Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 10
RITRYND GREIN
Igrundun: Hver eru áhrifin á
störf hjúkrunarfræöinga?
Igrundun: Hver eru áhrifin á störf hjúkrunarfræðinga?
Kynning á verkefni sem unnið var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Útdráttur
Síðustu ár hefur mikið verið ritað um ígrtrndun (reflection) og gildi hennar fyrir hjúkrun. Hér á landi hefur
hugtakið bæði vakið hrifningu og spennu en einnig hafa vaknað vissar efasemdir um gagnsemi hugtaksins.
I þessari grein er fjallað um hugtakið ígrundun og tengsl þess og notagildi við hjúkrun. Þeirri gagnrýni, sem
komið hefur fram á hugtakið og notkun þess innan hjúkrunar, eru gerð skil. En hvað er ígrundun? Hugtakið
ígrundun er oftast notað yfir hugsanaferli sem glímir við ákveðið atvik sem upp hefur komið í vinnunni.
Fræðimenn tala um að ígrundun geti átt sér stað fyrir athöfn, við athöfn og eftir athöfn. Til að ígrundun verði
árangursrík þarf sá sem ígrundar leiðbeiningar og ákveðin viðmið til að fara eftir. Igrundun getur komið í veg
fyrir að störfin verði vanabundin og auðveldað hjúkrunarfræðingum að setja sig í spor sjúklinga sinna. Bent
hefur verið á að hugtakið ígrundun hafi ekki verið skilgreint nægilega vel og áhrif þess á klíníska vinnu séu í
raun ekki þekkt. I lok greinarinnar er fjallað um verkefnið „Stuðningur í starfi" sem unnið er með hjúkrunar-
fræðingum á fyrsta ári í starfi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA), og eru þeir flestir nýútskrifaðir
hjúkrunarfræðingar. Verkefnið tekur mið af kenningum um ígrundun en þátttakendur fá tilsögn sem tekur
mið af ígrundun með leiðsögn. Reynt er að gera ígrundunina markvissa með því að tengja hana við persónuleg
málefni, þekkingu viðkomandi á viðfangsefninu og siðfræðileg atriði. Einnig er horft á líðan skjólstæðings og
hjúkrunarfræðings meðan atvik stóð og greint hvers vegna atvik átti sér stað og hvaða áhrif það hafði.
Lykilorð: ígrundun, gagnrýnin ígrundun, reynsla, stuðningur í starfi.
Abstract
In the last few years much has been written about reflection and reflective practice in nursing. In lceland the
concept has created some excitement but also some disbelief. This article analyzes the concept and how it
can benefit nurses in their practice. The critique that has arisen regarding reflection and reflective practice
is discussed. Reflection as a concept is used for the process that internally examines and explores an issue of
concern triggered an experience. Reflection can be done on action, in action and before an action. The person
that uses reflection needs guidance and support in order for the reflection to become effective. By using
reflection nurses can explore their practice in relation to an individual patient in order to give the kind of care
that they would ideally choose to give. The critique concerning reflection is mainly about lack of clarity of
the concept and the skills that are needed to become a reflective practitioner. At last the project “Support at
work" is introduced. The project was conducted in the Regional Hospital in Akureyri among newly graduated
nurses and uses guided reflection as a model to guide the work.
Key words: reflection, critical reflection, experience, clinical guidance.
Inngangur Mikið hefur verið ritað um ígrundun og hvernig hjúkrunar- fræðingar geta notfært sér að rýna í störf sín. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi ígrundunar en þó virðast fleiri skrifa um jákvæða reynslu sfna af því að nota ígrundun en þeir sem telja það að ígrunda eigin störf litlu skipta. En hvað er ígrundun? Hugtakið ígrundun er oftast notað yfir hugsana- ferli sem glímir við og reynir að útskýra ákveðið atvik sem upp hefur komið í vinnunni. Til að hugsanaferlið geti talist ígrundun verður það að vera meðvituð athöfn sem beinist að og byggist á ákveðinni framkvæmd eða skynjun (Atkins og Murphy, 1993). Snemma á síðustu
Ábyrgðarmaöur: Árún K. Siguröardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og verkefnisstjóri við FSA. Netfang: arun@unak.is
Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004