Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 17
Fountain house klúbba sem starfræktir eru erlendis. Starf- semi klúbbanna miðar að því sjúklingarnr séu virkir með- limir og sjái um rekstur klúbbanna sjáltir. Breytingarnar þurfa ekki að auka lífsgæði fólks en geta gert það. Á Ítalíu hafa yfirvöld gengið svo langt að um sl. áramót átti að Ijúka við að ioka geðdeildum endanlega, geðsjúkir sem þurfa innlögn á sjúkrahús fara á almennar deildir, en eru þar fyrir utan meðhöndlaðir á göngudeildum og í heimahjúkrun, eru með sínar félagsmiðstöðvar og svo framvegis. í Noregi hefur rúmum á geðdeildum, sérstak- lega móttökudeildum, fækkað mjög síðast liðin ár. Þjón- ustan hefur færst til sveitarfélaganna sem hafa mismun- andi forsendur til að veita hana. Eftir að geðsjúkir hafa fram- ið morð hvað eftir annað undanfarnar vikur hafa stjórnvöld lofað að auka fján/eitingar til bráðamóttökugeðdeilda. Þarna hefur verið gengið mjög langt og sú reynsla er um margt lærdómsrík fyrir okkur. Hér á landi hefur opinber umræða ekki verið áberandi í þessum málaflokki en starfið kringum 10. október, sem er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur, hefur meðal annars skilað þeim árangri að nú er unnið að stefnumótun í geðheil- brigðismálum á vegum heilbrigðis-og tryggingaráðuneytis og eiga tveir geðhjúkrunarfræðingar sæti í nefndinni. Við uppbyggingu þjónustunnar er mikilvægt að hjúkrunarfræð- ingar séu með í að móta og byggja upp úrræði og stuðning. Út á landi er líka mikil þörf fyrir geðhjúkrun, eftir sem áður munu þeir sem veikjast alvarlega þurfa að sækja þjónustu til þéttbýlisins, en fyrirbygging, endurhæfing, stuðningur og fræðsla getur og á að fara fram þar sem hennar er þörf. Með tilliti til að starfsemin lagist að þörfum notenda og á þeirra forsendum er jákvætt að frjáls félagasamtök reki athvörf ýmiss konar. Stefna félagsins Af stefnu og siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er auðséð að stefnan er tekin á heilsugæslu og að sálfé- lagsleg þjónusta utan hefðbundna stofnana fær mikið vægi. Þegar ég las stefnu þess í fyrsta sinn gladdi það mitt geð- hjúkrunarhjarta því mér finnst það samrýmast svo mjög hugmyndafræði minni og hugmyndum um starfsvettvang geðhjúkrunarfræðinga. Fyrsta flokks geðhjúkrun á eftir sem áður að veita á geðdeildum þar sem bráðveikir liggja, en geð- hjúkrun, og þar með geðvernd, á að veita á heilsugæslu- stöðvum, í heimahjúkrun, sérstökum geðteymum, við félags- miðstöðvar og athvörf. Samhæfingarþátturinn er mikilvægur og þjónustan á að vera sveigjanleg og fylgja þörfum íbúanna. Það er von mín að þessi stefna félagsins verði geð- hjúkrun til framdráttar. Huga þarf að menntunarmálum í því samhengi og það þarf að nýta þekkingu og yfirsýn þeirra sem við geðhjúkrun starfa. Þannig getum víð lagt okkar af mörkum til réttlátrar uppbyggingar stuðningsþjónustu fyrir geðsjúka og fyrirbyggt og gripið fljótt inn í aðstæður sem gætu valdið sársauka og þjáningu í marga ættliði. í málefnum geðsjúkra Ingibjörg Þálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, skipaði með bréfi dagsettu 20. febrúar 1997, starfshóp til að vinna að stefnumótun í málefnum geð- sjúkra á íslandi. Starfshópnum er ætlað að leggja fram tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um áhersl- ur í geðheilbrigðisþjónustunni á komandi árum. Áætlað er að hópurinn skili af sér skýrslu með stefnumótunar- tillögum ávordögum 1998. Starfshópinn skipa: Tómas Zoéga, geðlæknir, frá geðdeild Landspítala, for- maður starfshópsins Eydís Sveinbjarnardóttir, geðhjúkrunarfræðingur MS, frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Guðný Anna Arnþórsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur MS, frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur Halldóra Ólafsdóttir, geðlæknir, frá Geðlæknafélagi ís- lands Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, frá Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi, frá félagsmála- ráðuneyti Oddi Erlingsson, sálfræðingur, frá Sálfræðingafélagi ís- lands Ólafur Guðmundsson, geðlæknir, frá barna- og unglinga- geðlæknafélaginu Þétur Hauksson, geðlæknir, frá Geðhjálp Sigmundur Sigfússon, geðlæknir, frá Landlæknisem- bættinu Vilmar Redersen, fulltrúi aðstandenda Starfsmaður hópsins er Jón Sæmundur Sigurjónsson, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Hópurinn hefur fundað reglulega og haft samband við fjölda einstaklinga og stofnana um land allt, varðandi upplýsingar um málefni geðsjúkra. Úr miklu er að moða, þar eð málaflokkurinn er mjög umfangsmikill. í vinnslu er viðamikil skýrsla og álitsgerð sem áætlað er að birtist á vordögum. Geðhjúkrunarfræðingar í hópnum hvetja alla hjúkr- unarfræðinga sem áhuga hafa á geðhjúkrun til að fylgj- ast vel með útkomu skýrslunnar og kynna sér efni hennar. Allar ábendingar og tillögur eru að sjálfsögðu vel þegnar. Guðný Anna og Eydís Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 97

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.