Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 20
Valgerður Katrín Jónsdóttir Hjúkrun 2004 Ráðstefnan Hjúkrun 2004 var haldin á Hótel Nordica 29. og 30. apríl. Elsa B. Friðfinnsdóttir setti ráðstefnuna og sagði m.a. að ráðstefnan væri haldin í samvinnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og háskólanna tveggja þar sem hjúkrunarfræöi er kennd, Háskóla íslands og Háskólans á Akureyri. Hún sagöi mikla grósku í rannsóknum í hjúkrun, einkum eftir að meistaranám hófst í báðum háskólunum, og fjölmargir hjúkrunarfræðingar, eða um 20, hefðu auk þess lokið doktorsprófi. Fram til þessa hafa hjúkrunarfræðingar þurft að leita til útlanda í doktorsnám en haustið 2004 hefja fyrstu doktorsnemarnir nám við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands. Elsa þakkaði undirbúningsnefnd ráðstefnunnar vel unnin störf en í henni áttu sæti Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hafdís Skúladóttir, Hildigunnur Svavarsdóttir, Páll Biering og Sóley S. Bender. Þá þakkaði hún vísindanefnd sem valdi fyrirlesara en í henni áttu sæti Auðna Agústsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir. gestafyrirlesari ráðstefnunnar en hún mun rita grein sem unnin verður upp úr fyrirlestrinum og verður hún birt í Tímariti hjúkrnnarfræðinga síðar á árinu. Sóley fjallaði um ferska strauma varðandi kynlífsheilbrigði. Alls voru fluttir 30 fyrirlestrar í tveimur sölum og gátu ráðstefnugestir farið á milli sala til að velja það sem þeim fannst áhugaverðast því tímaáætlanir stóðust og skipulag ráðstefnunnar var til fyrirmyndar. 13 veggspjaldakynningar voru á ráðstefnunni og kusu ráðstefnugestir besta veggspjaldið en það sagði frá heilsu og líðan staðarnemenda við Idáskólann á Akureyri og var unnið af Kristínu Þórarinsdóttur, Sólveigu Tryggvadóttur, Þórdísi Rósu Sigurðardóttur og Heiðu Hauksdóttur. Níu fyrirtæki kynntu vörur sínar. Milli fyrirlestra og í kaffihléi mátti sjá ráðstefnugesti skoða hinar margvíslegustu hjúkr- unarvörur. Ráðstefnubókin með öllum útdráttu- num er til sölu á skrifstofu félagsins. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ogtryggingamálaráðherra, ávarpaði ráðstefnugesti og sagði greinilega mikla grósku í rannsóknum hjúkrunarfræðinga enda væru æ meiri kröfur gerðar til þeirra sem stunda heilbrigðisvísindi og faglegur metnaður greini- lega mikill hjá hjúkrunarfræðingum. Margrét Eir Hjartardóttir söng nokkur lög við undirleik Karls Olgeirssonar og svo var komið að öðrum gestafyrirlesara ráðstefnunnar, David Kahn, lektor við Texasháskóla í Austin, en hann ræddi um gagn- semi eigindlegrar rannsóknaraðferðar. Sóley Bender var hinn 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.