Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 34
ákvað að mennta sálfræðinga til fullra starfsréttinda þegar
hjúkrunarfræðingar hafa ekki enn skilgreint hvað nákvæmlega
felst í því að vera sérfræðingur í hjúkrun á Islandi.
þeirra hvar sem þjónustan er veitt (American
Association, 1997).
Hjúkrunarfræðideild HI eða heilbrigðisdeild HA hafa ekki, frá
því meistaranám í deildunum hófst, sagt skýrt og skilmerkilega
hvernig námið þar á að auka klíníska færni og starfsréttindi
hjúkrunarfræðinga í þjónustu við skjólstæðinga eins og eðlilegt
hlýtur að teljast. Hvers vegna ætti fólk að leggja á sig tveggja til
þriggja ára fullt nám án þess að vita hvað það ber úr býtum? Sú
tíð er liðin að fólk geti búist við „verkefnavinnu" eða „fræðslu-
verkefnum" eftir framhaldsnám.
í þróunaráætlun hjúkrunarfræðideildar HÍ fram til ársins 2006 er
ekki tekin skýr afstaða um klínískt nám í meistaranáminu heldur
er aðaláherslan í skýrslunni á það hvernig efla megi rannsókna-
virkni í deildinni. Þó er vísað til reglugerðar um sérfræðingsleyfi
og ýjað að því að deildin ætli að byggja upp einhvernskonar “þjálf-
un” fyrir sérfræðinga fyrstu tvö árin eftir útskrift (þróunaráætlun,
2001). Að mínu mati á slík þjálfun að fara fram meðan á náminu
stendur þannig að hjúkrunarfræðingarnir séu tilbúinir að vinna
sem sérfræðingar strax eftir útskrift.
Kröfur samtaka sérfræðinga í hjúkrun í Bandaríkjunum
Aralöng hefð er fyrir námi og störfum sérfræðinga í hjúkrun í
Bandaríkjunum og samtök 480 hjúkrunarskóla þar (American
Association of Colleges of Nursing, AACN) birtu yfirlýsingu um
samræmd grundvallaratriði menntunar á meistarastigi (American
Association, 1996). I töflu 4 koma fram meginþættir í námsskránni.
Sömuleiðis birtu samtök klíníslcra sérfræðinga í Bandaríkjunum
leiðbeiningar um starf og menntun klínískra sérfræðinga sem
byggist á fyrrnefndri námsskrá (National Association, 1998, 2004).
Samræmd námsskrá meistaranáms í hjúkrunarfræöi
(American Association, 1996)
Meginatriöi námsskrár á meistarastigj____________________________________
1. Kjarni meistaranáms samanstendur af námskeiöum um: rannsóknir, stefnu, skipu-
lag og fjármögnun heilbrigðiskerfisins, siðfræöi, hlutverk fagmanns og stéttar,
þekkingargrunn hjúkrunar, fjölmenningu og þjóðfélagsmál og heilsueflingu og
forvarnir.
2. Kjarni sérfræðistarfs inniheldur námskeið um: sérhæft heilsu- og likamsmat,
sérhæföa lífeðlisfræði og meinalífeðlisfræði og sérhæfða lyfjafræði.
3. Námskeið sérgreinar samanstendur af námskeiðum og klínískri þjálfun sem við-
komandi fagdeild sérgreinarinnar gerir kröfur um.
4. Klínísk starfsþjálfun á námstíma er aö lágmarki 500 klukkustundir.
Meginhlutverk meistaranáms í hjúkrun á að vera undirbún-
ingur undir klínískt starf sérfræðings að mati samtaka hjúkr-
unarskólanna. Samtökin benda á að til að halda í við breytingar
í heilbrigðisþjónustunni verði sérfræðingar í hjúkrun að geta
sinnt sjúklingum á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og
þeir verði að geta skipulagt nýjar aðferðir og metið árangur
Tafla 4
Kröfur Evrópusambandsins
Þó saga framhaldsmenntunar og sérfræðihlut-
verka hjúkrunarfræðinga sé löng í Bandaríkunum
er einnig mikið að gerast í Evrópu á þeim vett-
vangi. Það er því full ástæða til að fylgjast vel meðj
þróun mála þar. Ástæðan er einföld, tilskipanir
Evrópusambandsins um málefni hjúkrunarfræðinga
taka gildi hér á landi sjálfkrafa vegna þátttöku
J okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir að
Evrópusambandið hafi ekki gefið út formlega tilskip-
un um sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga hafa
verið til leiðbeiningar frá árinu 2000 sem samtök
hjúkrunarfélaga í Evrópu (European Network of
Nurses Organisations, ENNO) og fastanefnd um
hjúkrunarmálefni í Evrópusambandinu (Standing
Committe of Nurses of the EU, PCN) gáfu út
(PCN, 2000). í þessum leiðbeiningum er útskýrt
að sérfræðingur í hjúkrun (specialist nurse) hafi
formlegt nám og þjálfun umfram hjúkrunarnám
og eins árs starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur
áður en námið hefst, sjá töflu 5.
Tilmæli fastanefndar um hjúkrunarmálefni Evrópusam-
bandsins um sérfræðimenntun í hjúkrun (PCN, 2000).
Kröfur til sérfræöináms
1. Námið fer fram í háskóla og aðgangur að klíník er tryggður
fyrir kliniska þjálfun.
2. Námið er i boði reglulega (þ.e. ekki einstaka tímabundin nám-
skeið) og námsskrá er uppfærð eftir þörfum.
3. Námið erviðurkennt afviöeigandi yfirvöldum.
4. Námið hefur sérstakar forkröfur.
5. Kennarar sinna náminu í fullu starfi og hafa meistara- eða
doktorsmenntun.
6. Námið er skipulagt og stjórnað i nánu samstarfi við hjúkrunar-
félag og sérfræðinga.
7. Námiö tekur að minnsta kosti eitt ár og inniheldur að lágmarki
720 klst. fræðilegs náms (fyrirlestrar og sjálfsnám) og að lág-
marki 50% af heildarnámstíma er klinísk þjálfun.
Tafla 5
Þegar námsskrár hjúkrunarfræðideildanna á íslandi
(Kennsluskrá, 1998-1999, 2001-2002, 2004-2005;
meistaragráðunám, e.d.; meistaranám,2004; náms-
skipulag, e.d.) eru skoðaðar kemur berlega í Ijós að
. þær uppfylla ekki þær kröfur sem bandarísku sam-
tökin leggja til grundvallar meistaranámi. Þótt leið-
beiningarnar frá Evrópu séu mun óljósari varðandi
námsstig sérhæfingarinnar er ljóst að námsskrárnar
á Islandi eru ekki í samræmi við þær. Aherslan er
fyrst og fremst rannsókna- og fræðilegs eðlis, sem
Timarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004