Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 49
ÞANKASTRIK
Endurhæfing og endurmenntun
hjúkrunarfræöings
Þankastrik - endurhæfing og
endurmenntun hjúkrunarfræðings
Eftir aldarfjórðung í starfi, lengst af við
hjúkrun sjúklinga í hjartaendurhæfingu, tek
ég púlsinn á sjálfri mér. Hann er fullhraður og
blóðþrýstingurinn við efri mörk. Líklega er þörf
á tilbreytni. Jú, námsleyfi er auðfengið. Þá er
best að athuga hvaða námskeið standa til boða
á vormisseri í hjúkrunarfræðideild Háskóla
Islands. Það ætti að hægja á hjartslættinum og
lækka þrýstinginn. Námskeið í hjúkrunarstjórn,
sálfræði og næringarfræði verða fyrir valinu.
Nú er ég klár í slaginn.
Undarlegt að vera aftur á leið í skólann. Sama
skólahúsið, sem nú heitir Eirberg, stendur þarna
enn og gegnir hlutverki sínu. Þá bjó ég á þriðju
hæð hússins og var aidrei á bíl en nú fyigir því
nokkur spenna að finna stæði á planinu stóra. Eg
rata enn um húsið og finn brátt kennslustofuna.
Nemendurnir tínast inn. Sumir eru svangir, koma
með morgunverðinn með sér og maula í tíma. A
sínum tíma hefði það ekki þótt viðeigandi en þá
fengum við skammtað kaffiduft. Ég á enn boxið
sem ég hafði undir skammtinn minn og biátt glas
sem ég drakk kaffið úr alla morgna árin þrjú.
Mér léttir þegar kennslustundin hefst. Bæði
kennarar og nemendur taka mér vel. Ég get ekki
fundið betur en ég falli ágætlega í hópinn þótt
flestir séu talsvert yngri en ég.
Kennararnir ganga skörulega til verks.
Kennsluefnið birtist skýrum stöfum á tjaldinu.
Þegar ég var í hjúkrunarskóianum á sínum tíma
var notast við töflur og krít. Þá var námið aðailega
verklegt en nokkurra vikna fræðileg námskeið
haldin á hverju ári. Nú er kennslugögnin að finna
á netinu nemendum til hagræðis.
Karitas Kristjánsdóttir
marki. Nemendur fá skemmtilegt verkefni:
Fimm sfðna ritgerð um leiðtoga sem hver
nemandi velur eftir eigin höfði. Ymsar til-
lögur heyrast, svo sem Jón Sigurðsson,
Gandhi, Don Kíkóti og Andrés önd. Enginn
lætur uppi sitt val. Það er einkamál.
Það er gaman að hlusta á fyrirlestrana í sálfræði. Þeir kveikja
ýmsar vangaveltur um mannlega hegðun. Kennarinn bendir
sérstaklega á eitt verkefni og hvetur nemendur til að undir-
búa sig vel fyrir próf: Fyrirtíðaspenna - er hún til? Verið
með eða á móti og rökstyðjið skoðun ykkar. Verkefnið hlýtur
góðar undirtektir þótt nokkrir hafi aldrei reynt slíka spennu á
sjálfum sér.
Næringarfræðslan bregst ekki. Fróðleik um næringarefni,
vítamín og steinefni, æskilega samsetningu fæðunnar og
ráðlagða dagskammta er vandlega komið til skila. Ég reikna út
dagskammta eins og fyrir er lagt og fyrr en varir er ég komin í
hlutverk neytandans. Jú, það er rétt - ég verð að leggja af.
Af gamalli skyldurækni sæki ég allar kennslustundir. Þessi
skólaganga mín fjörutíu árum eftir að ég útskrifaðist úr
Hjúkrunarskóla Islands stendur í fjóra mánuði. Allt í einu
er námstímabilinu lokið og ég velti fyrir mér eftirtekjunni.
Allir vita að endurmenntun er sjálfsögð skylda og ánægjuleg.
Ymislegt gat ég rifjað upp og ég aflaði mér nýrrar þekkingar af
mörgu tagi. Ávinningurinn er áþreifanlegur, hjartsláttur hægur
og blóðþrýstingur eðlilegur á ný.
Ég skora á Helgu Harðardóttur, hjúkrunarfræðing og ljósmóður
(Helga.Hardardottir@hgkop.is), að skrifa næsta pistil.
Karítas Kristjánsdóttir
hjúkrunarfræðingur á Reykjalundi
I hjúkrunarstjórn fæst sýn á hjúkrun á Landspítala
og siðareglur eru rifjaðar upp. Leiðtoginn er
í brennidepli, eiginleikar hans og frumkvæði,
tjáskipti og hvernig hann vísar veginn að settu
Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004
47