Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 45
Helstu verkefni frá janúar 1998 • 80 ár verða liðin frá stofnun Félags íslenskra hjúkrunarkvenna árið 1999. Undirbúningur hafinn að afmælis- dagskrá. • Stefna félagsins varðandi óhefð- bundna meðferð í hjúkrun rædd. Rætt um að taka upp þessa um- ræðu á hjúkrunarþingi félagsins 13. nóvember nk. • Félagsráðsfundur var haldinn 6. febrúar sl. Þar var rædd áframhald- andi vinna að stefnumótun félagsins í hjúkrunar-og heilbrigðismálum. Næsti félagsráðsfundur verður hald- inn 15. maí nk. og munu þá fag- og svæðisdeildir leggja fram sínar hug- myndir. • Stuðningur félagsins við hjúkrunar- fræðinga sem eiga í vímuefnavanda ræddur. Skipaður vinnuhópur til að ræða þessi mál frekar. • Stjórn félagsins samþykkti að félagið gerðist aðili að Evrópusamtökum hjúkrunarfræðinga (PCN). • Ákveðið hefur verið að láta endur- gera hjúkrunarheit sem nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar skrifa undir. • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun halda WENR ráðstefnu árið 2000. Undirbúningshópur skipaður af stjórn félagsins hefur þegar hafið störf. • Formenn Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga og Læknafélags íslands hafa hist og rætt um aukna sam- vinnu. Formennirnir skrifuðu sam- eiginlega grein í Morgunblaðið sem birtist laugardaginn 21. mars sl. • Ákveðið hefur verið að halda hér á landi opna ráðstefnu um stjórnun á vegum SSN í febrúar á næsta ári. • Umsagnir um eftirfarandi frumvörp hafa verið unnin í stjórn félagsins: 1. Frumvarp til laga um þjónustu- gjöld. 2. Frumvarp til laga um fæðingar- orlof. 3. Þingsályktunartillaga um réttar- stöðu íbúa á hjúkrunar- og dval- arheimilum. 4. Frumvarp til laga um áfengis-og vímuefnaráð. 5. Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. • Eftirfarandi nefndir eru að störfum fyrir félagið: 1. Nefnd starfar að stefnumótun í heilsugæslu í samvinnu við heil- brigðisráðuneytið. 2. Nefnd um stefnumótun í mennt- unarmálum hjúkrunarfræðinga. 3. Nefnd um framtíðarskipan sjúkra- húsmála í Reykjavík hefur lokið störfum sjá bls. 121. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍ KU R Hjúkrun Þekking í þína þágu Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru lausar stöður á hjúkrunarsviði. Boðið er upp á margvísleg spennandi atvinnutækifæri fyrir metnaðargjarna og glaðlynda hjúkrunarfræðinga. Sjúkra- hús Reykjavíkur er fjölbreyttur vinnustaður þar sem hjúkrunarfræðingum gefst tækifæri til að þjálfa huga og hönd í hinum fjölmörgu sérgreinum hjúkrunar. Mörg tækifæri gefast til símenntunar og þátttöku í rannsóknarvinnu. Við leggjum áherslu á vinsamlegt og faglegt starfsumhverfi þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín. Kjörár Tilgangur kjörárs er að veita nýjum hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mark- vissa aðlögun og faglegan stuðning á nýjum vinnustað. Þeir hjúkrunarfræðingar sem skrá sig á kjörár starfa í 1 ár í 80-100% starfi, velja tvær valdeildir (5,5 mán. x 2) og eina sérdeild í 2 vikur. Markviss aðlögun, fyrirlestrar og lesdagar er hluti af dagskrá kjörárs. Boðið er upp á reglubundna fundi með reyndum hjúkrunarfræðingum. Slysa- og bráðasvið Deildir slysa- og bráðasviðs sinna mörgum spennandi og krefjandi verkefnum. Má þar nefna móttöku og hjúkrun bráðveikra og slasaöra, forgangsröðun, símaráðgjöf, áfallahjálp og hjúkrun þolenda kynferðisofbeldis. Göngudeild G-3 sinnir eftirliti og ráðgjöf. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1705 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Öldrunarsvið Deildir öldrunarsviðs eru flestar staðsettar á Landakoti en ein legudeild er í Fossvogi. Starfsemin er mjög fjölbreytt. Unnið er í teymisvinnu aö því að finna bestu meðferðar- úrræði fyrir hvern einstakling og fjölskyldu hans. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1888 eða deildarstjórar í síma 525-1800. Lyflækninga- og endurhæfingasvið Á lyflækningasviði eru almennar og sérhæfðar lyflækningadeildir með mjög fjölbreytt verk- efni. Þar er einnig barnadeild sem leggur áherslu á heildstæða þjónustu við börn og fjöl- skyldur þeirra. Á Grensásdeild eru sjúklingar með ýmsa taugasjúkdóma og verkjavandamál ásamt sjúklingum sem þarfnast umfangsmikillar endurhæfingar vegna sjúkdóma eða slysa. Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1555 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Skurðlækningasvið Á skurðlækningasviði eru legudeildir fyrir aðgerðasjúklinga, skurðstofur, svæfingadeild, gjörgæsludeild, sótthreinsunardeild, göngudeild og dagdeild. Dæmi um aögerðir sem gerðar eru á sjúkrahúsinu eru heila- og taugaaðgerðir, háls-, nef og eyrnaaðgerðir, brjóst- hols- og kviðarholsaðgerðir, bæklunaraðgerðir og aðgerðir á þvagfærum. Tækifæri til aukinnar þekkingar og þjálfunar eru því fjölmörg og spennandi. Nánari upplýsingar veitir Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1305 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Geðsvið Á geðsviði er rekin þjónusta við bráðveika og langveika geðfatlaða. Þjónustan er á formi innlagna, dagvistunar, hópvinnu og endurhæfingar. Þar gefst því tækifæri til aö kynna sér mörg mismunandi meðferðarform á flóknum og krefjandi viðfangsefnum. Nánari upplýsingar veitir Guðný Anna Arnþórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1505 eða deiIdarstjórar í síma 525-1000. Verið velkomin að leita upplýsinga á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í Fossvogi í síma 525-1221 eða beint hjá viðkomandi hjúkrunarframkvæmdastjóra eða deildarstjóra. Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja það kynið, sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein, til að sækja um. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 125

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.