Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 20
Valgerður Katrín Jónsdóttir
Hjúkrun 2004
Ráðstefnan Hjúkrun 2004 var haldin á Hótel Nordica 29.
og 30. apríl. Elsa B. Friðfinnsdóttir setti ráðstefnuna og
sagði m.a. að ráðstefnan væri haldin í samvinnu Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga og háskólanna tveggja þar sem
hjúkrunarfræöi er kennd, Háskóla íslands og Háskólans á
Akureyri. Hún sagöi mikla grósku í rannsóknum í hjúkrun,
einkum eftir að meistaranám hófst í báðum háskólunum, og
fjölmargir hjúkrunarfræðingar, eða um 20, hefðu auk þess
lokið doktorsprófi. Fram til þessa hafa hjúkrunarfræðingar
þurft að leita til útlanda í doktorsnám en haustið 2004
hefja fyrstu doktorsnemarnir nám við hjúkrunarfræðideild
Háskóla íslands.
Elsa þakkaði undirbúningsnefnd ráðstefnunnar vel unnin
störf en í henni áttu sæti Aðalbjörg J. Finnbogadóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hafdís Skúladóttir, Hildigunnur
Svavarsdóttir, Páll Biering og Sóley S. Bender. Þá þakkaði hún
vísindanefnd sem valdi fyrirlesara en í henni áttu sæti Auðna
Agústsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir og
Sigríður Halldórsdóttir.
gestafyrirlesari ráðstefnunnar en hún mun rita
grein sem unnin verður upp úr fyrirlestrinum og
verður hún birt í Tímariti hjúkrnnarfræðinga síðar
á árinu. Sóley fjallaði um ferska strauma varðandi
kynlífsheilbrigði.
Alls voru fluttir 30 fyrirlestrar í tveimur sölum
og gátu ráðstefnugestir farið á milli sala til að
velja það sem þeim fannst áhugaverðast því
tímaáætlanir stóðust og skipulag ráðstefnunnar
var til fyrirmyndar. 13 veggspjaldakynningar voru
á ráðstefnunni og kusu ráðstefnugestir besta
veggspjaldið en það sagði frá heilsu og líðan
staðarnemenda við Idáskólann á Akureyri og
var unnið af Kristínu Þórarinsdóttur, Sólveigu
Tryggvadóttur, Þórdísi Rósu Sigurðardóttur og
Heiðu Hauksdóttur. Níu fyrirtæki kynntu vörur
sínar. Milli fyrirlestra og í kaffihléi mátti sjá
ráðstefnugesti skoða hinar margvíslegustu hjúkr-
unarvörur. Ráðstefnubókin með öllum útdráttu-
num er til sölu á skrifstofu félagsins.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ogtryggingamálaráðherra, ávarpaði
ráðstefnugesti og sagði greinilega mikla grósku í rannsóknum
hjúkrunarfræðinga enda væru æ meiri kröfur gerðar til þeirra
sem stunda heilbrigðisvísindi og faglegur metnaður greini-
lega mikill hjá hjúkrunarfræðingum. Margrét Eir Hjartardóttir
söng nokkur lög við undirleik Karls Olgeirssonar og svo var
komið að öðrum gestafyrirlesara ráðstefnunnar, David Kahn,
lektor við Texasháskóla í Austin, en hann ræddi um gagn-
semi eigindlegrar rannsóknaraðferðar. Sóley Bender var hinn
18 Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004