Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Qupperneq 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Qupperneq 33
Valgerður Katrín Jónsdóttir „'HjwkvUHAY'fYVeðítt^AY’ -sk^p^ð SÓY' Y'ÖÁAU - segir Ásta Möller, sem hefur verið í formermsku í 10 ár í síðasta tölublaði Tímaríts hjúkrunarfræðinga var sagt frá því að Ásta Möller værí að hætta sem for- maður félagsins. Ásta hefur verið formaður frá stofnun 15. janúar 1994 en þá sameinuðust Hjúkrunarfélags ísland og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Áður hafði hún verið formaður háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga í rúm fjögur ár. Tíu ár eru langur tími og á þessu tímabili hefur ótal margt gerst í málefnum hjúkrunarfræðinga og grunnur verið lagður að ýmsum stefnumálum sem vænst er að skili árangri í framtíðinni. En hvernig stóð á því að hjúkrun varð fyrir valinu hjá henni sem ævistarf? Ásta svarar því til, að það sé oft erfitt eftir á að gera sér grein fyrir hvers vegna lífið hafi beinst í ákveðinn farveg. Það hafi þó eflaust átt sinn þátt í ákvörð- uninni að hún hafi viljað láta gott af sér leiða. Þegar hún var 17 ára vann hún eitt sumar sem gangastúlka á Land- spítalanum. „Það var eitthvað sem heillaði mig við þetta, við vorum auðvitað mest í hreingerningum, en líka í sam- skiptum við sjúklingana, ég fann að samskipti mín við þá skiptu þá máli og ég hafði mjög gaman af því.“ Sem krakki las hún mikið og einn af þeim bókaflokkum, sem heillaði hana, voru bækurnar um Rósu Bennett sem var hjúkrun- arkona í seinna stríðinu. „Hún var sjálfstæð, tók ákvarðanir og lét um sig muna. Mér fannst því hjúkrun áhugaverð grein, hún fól í sér mannleg samskipti og það að geta haft áhrif á líðan fólks." Hún bætir við að hún hafi viljað fara í háskólanám og það hafi haft sín áhrif að hjúkrunarnámið var á háskólastigi, „ég er ekki viss um að hjúkrun hefði orðið fyrir valinu ef svo hefði ekki verið.“ Hún bætir við brosandi að vinir hennar hafi gert grín að henni þar sem valið hefði staðið um fornleifafræði eða hjúkrun og þegar hún fór svo að vinna í öldrunarhjúkrun hefðu þeir sagt að nú hefði hún sameinað þetta tvennt! Jafnmikiil tími í félagsmálin og námið Ásta segist alltaf hafa haft mörg áhugamál og þegar hún var í háskólanum hafi mikill tími hjá henni farið í félags- málin. „Ég hef stundum hugsað um það eftir á, að það fór Frá undirskrift samninga 1994 ásamt Indriða H. Þorlákssyni, þáverandi formanni samninganefndar ríkisins jafnvel meiri tími í félagsmálin en námið." Hún var varafor- maður Vöku á tímabili og sat í stúdentaráði. „Ég tel að það sem ég lærði í Vöku hafi ekki síður stýrt ferli mínum en það sem ég lærði í hjúkruninni. Þar fékk ég undirstöðuna í félagsstörfum. Ég kynntist mjög mörgu fólki sem er enn vinir og kunningjar í dag.“ Hún segir að það hafi verið algjör tilviljun að hún tók að sér formennsku í Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga. „Það var búið að stofna félagið þegar ég útskrifaðist og ég fór strax í stjórn þar, var gjaldkeri í tvö ár við lítinn orðstír! Tengdapabbi minn tók af mér loforð um að ég tæki ekki að mér slík störf aftur þegar hann hafði hjálpað mér við bókhaldið! Ég varð síðar fulltrúi í fræðslunefnd FHH og kjaranefnd. Ég útskrifaðist 1980 og varð formaður 1989.“ 113 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.