Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 34
ákvað að mennta sálfræðinga til fullra starfsréttinda þegar hjúkrunarfræðingar hafa ekki enn skilgreint hvað nákvæmlega felst í því að vera sérfræðingur í hjúkrun á Islandi. þeirra hvar sem þjónustan er veitt (American Association, 1997). Hjúkrunarfræðideild HI eða heilbrigðisdeild HA hafa ekki, frá því meistaranám í deildunum hófst, sagt skýrt og skilmerkilega hvernig námið þar á að auka klíníska færni og starfsréttindi hjúkrunarfræðinga í þjónustu við skjólstæðinga eins og eðlilegt hlýtur að teljast. Hvers vegna ætti fólk að leggja á sig tveggja til þriggja ára fullt nám án þess að vita hvað það ber úr býtum? Sú tíð er liðin að fólk geti búist við „verkefnavinnu" eða „fræðslu- verkefnum" eftir framhaldsnám. í þróunaráætlun hjúkrunarfræðideildar HÍ fram til ársins 2006 er ekki tekin skýr afstaða um klínískt nám í meistaranáminu heldur er aðaláherslan í skýrslunni á það hvernig efla megi rannsókna- virkni í deildinni. Þó er vísað til reglugerðar um sérfræðingsleyfi og ýjað að því að deildin ætli að byggja upp einhvernskonar “þjálf- un” fyrir sérfræðinga fyrstu tvö árin eftir útskrift (þróunaráætlun, 2001). Að mínu mati á slík þjálfun að fara fram meðan á náminu stendur þannig að hjúkrunarfræðingarnir séu tilbúinir að vinna sem sérfræðingar strax eftir útskrift. Kröfur samtaka sérfræðinga í hjúkrun í Bandaríkjunum Aralöng hefð er fyrir námi og störfum sérfræðinga í hjúkrun í Bandaríkjunum og samtök 480 hjúkrunarskóla þar (American Association of Colleges of Nursing, AACN) birtu yfirlýsingu um samræmd grundvallaratriði menntunar á meistarastigi (American Association, 1996). I töflu 4 koma fram meginþættir í námsskránni. Sömuleiðis birtu samtök klíníslcra sérfræðinga í Bandaríkjunum leiðbeiningar um starf og menntun klínískra sérfræðinga sem byggist á fyrrnefndri námsskrá (National Association, 1998, 2004). Samræmd námsskrá meistaranáms í hjúkrunarfræöi (American Association, 1996) Meginatriöi námsskrár á meistarastigj____________________________________ 1. Kjarni meistaranáms samanstendur af námskeiöum um: rannsóknir, stefnu, skipu- lag og fjármögnun heilbrigðiskerfisins, siðfræöi, hlutverk fagmanns og stéttar, þekkingargrunn hjúkrunar, fjölmenningu og þjóðfélagsmál og heilsueflingu og forvarnir. 2. Kjarni sérfræðistarfs inniheldur námskeið um: sérhæft heilsu- og likamsmat, sérhæföa lífeðlisfræði og meinalífeðlisfræði og sérhæfða lyfjafræði. 3. Námskeið sérgreinar samanstendur af námskeiðum og klínískri þjálfun sem við- komandi fagdeild sérgreinarinnar gerir kröfur um. 4. Klínísk starfsþjálfun á námstíma er aö lágmarki 500 klukkustundir. Meginhlutverk meistaranáms í hjúkrun á að vera undirbún- ingur undir klínískt starf sérfræðings að mati samtaka hjúkr- unarskólanna. Samtökin benda á að til að halda í við breytingar í heilbrigðisþjónustunni verði sérfræðingar í hjúkrun að geta sinnt sjúklingum á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og þeir verði að geta skipulagt nýjar aðferðir og metið árangur Tafla 4 Kröfur Evrópusambandsins Þó saga framhaldsmenntunar og sérfræðihlut- verka hjúkrunarfræðinga sé löng í Bandaríkunum er einnig mikið að gerast í Evrópu á þeim vett- vangi. Það er því full ástæða til að fylgjast vel meðj þróun mála þar. Ástæðan er einföld, tilskipanir Evrópusambandsins um málefni hjúkrunarfræðinga taka gildi hér á landi sjálfkrafa vegna þátttöku J okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi ekki gefið út formlega tilskip- un um sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga hafa verið til leiðbeiningar frá árinu 2000 sem samtök hjúkrunarfélaga í Evrópu (European Network of Nurses Organisations, ENNO) og fastanefnd um hjúkrunarmálefni í Evrópusambandinu (Standing Committe of Nurses of the EU, PCN) gáfu út (PCN, 2000). í þessum leiðbeiningum er útskýrt að sérfræðingur í hjúkrun (specialist nurse) hafi formlegt nám og þjálfun umfram hjúkrunarnám og eins árs starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur áður en námið hefst, sjá töflu 5. Tilmæli fastanefndar um hjúkrunarmálefni Evrópusam- bandsins um sérfræðimenntun í hjúkrun (PCN, 2000). Kröfur til sérfræöináms 1. Námið fer fram í háskóla og aðgangur að klíník er tryggður fyrir kliniska þjálfun. 2. Námið er i boði reglulega (þ.e. ekki einstaka tímabundin nám- skeið) og námsskrá er uppfærð eftir þörfum. 3. Námið erviðurkennt afviöeigandi yfirvöldum. 4. Námið hefur sérstakar forkröfur. 5. Kennarar sinna náminu í fullu starfi og hafa meistara- eða doktorsmenntun. 6. Námið er skipulagt og stjórnað i nánu samstarfi við hjúkrunar- félag og sérfræðinga. 7. Námiö tekur að minnsta kosti eitt ár og inniheldur að lágmarki 720 klst. fræðilegs náms (fyrirlestrar og sjálfsnám) og að lág- marki 50% af heildarnámstíma er klinísk þjálfun. Tafla 5 Þegar námsskrár hjúkrunarfræðideildanna á íslandi (Kennsluskrá, 1998-1999, 2001-2002, 2004-2005; meistaragráðunám, e.d.; meistaranám,2004; náms- skipulag, e.d.) eru skoðaðar kemur berlega í Ijós að . þær uppfylla ekki þær kröfur sem bandarísku sam- tökin leggja til grundvallar meistaranámi. Þótt leið- beiningarnar frá Evrópu séu mun óljósari varðandi námsstig sérhæfingarinnar er ljóst að námsskrárnar á Islandi eru ekki í samræmi við þær. Aherslan er fyrst og fremst rannsókna- og fræðilegs eðlis, sem Timarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.