Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 54
Mismunur á helstu réttindum verktaka og hjúkrunarfræðinga í opinberri þjónustu Réttindi/kjör Hjúkrunarfræðingur í opinberri þjónustu Verktaki Réttindi úr starfs- menntunarsjóði Já, atvinnurekandi greiðir 0,22% af föstum launum í starfsmenntunarsjóð. Nei. Greiðslur úr vísindasjóði Já, atvinnurekandi greíðir 1,5% í vísindasjóð. Nei. Tryggingargjald Atvinnurekandi greiðir 5,53% af launum í tryggingargjald. Verktaki þarf sjálfur að standa skil á 5,53% tryggingargjaldi. Ábyrgð á skilum staðgreiðslu skatta og launatengdum gjöldum Atvinnurekandi stendur skil á framlögum í lífeyrissjóði, sköttum og öðrum launa- tengdum gjöldum. Verktaki þarf sjálfur að standa skil á greiðslum í lífeyrissjóð, staðgreiðslu skatta og öðrum launatengdum gjöldum. Greiðsluskylda virðisauka- skatts af vinnu Nei. Já, heilbrigðisþjónusta er þó undanþegin virðisaukaskatti. Réttur til margvíslegrar þjónustu og ráðgjafar af hálfu stéttarfélagsins Já, hjúkrunarfræðingar greiða félagsgjöld til félagsins og njóta þess í stað ýmiss konar réttinda, lágmarksákvæða kjarasamninga auk margvíslegrar þjónustu og ráðgjafar er varða bæði fagleg og stéttarfélagsleg mál. Nei, verktakar eru í raun sjálfstæðir atvinnurekendur og greiða ekki í stéttarfélag. Undantekning frá þessu eru hjúkrunarfræðingar sem starfa skv. samningi félagsins við Tryggingastofnun ríkisins. Við þetta bætist síðan að verktakar hafa enga tryggingu fyrir að fá verkefni þannig að það svari til fulls starfs. Þeir þurfa líka að nota drjúgan tíma til að leita sér að verkum, semja um verð og sjá um ýmsar útréttingar. Vegna alls þessa þarf tímakaup verktaka að vera a.m.k. það hátt að það dugi til greiðslu á öllum launatengdum gjöldum og réttindum og greiðslu launa fyrir þann tíma sem verktaki notar til að sinna nauðsynlegum þáttum í eigin rekstri. Eins og fram kemur í töflunni hér að framan geta atvinnu- rekendur haft margs konar hag af því að ráða starfsmenn sem verktaka fremur en launamenn. Þeir þurfa ekki að greiða nein launatengd gjöld til ríkis, lífeyrissjóðs eða stéttarfélags og engin útgjöld eru vegna veikinda, slysa eða barnsburðarleyfis starfsmanna. Þeir þurfa ekki að greiða laun í orlofi og námsleyfi og þurfa ekki að taka tillit til kjara- samninga um ýmiss konar lágmarkskjör. Þeir þurfa ekki að standa skil á staðgreiðslu vegna launamanns, ekki að færa launabókhald og losna við hugsanlegt þras við stéttarfélög og trúnaðarmenn þeirra. Það gefur hins vegar auga leið að þessi atriði eru til álíka mikils óhagræðis fyrir launamanninn (verktakann) eins og þau eru til hagræðis fyrir atvinnurekand- ann. Verktakinn þarf að tryggja sig vegna hugsanlegra veik- inda og slysa, greiða öll launatengd gjöld, færa launabókhald og greiða staðgreiðslu af launum. Sem verktaki ávinnur viðkomandi starfsmaður sér þar að auki engin kjarasamn- ingsbundin réttindi, sbr. upplýsingar í töflunni hér að ofan. Ef starfsmaður ræður sig til starfa hjá atvinnurekanda, vinnur reglubundna vinnu en fær greitt tímakaup sem verktaki má í mörgum tilvikum líta svo á að ekki sé um raunverulega verktöku að ræða heldur sé þetta svokölluð „gerviverktaka" þar sem atvinnurekandinn er að reyna að losa sig undan ábyrgð með því að bjóða launamanni kjör sem verktaki. Nokkrir dómar hafa fallið um réttarstöðu launamanna sem viðhafa slíkt ráðningarsamband og hafa dómstólar yfirleitt komist að þeirri niðurstöðu að samn- ingar um undirverktöku, sem byggja fyrst og fremst á samningi um útselda vinnu, hafi í raun sama gildi og venju- legt samband milli atvinnurekanda og launamanns. Þetta þýðir að launamaðurinn (verktakinn) getur krafist svipaðra réttinda og launamenn á almennum markaði hvað varðar veikindi, slys, uppsögn og fleira. Hjúkrunarfræðingar hringja oft á skrifstofu félagsins og spyrjast fyrir um „verktakataxta" fyrir hjúkrunarfræðinga. Þeir taxtar eru ekki til og félagið eða aðrir aðilar mega ekki gefa út svona taxta, það væri brot á samkeppnislögum. Félagið hefur gert samning við Tryggingastofnun ríkisins um taxta fyrir hjúkrun í heimahúsum, þeir taxtar eru frá 1.890 - 2.783 kr. á klst. og hver vitjun er reiknuð sem 2- 2,5 klst. þannig að greiddar eru kr. 3.780 - 6.956 kr. fyrir hverja vitjun, sjá nánari upplýsingar í 4. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga frá 1998. Þessir taxtar þykja hins vegar vera lágir og það er ekki óalgengt að tímakaup útseldrar vinnu háskólamanna sé allt frá 2.500 kr. og upp í 7.000 kr. á klukkustund. Hjúkrunarfræðingar, sem starfa sem verktakar, verða að gera sér grein fyrir stöðu sinni sem slíkir og krefjast tíma- kaups þannig að heildarkjör þeirra að meðtöldum réttindum séu ekki lakari en gengur og gerist hjá hjúkrunarfræðingum í opinberri þjónustu og ekki lakari en gengur og gerist meðal annarra háskólamanna. Hjúkrunarfræðingar eiga í flestum tilfellum einnig kost á því að starfa sem launamenn og þar njóta þeir allra réttinda og kjara skv. kjarasamningi og oft ýmissa hlunninda þar fyrir utan. Fullyrða má að þau réttindi, sem talin eru upp í töflunni hér að ofan, jafngildi í krónutölu mörgum tugum prósenta ofan á laun skv. kjarasamningi þó erfitt geti verið að setja á þau eingilda mælikvarða. 134 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.