Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 41
Skýrsla nefndar á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga uKranusmai Reykjavík Framtíðarskipan sjúkrahúsmála í Reykjavík Á undanförnum árum hafa umræður um aukna samvinnu eða jafnvel sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík verið áberandi. Á árinu 1991 skilaði ráðgjafafyrirtækið Emst og Young skýrslu til stjórnar Ríkisspítala (Rsp.) um framtíðarþróun sjúkra- hússins. Var í þeirri skýrslu bent á hagkvæmni þess að sam- eina Ríkisspítala og Borgarspítalann. Síðan þá hafa Borgar- spítalinn og St. Jósepsspítali, Landakoti sameinast í Sjúkra- húsi Reykjavíkur, SHR, frá 1. janúar 1996. Nefnd um aukna samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahús- anna í Reykjavík og á Reykjanesi skilaði áfangaskýrslu í mars 1996. Nefndin lagði til að faglegt og rekstrarlegt samstarf sjúkrahúsanna yrði eflt, verkaskipting yrði aukin milli sjúkra- húsanna, en forðast skyldi óþarfa tvöföldun á dýrri, flókinni og sérhæfðri starfsemi. Sjúkrahúsin yrðu þó rekin áfram sem sjáifstæðar einingar með eigin framkvæmdastjórn. Tillögur nefndarinnar mynduðu grunn að samkomulagi um frekari verkaskiptingu og samvinnu sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem m.a. leiddi til þess að öldrunardeildir sjúkrahúsanna í Reykja- vík voru sameinaðar og stofnuð öldrunarþjónusta sjúkrahús- anna, sem er staðsett á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti. í ágúst 1996 gerðu heilbrigðis- og tryggingaráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík með sér sam- komulag um aðgerðir í rekstri SHR og Rsp. í samkomulaginu felst ákvörðun um aukna samvinnu og breytta verkaskiptingu sjúkrahúsanna. Þá skyldi gerð heildarskoðun á starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík og nærliggjandi byggðarlögum. Sú athugun skyldi beinast að enn frekari hagræðingu í rekstri sjúkrahúsanna. í september 1997 gerðu síðan sömu aðilar samkomulag um frekari aðgerðir í rekstri SHR og Rsp. í ágúst 1997 kynnti heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið skýrslu sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu VSÓ í samvinnu við Ernst og Young. Skýrslan ber heitið „Skipulagsathugun sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni - Framtíðarsýn". í skýrsl- unni mæltu ráðgjafarnir með því að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík og fjögur sjúkrahús í nágrenni Reykjavíkur þ.e. Sjúkrahús Akraness, Sjúkrahús Suðurnesja, Keflavík, Sjúkra- hús Suðurlands, Selfossi og St. Jósepsspítala, Hafnarfirði í eitt háskólasjúkrahús undir einni stjórn. Stóru sjúkrahúsin tvö í Reykjavík þyrftu að sérhæfa sig, hagræða og einbeita sér að ákveðnum þáttum sjúkrahúsþjónustu, s.s. slysa- og bráða- lækningum, vefrænum sérgreinum, bráðageðlækningum, stoð- deildarþjónustu og háskólahlutverki. Hlutverk litlu sjúkra- húsanna í nágrenni Reykjavíkur skyldi hins vegar vera tengt einfaldari þjónustu, s.s. minniháttar bráðalækningum, eftir- fylgd á göngudeild, langtímalyflækningum, endurhæfingu, dagdeildarþjónustu, mæðraeftirliti, fæðingarhjálp og sængur- legu. Litlu sjúkrahúsin myndu starfa í tengslum við viðkom- andi deildir á stóru sjúkrahúsunum. Ýmis önnur klínísk starf- semi s.s. öldrunarlækningar, langtímaendurhæfing og lang- legu- geðlækningar yrðu hins vegar aðskildar háskólasjúkra- húsinu og færð í hendur annarra aðila. Ýmis þjónustustarf- semi, s.s. innkaup, birgðahald og rannsóknarstarfsemi yrði samnýtt og þjónaði öllum sjúkrahúsunum. Ráðgjafarnir telja að sameining eins og að framan er lýst leiði til betri gæða, styttri sjúkrahúsvistar og lægri kostnaðar. Frá 1. janúar 1998 hafa sjúkrahúsin á Akranesi, Kefla- vík og Selfossi sameinast heilsugæslustöðvum sem áður voru í starfstengslum við þau. Forsendur Nefnd á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem falið var að gera tillögur að framtíðarskipan sjúkrahúsmála í Reykja- vík leggur eftirfarandi forsendur til grundvallar niðurstöðu sinni: • Skipulag og starfsemi heilbrigðisstofnunar á fyrst og fremst að taka mið af þörfum skjólstæðinga hennar. Þetta felur í sér að öll starfsemi skuli skipulögð með tilliti til þeirr- ar grundvallarhugmyndar að sjúklingurinn sé í öndvegi. • Forsendur fyrir samkeppni í framboði á hátækniheilbrigðis- þjónustu á íslandi eru hæpnar vegna fámennis þjóðarinnar. • Að vissu marki ríkir samkeppni milli stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um sérhæft starfsfólk. Ákveðnir valkostir eru því fyrir hendi fyrir sérhæfða starfsmenn heilbrigðis- þjónustunnar þegar horft er til faglegrar sérþekkingar, starfsaðstæðna og launakjara. • Á undanförnum árum og áratugum hafa orðið stór- stígar framfarir í heilbrigðisvísindum, sem hafa leitt til aukinnar sérhæfingar innan heilbrigðisþjónustunnar. Aukin sérhæfing getur leitt til markvissari þjónustu og styttri meðferðartíma. Sýnt hefur verið fram á sterka fylgni milli þess hve oft tiltekin meðferð er framkvæmd og gæða hennar. Mikilvægt er að skapa bestu aðstæð- ur til að fræðileg þekking og reynsluþekking á öllum sviðum heilbrigðisvísinda þróist skjólstæðingum heil- brigðisþjónustunnar I hag. Öflugar vísindarannsóknir eru þar nauðsynlegur þáttur. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 121

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.