Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 25
Þórunn A. Einarsdóttir
FRÁ FÉLAGINU
Suöurnesjadeildin fagnar
afmælisári
á
Suöurnesjadeildin fagnar á afmælisári
Suöurnesjadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræöínga hefur nú lokiö hefðbundnu vetrarstarfi. Margt hefur veriö
gert á liðnum vetri enda lagt upp meö aö hafa dagskrána veigameiri en oft áður þar sem í garö gekk 30.
starfsár deildarinnar en deildin var stofnuð 4. júlí 1974.
Rúna og íris á bráðamóttökunni.
12. mai - hjúkrunarfræðingar HSS buðu upp á bakkelsi.
7. mai - vorferðin (Eldhestar).
Nokkrir stofnfélagar Suðurnesjadeildar F.í.h.tErna Björnsdóttir,
Eygló Geirdal, Emelía Guðjónsdóttir og Sigriður Árnadóttir.
Vetrarstarfið hefur gengið mjög vel og þátttaka
verið góð. Margt mjög fróðlegt og skemmtilegt
hefur verið gert og reynt að höfða til mjög breiðs
starfssviðs og áhugasviðs félagsmanna.
Eftir gott jólafrí var haldið áfram og í janúar haldinn fræðslu-
dagur um lungnasjúkdóma. Fyrirlesarar voru þau Rósa
Jónsdóttir lungnahjúkrunarfræðingur og Olafur Baldursson
lungnalæknir. Heppnaðist þessi dagur einstaklega vel, bæði
að þátttöku og efni, enda frábærir fyrirlesarar á ferðinni. Þegar
kom fram í mars var boðið upp á námskeið sem ljósmæður
óskuðu sérstaklega eftir. Námskeiðið hét „Lyf fyrir þungaðar
konur og mæður með börn á brjósti". Fyrirlesarinn var dr.
Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við HI.
Fyrir jól var boðið upp á fyrirlestur um hvernig
taka má upp kímni í starfi og einkalífi. Við
fengum Elsu Friðfinnsdóttur, formann F.í.h.,
og Helgu Birnu Ingimundardóttur, hagfræðing
F.í.h. í heimsókn. Reyndist það góð kvöldstund
þar sem að umræðurnar urðu mjög líflegar og í
alla staði skemmtilegar og gagnlegar. I nóvember
komu fjórir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar,
sem starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, og
kynntu lokaverkefni sín til BS-gráðu í hjúkr-
unarfræði. Voru þetta þau Elínborg Olafsdóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir og María Fjóla
Harðardóttir, allar útskrifaðar frá HI, og Jón
Garðar Viðarsson er lauk sínu námi frá HA.
Jólafundurinn var haldinn í lok nóvember og sáu
hjúkrunarfræðingar utan almennra sjúkrastofn-
ana um skipulagningu. Þátttaka var góð sem
endranær þar sem markmið fundarins er að
ná hópnum saman og leyfa léttleikanum að
ráða ríkjum. I ár voru ný húsakynni Kaffitárs í
Njarðvfk skoðuð, snæddur yndislegur jólamatur
á veitingahúsinu Chico (Atlanta) og auðvitað var
skipst á jólapökkum og farið í leiki.
23. apríl var boðið til afmælismóttöku í samkomusal
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Tilefnið var 30 ára afmæli
svæðisdeildarinnar. Við þetta tækifæri var FISS gefið listaverk
eftir myndlistarkonuna Sossu sem þakklætisvottur fyrir veitt-
an stuðning í gegnum tíðina. Myndin á að tákna hjúkrunar-
fræðinga og ber nú heitið „Trú, von og kærleikur". Gaman var
að sjá hversu margir höfðu tök á því að koma þennan dag en
sumir komu lengra að en aðrir til þess að hitta gamla vinnu-
félaga og vini.
Vetrarstarfinu lauk með aðalfundi 5. maí og síðan vorferð
7. maí. Vorferðin í ár var í höndum hjúkrunarfræðinga og
ljósmæðra á fæðingardeild HSS. Leiðin lá á Selfoss þar sem
Heilbrigðisstofnun Suðurlands var skoðuð. Móttökurnar þar
voru frábærar og þökkum við kærlega fyrir okkur. 1 leiðinni var
Garðyrkjuskólinn í Hveragerði skoðaður, nokkrar fóru á hestbak
hjá Eldhestum, kíkt var í vinnusmiðju Sjaínar Har listakonu og
síðan endað á veitingahúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri þar
sem humar var borðaður af mikilli elju og ástríðu.
Svæðisdeildin er nú farin í frí enda framundan vonandi
nokkrar vikur með sumar og sól. Bestu kveðjur til ykkar allra
og hafið það sem best í sumar.
Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004 2