimils- og útivistar- reglur • Forgangsraða hlutum / ákveða hvar hægt er að gefa eftir • Byrja einfalt / standa við orð sín • Nota umbun og hrósa óspart fyrir jákvæða hegðun • Nota punktakerfi, lítil markmið í byrjun, gefa umbun strax • Upplýsingar þurfa að vera skriflegar og jafnvel myndrænar • Nota tossamiða og dagbækur/samskiptabækur (foreldr- ar/börn/kennarar) • Vinna náið með kennara Hvaða þættir hafa mest áhrif á góða útkomu? • Góðsamskipti • Börnin upplifi hlýju og stuðning frá foreldrum • Jákvæð félagsleg tengsl séu til staðar/a.m.k. einn vinur • Börnin finni að þau tilheyri a.m.k. einum hópi • Opin tjáskipti innan fjölskyldu => aukið sjálfstæði =>betri sjálfsmynd • Námsstaða sé í samræmi við jafnaldra - fái sérkennslu ef þörf krefur • Samvinna sé milli heimils og skóla Eins og fram hefur komið er stór hluti ofvirkra enn með einkennin á unglings- og fullorðinsaldri. Ofvirknihugtakið er tiltölulega ungt og ekki er langt síðan farið var að greina og þróa meðferð fyrir ofvirka. Viðhorf almennings er ennþá í samræmi við það og margir tregir til að líta á hegðun ofvirkra sem afleiðingu af líffræðilegum þáttum. Með því að viðurkenna AMO eða ADD er ekki einungis verið að finna ástæður fyrir ákveðnum hegðunarvandamál- um heldur einnig verið að finna leiðir til lausna og hjálpa ofvirkum börnum og fjölskyldum þeirra að taka ábyrgð og lifa góðu lífi með aðferðum sem virka. Hvernig náum við árangri? Til að ná sem bestum árangri þarf að taka á vandanum frá öllum hliðum samtímis, á heimili og í skóla/leikskóla eða í aðstæðum þar sem um vandamál er að ræða. Því fyrr sem gripið er inn í því betra og mikilvægt er að nýta fjölbreytt meðferðarform samhliða, s.s. lyfjameðferð, atferl- isþjálfun o.fl. ásamt öllum mögulegum stuðningi fyrir for- eldra og kennara. Mjög mikilvægt er að hjálpa barninu að styrkja sjálfsmynd sína, t.d. með því að gera því kleift að fylgja jafnöldrum í námi, styðja eðlileg félagatengsl og hjálpa því að nýta styrkleika sína til hins ýtrasta. Er eitthvað jákvætt við ADHD? Þegar talað er um ofvirk börn er raunin oft sú að neikvæð- ar hliðar ofvirkninnar eru yfirgnæfandi í umræðunni. Það gleymist að huga að manneskjunni sem er bak við þetta áberandi truflandi yfirborð. Þegar farið er að huga að jákvæðum þáttum þá er úr mörgu að moða. Hjúkrunarfræðingar til hjúkrunarfræðinga Það er álit og ósk okkar hjúkrunarfæðinga á BUGL sem unnið höfum að þessum málum að skólahjúkrunarfræð- ingar og heilsugæsluhjúkrunarfræðingar komi mun meira að þessu málum en raunin er í dag, Það myndi skipta miklu máli varðandi þætti forvarna og stuðnings. Þá erum við að tala um fræðslu, stuðning og samvinnu við foreldra um að skapa stuðningsvettvang fyrir börnin. Við teljum að stundum hlustum við ekki nægilega á það sem foreldrar (oftast mæður) eru að segja því tilhneig- ingin hefur verið að líta fremur neikvætt á ofvirkni og draga úr kvörtunum varðandi hegðun barns en mæðurnar þekkja börnin sín best og hafa yfirleitt mikið til síns máls. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum og í skólum eru í góðri aðstöðu til að fylgjast með vexti og þroska barna frá upphafi og þar með í aðstöðu til að grípa inn í eða hafa áhrif á, þar sem erfiðleikar eru fyrirsjáanlegir eða í uppsiglingu. Hins vegar er Ijóst að ef ofangreindir hjúkrun- arfræðingar koma virkar að málum sem þessum þarf að koma á móti stuðningur fyrir þá með fræðslu s.s. á námskeiðum í hópvinnu og með ráðgjöf/handleiðslu. Heimildaskrá: Barkley, R.A.. (1995) Taking charge of ADHD: The complete authorative guide for parents. New York: The Guilford Press. American Psychiatric Association (1994). Diagnostics and Statistical Manual of Mental Disorder (1. ed.). Washington, D.C.: American Psychiatric Assocation. Orðabókarsjóður læknafélaganna. (1996). Atþjóðieg tölfræðiflokkun sjúk- dóma og skyldra heilbrigðisvandamála, ICD10, (10. endurkoðun). Rit- stjóri: Magnús Snædal. Þýðing: Örn Bjarnason, Jóhann Heiðar Jóhanns- son og Magnús Snædal. Reykjavík: Orðabókarsjóður læknafélaganna Reykjavík Ingersoll, B. D. (1988). Your hyperactive child: A parents guide to coping with attention deficit disorder. New York: Doubleday. Mash,.E.J. & Barkley, R. A. (1996). Child psychopatology. New York: Guilford Press. Rief, S. (1993). How to reach and teach ADD/ADHD children. New York: The center for applied research in education. Aðrar upplýsingar eru aðallega fengnar úr efni frá Ólafi Guðmundssyni, barnageðlækni, Páli Magnússyni, sálfræðingi, Kristínu Kristmundsdótt- ur, félagsráðgjafa og Sólveigu Guðlaugsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 95

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.