Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 62
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. I Þankastríki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Steinunn Sigurðardóttir, sem skrifaði Þankastrik siðasta blaðs, skoraði á Höllu Grétarsdóttur sem tekur hér upp þráðinn. Joo lttAAi (æyíy* -sm li'fír Halla Grétarsdóttir Nú líður að vori og brátt sjáum við á bak vetrinum. í vetur hef ég verið að velta fyrir mér stöðu hjúkr- unar í dag. Mín skoðun er sú að til þess að auka gæði þeirrar hjúkrunar, sem við veitum, þurfum við að sam- einast í því að vinna að bættri andlegri hjúkrun. f vinnu minni með fræðslu- og menntamálanefnd FÍH hef ég fundið að hjúkrunarfræðingar hafa mikinn áhuga á andlegum stuðningi. Nefndin hefur haldið þrjú málþing um þetta efni í vetur og á tvö þeirra komust færri að en vildu. Vegna þessa mikla áhuga ætlar nefndin að vinna áfram að fræðslu um and- legan stuðning næsta vetur. Það finnst greinilega að hjúkrunarfræðingar vilja auka áherslu á andlegan stuðning og gera hann að stærri þætti í starfi sínu. Allar þekkjum við álagið sem fylgir störfum okkar. Það má ekki gleymast að til að geta veitt andlegan stuðning þurfum við sjálf að hafa aðgang að stuðningi hvort heldur það er frá vinnufélögum eða fagaðila. Stuðningur vinnufélaga okkar getur verið sá besti vegna sameiginlegrar reynslu og skilnings á aðstæðum. Ef við deilum með öðrum erfiðri reynslu hjálpar það okkur til þess að takast á við hana. Til þess verðum við sjálf að vera vakandi fyrir áhrifum starfsins á líðan okkar. í upphafi starfsferilsins er nauðsynlegt fyrir hjúkr- unarfræðinga að ná færni í ákveðnum verkum en með tímanum beinist athyglin í auknum mæli að andlegri líðan sjúklings. Þá finnum við flest til van- máttar og óöryggis. Til að sinna sjúklingum andlega þurfum við að þola eigin vanmátt og hafa kjark til að vera nálægt sjúklingnum í vanlíðan hans. Að sinna sjúklingum andlega gerir þá kröfu til okkar að við þorum einnig að takast á við okkur sjálf. Nauðsynlegt er að þekkja sjálfan sig, eigin styrkleika og veikleika, mörk, viðhorf og viðbrögð. Að þekkja sjálfan sig gerir okkur sterkari og færari til að takast á við álagið sem fylgir krefjandi starfi. Mér þætti æskilegt að allir hjúkrunarfræðingar fengju skipulagða handleiðslu fyrstu tvö árin í starfi. Slíkur stuðningur gerir hjúkrunarfræðinga hæfari og ánægðari. Góður andlegur stuðningur við hjúkrunar- fræðinga mun einnig að lokum skila sér til sjúkling- anna í betri hjúkrun. í hjúkrunarnáminu var lögð áhersla á að veita heildræna hjúkrun. Að sinna sjúklingum andlega, líkamlega og félagslega. Til að ná þessum markmið- um þurfum við að auka vægi andlegar hjúkrunar sem er erfiðasti og mest krefjandi hlutinn. Þar þarf nám og reynsla að fléttast saman. Forsendur þess að hjúkrunarfræðingar geti haldið áfram að dýpka þekkingu sína og breikka er að hafa aðgang að námi, fræðslu og ekki síst ráðgjöf reyndra hjúkrunarfræðinga eftir að námi lýkur. Það þarf að auka verulega framboð og úrval af viðbótarnámi fyrir hjúkrunarfræðinga. Bæði þarf að bjóða upp á almennt framhalds- og viðbótarnám og sömuleiðis óhefðbundnara nám. Þá á ég við að eiga kost á að læra notkun slökunar, nudds, snertingar og tónlistar svo fátt eitt sé nefnt. Þannig nám gagnast okkur við að veita andlegan stuðning. Það er von mín að við, almennir hjúkrunarfræð- ingar, tökum höndum saman og aukum vægi and- legrar hjúkrunar í starfi okkar á næstu árum. Okkur og sjúklingunum til heilla og hagsbóta. Ég skora á Ásdísi Björg Þorbjarnardóttur, hjúkrunarfræðing hjá hjúkrunarþjónustunni Karitas, að skrifa næsta Þankastrik. 142 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.