Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 53
að 26 klst. á tveimur dögum í röð ef annar dagurinn er frídagur. Þessi regla er til að tryggja að starfsmaður sem kallaður er út til vinnu á frídegi þurfi ekki að vinna lengur en 16 klst. samfellt. Dæmi: Starfsmaður er kallaður út til vinnu kl. 19 á frídegi eftir 11 klst. hvíld á þeim degi, vinnur samfellt til kl. 8 að morgni næsta dags og ætti þá vinnuskyldu fram til kl. 16. Þá væri vinnulotan hins vegar orðin 21 klst. Skv. þessari reglu myndi hann hætta vinnu kl. 11 á morgni án skerðingar á reglubundnum launum og álagi. Vinna umfram 16 klst. Hafi starfsmaður unnið samtals meira en 16 klst. á einum sólarhring þ.e. á hverjum 24 klst. miðað við skipulag/venjubundið upphaf vinnu- dags starfsmanns án þess að ná 8 klst. samfelldri hvíld, skal starfs- maður undantekningarlaust fá 11 klst. samfellda hvOd án frádráttar á dagvinnulaunum og álagi að lokinni vinnu. Frítökuréttur, 11/2 klst. (dagvinna) safnast upp fýrir hverja klst. sem unnin var umfram 16 klst. (sbr. gr. 2.4.2.2 í kjarasamningi félagsins). Dæmi: Starfsmaður byrjar reglubundna vinnu kl. 8 að morgni og vinnur þá samtals í 18 klst. vegna forfalla annarra starfs- manna eða til kl. 2 að nóttu. Hann átti að mæta til reglubund- innar vinnu kl. 8 að morgni næsta dags. Þessi starfsmaður á undantekningarlaust að fá 11 klst. samfellda hvíld að lokinni vinnu án frádráttar á dagvinnulaunum og álagi og honum ber því ekki að mæta til vinnu fyrr en kl. 13 næsta dag. Auk þess á hann frítökurétt sem nemur 2»1 '/2 klst=3 klst. Samfelld hvíld rofin með útkalli Ef hvíld er rofin einu sinni eða oftar innan 24 klst. tímabils m.v. skipulag/ venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, skal bæta það sem upp á vantar að 11 klst. hvíld náist miðað við lengsta hlé innan vinnulotu, með frítökurétti, 1V2 klst. fyrir hverja klst. (sbr. gr. 2.4.2.3 í kjarasamningi félagsins). Dæmi: Starfsmaður er á gæsluvakt frá kl. 8 á laugardegi til kl. 8 á sunnudegi. Hann er kallaður út í vinnu frá kl. 12-16 og síðan aftur kl. 22-3. Hann náði því ekki 11 klst. samfelldri hvíld á þessum 24 klst. Lengsta hlé innan vinnulotunnar hér er milli kl. 16-22 eða 6 klst. Hann á því frítökurétt fyrir 11-6 klst. sem nemur 5x1 '/2 klst=7,5 klst. Aukinn frítökuréttur vegna samfelldrar vinnu umfram 24 klst. í þeim sérstöku tilvikum sem starfsmaður vinnur samfellt fullar 24 stundir skal frítökuréttur aukast þannig að hver heil stund um- fram 24 veiti frítökurétt sem er 1,8% lengri en sá frítökuréttur sem næsta stund á undan gaf (sbr. gr. 2.4.2.4 í kjarasamningi félagsins). Sem dæmi um þetta má nefna að starfsmaður sem vinnur samfellt í 36 klst. hefur áunnið sér frítökurétt sem nemur 37,2 klst, og starfsmaður sem vinnur í 48 klst. samfellt ávinnur sér frítökurétt sem nemur 73,7 klst. Þessi regla er sjálfstæð í þeim skilningi að hún tengist ekki meginreglunni um daglegan hvíldartíma heldur er henni ætlað að sporna gegn óhóflegu vinnuálagi. Hliðrun skipulegs/venjubundins upphafs vinnudags vegna útkalls í þeim sérstöku tilvikum sem starfsmaður, sem náð hefur a.m.k. 10 klst. samfelldri hvíld, er kallaður til vinnu á tímabilinu 2-6 næst á undan skipulögðum/venjubundnum vinnudegi starfsmanns, er heimilt, verði því við komið starfsins vegna, að hliðra upphafi vinnu- dagsins um jafnmargar klst. og hvíld hans skertist á þessu timabili. (sbr. gr. 2.4.2.5. í kjarasamningi félagsins). Þessi regla er til að auka hvíld starfsmanna sem kallaðir eru til óreglubundinnar vinnu nóttina á undan upphafi venjubundins vinnudags. