Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 40
Þetta varö einnig reynsla Florence sjálfrar og á sjötíu og fimm ára afmælisdegi sínum skrifar hún: „Það er svo margt til að lifa fyrir. Ég hef misst mikið, mætt sorgum og vonbrigðum og beðið ósigur. En lífið er óendanlega dýrmætt, jafnvel í hárri elli. ’’ Það fékk mikið á hana að finna sjónina daprast svo að hún sá ekki lengur á bók og gat ekki skrifað. Örugga rit- höndin sem hún var kunn fyrir varð hlykkjótt og ógreinileg og að lokum varð hún að leggja pennann frá sér. En samt sem áður átti Florence Nightingale bjart ævikvöld, umvafin vinum, blómum og bókum, og ekki síst köttunum sínu kæru. Ég lærði heilmikið um lífið af kettlingunum mínum og ef til vill það mikilverðasta: Dag einn kemur stóri kötturinn inn og er ófrýnn. „Hverfið burt héðan kettlingagrey, nú vil ég hafa konuna mína fyrir mig einan.” Stærsti kettlingurinn verður smeykur og lætur sig hverfa, en sá minnsti hopar hvergi. Þegar þessi stóri og ófrýnilegi fressköttur gerir sig líklegan til að þjarma að honum gerir sá litli sér lítið fyrir og kyssir hann á trýnið. ” Þetta er það sem lífið hefur kennt mér: „Víkja aldrei fyrir valdi eða ógnun og bara kyssa andstæðinginn beint á nasirnar!” Þjóðsagan um Florence Nightingale hefur ekki dvínað með árunum. Henni hefur verið þakkað og hún hyllt sem sá snillingur er hún var. Ég var enginn snillingur. Munurinn á mér og öðru fólki var að ég framkvæmdi á meðan aðrir voru að leita sér að ótal afsökunum... Heiður og viðurkenningar hafa streymt til hennar. Árið 1907 var henni fyrstri kvenna veitt hið virta breska heiður- merki „Order of Merit”. Þá var hún orðin blind, örþreytt og tilbúin að mæta dauða sínum. ★ Sú stund var upprunnin að Flo naut umönnúnar hjúkr- unarkonu. En henni gekk ekki vel að skilja að hlutverkin hefðu snúist viþ! Þegar hjúkrunarkonan hafði gert henni til góða undir nóttina, slökkt Ijósið og tekið á sig náðir, fór aldna hefðarkonan fram úr rúminu og inn til hjúkrunar- konunnar, breiddi yfir hana sængina og bauð góða nótt lágri röddu. Síðan lagði hún sig sjálf. Florens Nightingale lést 13. ágúst 1910 níutíu ára og þrem mánuðum betur. Hún hafði ákveðið að þiggja ekki leg í Westminster dómkirkju í Lundúnum eins og tíðkast um þá Englendinga sem skarað hafa fram úr eða verið þjóðarleiðtogar. Hún '^“'SAUÐARKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLlÐ - FLJÖTUM valdi einfalt grafstæði á Embley Þark. Á legsteininum er aðeins ein lína: F.N. Fædd 1820. Dáin 1910. Hún vildi gleymast. „Getur nokkur hugsað sér betri laun en að næsta kynslóð sem á eftir kemur hafi gleymt viðkomandi og líti á það sem sjálfsagða hluti er kynslóðin á undan áleit loftkastala og óra!” Florence Nightingale er í hópi stórmenna sem ekki gleymast mannkyninu. Það er niðurstaða bandaríska skáldsins John Longfellow í Ijóðinu: „Konan með lamp- ann”. Um fjöldann, sem að særður lá við sjúkraskýlin dimm og grá, með geigvæn hvolf og hólf og hráköld rakagólf. Sjá, um þau kvalakynni fer ein kona og Ijós í hendi ber úr stofu í stofu hljótt, - sem stjarna um dimma nótt. Hún líður hjá - hinn særði sér, hvar svanna skugga á vegginn ber, og kyssir kaldan stein, er kveður myndin hrein. Á ströndum sögu stendur mær með stjörnu lampans, blíð og skær, sem dæmi um táp og tryggð og trúrrar konu dyggð. Úr Ijóðinu Santa Filomena um Florence Nightingale eftir John Longfellow í þýðingu Huldu skáldkonu, Unnar Bjarklind. Opidallan sólar- hringinn 7 daga vikunnar HAALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 • Sími 581 2101 120 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.