Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 50
Litið um öxl
■ ■
- Orlagarík ákvörðun -
Ég man eins og gerst hefði í gær, ég sit í rútunni á leiö frá
Dalvík til Akureyrar. Það er sólríkur sumardagur árið 1954.
Erindið til Akureyrar veldur mér þó nokkrum heilabrotum
- ég hafði látið vinkonu mína á Dalvík telja mig á að sækja
um vinnu á sjúkrahúsinu en þar var hún fyrir stuttu farin
að vinna til að geta verið nálægt föður sínum sem lá þar
mikið veikur. Hún bjó í kvistherbergi í Höfnershúsinu og
vildi fá mig í félagsskap þar. Ég hafði aldrei stigið fæti inn
á sjúkrahús, ekki einu sinni í heimsókn, og hafði satt að
segja lagt það að jöfnu við að vinna í sláturhúsinu heima
en það hafði ég aldrei getað hugsað mér. En nú varð ekki
aftur snúið og yrði ég að láta á þetta reyna.
Ég skunda upp kirkjutröppurnar og Eyrarlandsveginn, fram
hjá Lystigarðinum og nú blasir Fjórðungssjúkrahúsið við, þessi
glæsilega bygging sem hafði verið tekin í notkun árið áður.
Mér var vísað til Ragnheiðar Arnadóttur yfirhjúkrunarkonu,
sem tekur mér Ijúflega. Vinkonan hafði greinilega staðið sig vel
svo hún hefur góða trú á Dalvíkingum. Geturðu byrjað strax,
spyr hún, og eftir jákvæðar undirtektir fer hún með mig til að
máta vinnuföt, kjól, svuntu og meira að segja smá-kappa til að
halda hárinu frá andlitinu. Ég á að vera gangastúlka á vakt L
og H sem þýðir að ég vinn tvískipt (sem var það algengasta),
er á lyfjadeild fyrir hádegi og síðan seinnipartinn á handlæknis-
deildinni. Nú var klukkan að nálgast 11 og sagði hún passa
að ég ynni bara út í eitt þennan dag og yrði á L-deild fram til
15:30 að vaktin flyttist upp á H-deild.
Þar með var þetta ákveðið og hún leiddi mig fyrstu skrefin inn í
heilbrigðiskerfið, fór með mig til deildarstjóranna þar sem mér
var vel tekið og sagt frá fyrirkomulagi vakta. A lyfjadeildinni
var ég sett í mitt fyrsta formlega verk. Það var að grófhreinsa
mjög óhreint tau úr lokuðum skolpotti, heldur óþrifaiegt verk,
en féll svo sem ekki langt frá mínum neikvæðu hugmyndum
um sjúkrahússtörf. Ég hugsaði vinkonu minni þegjandi þörfina
að hafa platað mig út í þetta.
Nú var komið hádegi og matartíminn að byrja, ég á að mata
gamla konu sem er á stórri sex rúma stofu. Ég legg af stað
með matarbakkann en þegar ég kem að dyrunum
sé ég loga rautt ljós yfir þeim svo ég sný frá
með bakkann og segi þeim í býtibúrinu að það
sé rautt ljós, hvort megi nokkuð fara þar inn.
Deildarstjórinn, sem var að skammta á diskana,
leit með undrunarsvip á þennan einfeldning sem
ekki skildi að gamla konan var auðvitað að hringja
eftir aðstoð. Annar eins álfur hafði trúlega aldrei
komið þarna til starfa fyrr. Þetta varð svo frægt að
það var notað í innanhússgríni á næstu árshátíð!
En fyrir mér þýddi bara rautt ljós annaðhvort
stopp eða aðvörun.
Ekki var nú byrjunin gæfuleg, en áfram leið
dagurinn með nýjum viðfangsefnum og má segja
að allt færi batnandi þannig að er ég að loknum
fyrsta vinnudeginum hitti loks vinkonu mína
var ég orðin bjartsýn og sátt við sumarvinnuna.
Og svo fór að ég ílentist þarna en hún hvarf til
annarra starfa.
Sem gangastúlka fór maður smám saman að taka
þátt í umönnun sjúklinga og vinnu með hjúkr-
unarnemunum sem þarna voru í námsdvöl í sex
mánuði og voru nánast í hjúkrunarkvennastörf-
um, t.d. einar á næturvöktum með gangastúlku
sér til aðstoðar. Það voru ekki síst kynni mín af
48
Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004