Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 23
Kvennaathvarfinu er á þessum aldri eöa um 80% (1996). Eldri konur, sérstaklega þær sem búið hata lengi við of- beldi, eiga oft í meiri erfiðleikum, eru fastari í ofbeldisfarinu, oft bitrar og syrgja liðna ævi og glötuð tækifæri. Einnig eiga þær oft erfiðara með að koma auga á raunhæfa val- möguleika og að stíga fyrstu skerfin til að leita sér að- stoðar. Þær líta frekar á beiðni sína um stuðning sem veikleikamerki, að þær hafi „brugðist" og að málin séu nú ekki „svo alvarleg." Áhrif ofbeldisins á börnin Til að börn nái að vaxa upp og þroskast sem nokkuð sterkir, jákvæðir einstaklingar í þokkalegri sátt við sjálfa sig og umhverfið þurfa þau heimili þar sem hlúð er að alhliða þroska þeirra, líðan og tilfinningum. Hversu gott sem t.d. leikskóla- og skólakerfið er þá er það fyrst og síðast á heimilunum, sem grunnur lífshamingjunnar er lagður, þar sem foreldrarnir eru öflugustu mótunaraðilarnir. Börn hafa vissar grunnþarfir sem nauðsynlegt er að koma til móts við eigi vel að takast til. Þessar þarfir eru m.a: • Líkamleg umönnun s.s. fæði, klæði, hvíld og vernd gegn hættum. • Tilfinningalegt atlæti s.s. snerting, blíða, huggun, virð- ing, aðdáun, þolinmæði, hvatning, örvun og hrós. • Jákvæð samskipti við fullorðna, sem eru m.a. færir um að leiðbeina og nota réttlátan aga mótaðan af kær- leika, sveigjanleika og vissu umburðarlyndi. • Öryggi varðandi reglu og stöðugleika í umhverfi. Börn sem búa við ofbeldi á heimilum eiga á hættu að fá ekki þessum grunnþöfum sínum fullnægt og fara aldrei varhluta af því margvíslega álagi sem ofbeldinu fylgir. Margir foreldrar í ofbeldissamböndum telja að þeim takist að halda börnum sínum fyrir utan ofbeldið. Foreldrunum verður gjarnan illa brugðið þegar þeir átta sig á því að börn þeirra eru fær um að lýsa ofbeldinu, jafnvel í smá- atriðum og að þau eru orðin „sérfræðingar" í líðan og við- brögðum foreldra sinna. Margoft hefur komið fram í rann- sóknum að börn þurfa hvorki að verða sjálf fyrir ofbeldinu, eða verða beint vitni að því, til að þjást. Óbein þátttaka getur einnig haft alvarlegar afleiðingar s.s. að vera í öðru herbergi og „heyra og skynja," horfa e.t.v. á hamslaust foreldri eða niðurbrotna móður fulla af ótta og kvíða og með líkamlega áverka, sjá e.t.v. brotna hluti eða gæludýr sem hefur verið fargað. Þar fyrir utan kemur álagið að búa á heimili sem stöðugt er hlaðið samskiptalegri spennu og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Áhrif ofbeldis á börn er komið undir ýmsum þáttum s.s. tegund þess og tíðni, hvort búið er við ákveðinn stöðug- leika í umhverfinu s.s. tíðni flutninga, skólaskipti, vinatengsl og aðgengi að fullorðnum. Auk þess hefur aldur, kyn og þroskastig barnanna áhrif ásamt því hlutverki sem þau gegna í fjölskyldum sínum. Hjá kornabörnum koma afleiðingarnar fram þannig að grunnþörfum þeirra er illa sinnt, sem sést gjarnan sem truflun á líkamsþroska, svefni og skorti á hreinlæti. Það vantar stöðugleika og reglufestu í líf þeirra og þau verða öryggislaus. Þau fá ekki næga andlega örvun og tilfinn- ingaþroskinn hægir á sér. Oft eru þessi börn ranglega metin sem einstaklega „þæg og góð“ þar sem örvunar- leysið veldur því að þau gera litlar kröfur og liggja gjarnan langtímum saman þögul og hljóð. Nokkuð er einnig um það að kornabörn í fangi mæðra „lendi á milli“ og verði því „óvart“ fyrir höggum sem áttu að lenda á mæðrunum. Árlega sjást í Kvennaathvarfinu kornabörn með áverka eftir þannig aðstæður. Mæður sem búa við ofbeldi eru sjálfar undirlagðar af vanlíðan, kvíða og spennu og standast því illa það álag sem umönnun kornabarna er, m.a af þeim sökum eru börn þeirra í töluverðri áhættu hvað alhliða vanrækslu varðar. Á smábarnaaldrinum sést einnig truflun á líkamsþroska og önnur einkenni eins og að fráman getur. Hjá börnum sem búa við ofbeldi í þessum aldurshópi eru oft nokkuð einkennandi ýmsir skapgerðar- og hegðunarerfiðleikar þar sem eðlileg tengslamyndun við fullorðna og önnur börn er oft ábótavant. Hegðun þeirra einkennist gjarnan af „tilfinn- ingalegu hungri," sem stundum er talið að drengir sýni frekar með árásargirni, háværð/fyrirferð og að skemma ýmislegt á meðan stúlkur sýni vanlíðanina frekar með því að vera sinnulausar, fjarrænar og óeðlilega háðar. Á skólaaldrinum líta börn á foreldrana sem sínar aðal- fyrirmyndir og hafna yfir gagnrýni. Þau læra mest af því sem þau sjá og skynja en minna af því sem sagt er við þau. Á þessum aldri er algengt að þau telji ofbeldið sér að kenna og reyni því eins og hægt er að vera „góð“ þannig að ástandið lagist. Þegar síðan engin breyting verður þá fyllast þau vonleysi, sektarkennd og kvíða. Þau þjást oft í þögn, þar sem ofbeldið verður hluti af daglega lífinu og vel varðveitt leyndarmál. Sum þeirra bera ofurábyrgð á heimil- um sínum m.a. gagnvart yngri systkinum, mæðurnar treysta gjarnan á dugnað þeirra og þau verða jafnvel einu „trúnaðarvinir" vansælla mæðra sinna. Börnin koma alltaf með vanlíðan sína í skólann þar sem hún kemur fram með ýmsu móti. Þau eiga flest erfitt með að skilgreina eigin og annarra mörk sem veldur síðan ýmsum samskiptaárekstrum. Eins hafa þau oft slaka færni í að leysa ágreining, sem bæði getur leitt til þess að þau verða óvenju árásargjörn eða illa fær um að verja sig. Þessi börn eiga því oft í erfiðleikum með að sýna „viðeig- andi“ hegðun og geta því orðið „afbrigðileg“ í augum félaganna, sem býður ýmsum hættum heim í hinum harða heimi skólasamfélagsins. Áhyggjur og kvartanir frá skólun- um berast síðan heim, sem getur gert spennuna á heimil- um þeirra enn magnaðri og börnin enn vansælli. Þessi börn leita oft til skólahjúkrunarfræðinga þar sem aðalkvartanir eru gjarnan höfuð- og magaverkir ásamt 103 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.