Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREIN
Sérfræöingar í hjúkrun
veitir mjög takmarkaðan undirbúning fyrir klínískt
starf. Annað mikilvægt atriði sem hafa þarf í huga
er að nám á Islandi fáist viðurkennt á hinum sam-
ræmda atvinnumarkaði Evrópu.
Hlutverk sérfræðinga
Klínískur sérfræðingur samþættir þekkingu á
sjúkdómum og læknismeðferð og sérhæfða hjúkr-
unarmeðferð með það markmið að fyrirbyggja, viðhalda
eða lina. Sérfræðingur hannar, framkvæmir og metur
meðferð til að ná bestu útkomu á hagkvæmastan hátt,
hann er leiðtogi og bakhjarl í eflingu hjúkrunar og
frumkvöðull í þverfaglegu samstarfi til að finna nýjar
lausnir á skipulags- og kerfismálum á öllum stigum
þjónustunnar (National Association, 1998, 2004).
Sérfræðingar geta starfað á ýmsum sviðum og á ýmsan
hátt. Þeir geta einbeitt sér að ák\æðnum hópum (t.d.
börnum, öldruðum), unnið á ákveðnum stað (t.d.
slysadeild), sérhæft sig í ákveðnum sjúkdómum (t.d.
sykursýki) eða þjónustu (t.d. geðmeðferð) eða sér-
stökum vandamálum (t.d. verkja- eða sárameðferð).
Ahrif sérfræðinga óháð hvernig þeir hafa sérhæft
sig beinist að þremur megin sviðum: sjúklingum/
skjólstæðingum, starfsfólki hjúkrunar og stofnuninni
(National Association, 1998, 2004).
Þegar litið er á ensk hjúkrunartímarit koma í Ijósj
margar greinar þar sem sagt er frá því hvernig
hjúkrunarfræðingar í Englandi taka frumkvæði í að
bæta þjónustu við sjúklinga með því að stjórna og
framkvæma hjúkrun og meðferðir sem áður voru
ekki á þeirra færi. Hér eru nokkur dæmi: göngu-
deild fyrir blæðingatruflanir kvenna (Swinburne,
2002), blóðþynningargöngudeild (Packham, 2003),
nýburadeild stjórnað eingöngu af hjúkrunarfræðin-
gum og útskriftir af gjörgæsludeild, stjórnað af
hjúkrunarfræðingum (Ganguli, 2003; 2003a), lyf-
jaávísanir í líknarmeðferð (Mula og Ware, 2003),
göngudeild fyrir augnbotnarannsóknir (Watkinson
og Scott, 2003) og bæklunardeild þar sem aðeins
vinna hjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar
(Strachan-Bennett, 2004). Svona mætti lengi telja.
I Einnig hafa Irar skilgreint hlutverk sérfræðinga í
hjúkrun og ljósmóðurfræði og má margt af þeirra
vinnu læra (Wikham, 2003).
Sérfræðingar á Islandi
Veturinn 2000-2001 vann hópur á Landspítala-
háskólasjúkrahúsi að því að semja starfslýsingu
fyrir ldíníska sérfræðinga. Þetta var gert þar sem hjúkrunar-
fræðingar LSH sáu þörfina fyrir að koma starfi sérfræðinga
í hjúkrun formlega á enda hefur það víða komið fram að
sérfræðingar í hjúkrun eru alls staðar til taks þar sem hjúkrun
er í hæsta gæðaflokki (Hrafn Oli Sigurðsson, 2003). í þessari
vinnu var starfssvið sérfræðings skilgreint á eftirfarandi hátt:
Starfssvið klínísks sérfræðings í hjúkrun er margvíslegt og
skiptist í fimm meginhlutverk: hjúkrun, fræðslu, ráðgjöf,
rannsóknir og starfsþróun. Ásamt öðrum hjúkrunarfræðingum
ber kh'nískur sérfræðingur í hjúkrun ábyrgð á að skjólstæðing-
ar njóti bestu hjúkrunar sem möguleg er á hverjum tíma.
Klínískur sérfræðingur í hjúkrun stuðlar að auknum gæðum
hjúkrunarþjónustunnar og er frumkvöðull og leiðtogi í hjúkrun
| (Hrafn Óli Sigurðsson o.fl., 2001).
Jafnframt var tekið mið af skipulagi Lyon (1996) sem skipti
starfi sérfræðinga í þrjú stig eftir umfangi: hjúkrun skjól-
stæðinga og fjölskyldna, árangursstjórnun og hjúkrunarráðgjöf
sem nýtist stofnuninni allri (sjá töflu 6).
Undanfarin 15 ár hafa hjúkrunarfræðingar með sérfræði-
menntun á meistarastigi starfað á sjúkrahúsunum í Reykjavík
og víðar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem sérfræðingar án
formlegs stöðuheitis og hefur starfið ekki náð að festast í sessi.
Astæður þess eru sennilega margvíslegar og má nefna skort
á hefð og almenna tregðu við nýjungum. Nú hafa fyrstu sér-
I fræðingarnir í hjúkrun verið formlega ráðnir við Landspítala-
háskólasjúkrahús með stöðuheiti sérfræðings. Það er því mjög
mikilvægt að vel takist til að móta og festa hlutverk sérfræðinga
í hjúkrun í sessi á formlegan hátt.
Niðurstaða
Hjúkrunarfræðingará íslandi þurfa að skilgreina hvað sérfræðing-
ur í hjúkrun er og hvaða starfsréttindi umfram almennt hjúkr-
unarleyfi sérfræðileyfið veitir. Jafnframt þurfa menntastofnanir
hjúkrunar að taka afstöðu til þess hvort þær ætla að mennta
sérfræðinga eins og raunar hlýtur að vera krafa um bæði frá stétt-
inni sjálfri og þjóðfélaginu og þá setja upp nám sem sannanlega
undirbýr nemendur fyrir starf sem sérfræðingar. Síðast en ekki
síst verða forsvarsmenn heilbrigðisstofnana að skapa svigrúm
fyrir sérfræðingana til að vinna og sanna gildi sitt á íslandi eins
og þegar hefur verið gert erlendis.
Áhugi hjúkrunarfræðinga á sérhæfingu er mikill og þörf þjóð-
félagsins fyrir sérfræðinga í hjúkrun er meiri í dag en fyrir
30 árum. Það er því forgangsmál að búa þannig um hnútana
að hjúkrunarfræðingar geti með reglubundnum hætti farið í
framhaidsnám í klínískri sérhæfingu að hluta eða öllu Ieyti á
íslandi.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004