Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 20
Næstyngsta vestur-íslenska hjúkrunarkonan, sem gegndi hjúkrunarstörfum í fyrri heim- styrjöldinni, var Christine Frederickson. Hún var fædd 9. júlí 1896 aö Hamri í Hegranesi í Skagafirði. Hún haföi flutt með foreldrum sínum, Friörik Friörikssyni og Guðlaugu Pétursdóttur, báð- um úr Skagafirði, til Manitóba í Kanada. Hún hóf hjúkrunarnám við Strathe- cona-sjúkrahúsið í Alberta- fylki í Kanada og útskrifaðist sem hjúkrunarkona í mars 1916. Eftir það gekk hún í hjúkrunarlið Kanadahers og hóf hjúkrunarstörf við hermannaspítala í Edmonton í Albertafylki í Kanada. Starf hennar fólst í því að hjúkra kanadískum hermönnum sem höfðu verið fluttir sjúkir eða særðir til Kanada frá vígvöllum erlendis. Um það leyti sem Christine hóf að starfa við sjúkrahúsið geisaði spánska veikin þar um slóðir. Sýktust margir hermenn af þessari veiki. Tekið var á það ráð að einangra þessa sjúklinga á spítalanum og kom það í hlut Christine að hjúkra þeim. Við þetta lífshættulega starf veiktist hún sjálf af spönsku veikinni í lok október 1918 og lést af völdum hennar aðeins 22 ára (Minningarbók Soffía Ragnheiður Guð- mundsdóttir var 24 ára gömul þegar hún gekk í hjúkrunarlið Kanadahers árið 1918. Hún var fædd 7. mars 1894 í Manitóba í Kanada. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðmundsson og Margrét Jónsdóttir, bæði úr Húnavatnssýslu. Soffía gekk í hjúkrunarskóla í Kanada og að námi loknu hóf hún störf á sjúkrahúsi í St. Boniface og síðar í Winnipeg. Eftir að hún gekk í hjúkrunarlið Kandahers var hún send til Englands og starfaði þar á spítala hersins. í lok stríðsins hélt hún aftur til Kanada (Minningarbók íslenskra hermanna, 1923). Kristbjörg Samson gekk í hjúkrunarlið Kanadahers í febrúar 1918. Hún var fædd í Cavalier í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Stjúpfaðir hennar var Jón Samson og móðir hennar var Guðbjörg Ólafsdóttir úr Rangárvalla- sýslu. Eftir hjúkrunarnám í Bandaríkjunum starfaði hún við hjúkrun á sjúkrahúsi í Winnipeg í Kanada. í júníbyrjun árið 1918 var hún send til Englands þar sem hún var við 100 íslenskra hermanna, 1923). Soffía Ragnheiður Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. Christine Frederickson hjúkrunarkona. hjúkrunarstörf á herspítala Kanadahers. Að stríðinu loknu fór hún aftur til Kanada (Minningarbók íslenskra her- manna, 1923). Hin 24 ára vestur- íslenska hjúkrunarkona Dóra Truemner gekk í hjúkrunarlið Kanadahers í janúar 1918. Hún var fædd 22. febrúar 1894 í Pembina í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum. Foreldrar hennar voru Björn Frímann Jósepsson úr Húnavatnssýslu og Soffía Halldórsdóttir úr Eyjafirði. Árið 1917 útskrifaðist Dóra sem hjúkrunarkona við sjúkrahúsið í Winnipeg. Eftir að hún hafði gengið í hjúkrunarlið Kanadahers starfaði hún við hjúkrun á Tuxedo-hermannaspítalanum í Winnipegborg. í júní 1918 var hún send til Englands og stundaði hjúkrunarstörf við kanadískt sjúkraskýli þar í landi. Eftir stríðslok hélt Dóra aftur til Kanada (Minningar- bók íslenskra hermanna, 1923). Sigurlína Júlíana S. Thompson var 25 ára þegar hún gekk í hjúkrunarlið Bandaríkjahers. Hún var fædd 16. desember 1892 í Grafton í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Foreldrar hennar voru Sigurður Tómasson frá Álftanesi í Gullbringusýslu og Ólafía Pálína Einarsdóttir frá Fáskrúðsfirði. Árið 1915 lauk Sigurlína hjúkrunarnámi við & Kristbjörg Samson hjúkrunarkona. r*i Dóra Truemner hjúkrunarkona. Sigurlína Júliana S. Thompson hjúkrunarkona. Minnesótaháskóla. Eftir að Bandaríkin höfðu dregist inn í styrjöldina árið 1917 varð mikill skortur á hjúkrunarkonum til starfa. í júní 1918 var hún send á vegum Bandaríkjahers til Frakklands og starfaði þar við hjúkrun í sjúkraskýlum Bandaríkjahers þar í landi. Hún tók þátt í því að hjúkra bandarískum hermönnum sem særðust í orrustunni gegn Þjóðverjum við Chateau-Thierry, St. Mihiel og í Argonne- skógi rétt fyrir stríðslok. í lok stríðsins hélt hún heim til Bandaríkjanna (Minningarbók íslenskra hermanna, 1923). Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.