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 Vikulegur hvíldardagur Almennir frídagar eru laugardagar og sunnudagar samkvæmt kjara- samningum. Vaktavinnumenn hafa samsvarandi 2 frídaga í hverri viku skv. kjarasamningi. Annar þessara frídaga (að öllu jöfnu sunnu- dagur hjá dagvinnumönnum) telst vikulegur hvödardagur skv. 5. grein vinnutímasamningsins. Það er óheimilt að kalla starfsmann til yfirvinnu á þeim degi og einnig skal tryggt að starfsmaður fái 11 klst. hvíld fyrir upphaf hvödardagsins. Þetta ákvæði er til að tryggja starfsmönnum að lágmarki einn frídag í hverri viku. Frestun vikulegs hvíldardags Stofnun má með samkomulagi við starfsmann fresta vikulegum hvödardegi þar sem sérstakar ástæður gera slík frávik nauðsyn- leg, þannig að í stað vikulegs hvödardags komi tveir samfelldir hvíldardagar á hverjum tveimur vikum. Ef þörf er á að skipuleggja vinnu þannig að vikulegum hvödardegi sé frestað skal haga töku hvödardaga þannig að teknir séu tveir hvíldardagar saman. Vinna á undan hvíldardegi: Tryggja skal 11 klst. hvíld á undan hvíldardegi Vinni starfsmaður skv. ákvörðun yfirmanns það lengi á undan hvíldardegi að ekki náist 11 klst. hvíld miðað við venjubundið upphaf vinnudags, skal starfsmaður mæta samsvarandi síðar við upphaf næsta reglubundna vinnudags, án skerðingar á dag- vinnulaunum og álagi, ella safnast upp frítökuréttur, 11/2 klst. í dagvinnu fyrir hverja klukkustund sem hvödin skerðist. Þessi regla er til að tryggja það að starfsmenn fái a.m.k. einn frídag í hverri viku með undangenginni hvöd þannig að frítíminn verði að lágmarki 11 +24=35 klst. langur. Dæmi: Hvíldardagur er sunnudagur. Á laugardegi er starfsmaður kallaður til vinnu frá kl. 19-24. Hann nær því ekki 11 klst. sam- felldri hvöd fyrir kl. 08 á sunnudagsmorgni (einungis 8 klst.). Hann á því ekki að mæta til vinnu á mánudegi fyrr en kl. 11 (þremur klst. síðar en ella) eða hann öðlast frítökurétt sem nemur 3»1 '/2=4V2 klst. Frítaka - Yfirlit og frítaka Uppsafnaður frítökuréttur skal koma fram á launaseðli og skal hann veittur í heilum og hálfum dögum í samráði við starfsmann, enda sé uppsafnaður frítökuréttur a.m.k. flórar klst. Frítöku skal lokið eigi síðar en hálfu ári eftir lok almanaksárs sem ávinnsla fór fram. Starfslok Við starfslok skal áunnið ótekið frí reiknað sem hlutfall af mánað- arlaunum og greitt út. Einnig má semja um töku frísins á upp- sagnarfresti ef hægt er að koma því við vegna starfsemi stofn- unarinnar. Veikindi við frítöku Ef starfsmaður veikist við frítöku gilda sömu reglur og um veikindi í orlofi, þ.e.a.s. frítökurétturinn geymist til seinni tíma. Nauð- synlegt er að tilkynna veikindin eins fljótt og mögulegt er og staðfesta þau síðan með læknisvottorði. Greiðsla frítökuréttar Heimilt er að greiða starfsmanni út (í dagvinnu) það hlutfall af frítökurétti sem er umfram hverja klst. sem verið er að bæta, þ.e. V2 klst. af 1 V2 klst. Fyrning Frítökuréttur fyrnist ekki. 133

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.