Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 29
FRA FELAGINU
Fundur alþjóöasamtaka hjúkrunar-
fræðinga, lækna og lyfjafræöinga
og sýn einkageirans á heilbrigðisþjónustuna.
Ýtarleg umfjöllun um þennan sögulega fund er að
finna á heimasíðu samtakanna www.whpa.org.
Alnæmisfaraldurinn
| Eitt meginumfjöllunarefni fundarins var sú
alvarlega staða sem uppi er í heiminum út af
útbreiðslu HlV-veirunnar og meðferð við alnæmi.
Einn aðalfyrirlesari fundarins var Stephen Lewis
sem nú starfar sem nokkurs konar erindreki Koíi
Annans í baráttunni gegn alnæmi. Lewis gerði
fundarmönnum grein fyrir sláandi staðreynd-
um varðandi útbreiðslu HIV, einkum í Afríku
og Suðaustur-Asíu, og hvaða áhrif skortur á
meðferð getur haft fyrir heilu þjóðirnar. Meðal
þeirra staðreynda, sem Lewis benti á, var að nú
þarfnast um sex milljónir manna meðferðar við
alnæmi. Konur eru 67% smitaðra einstaklinga
já aldrinum 15-24 ára í Afríku. Ef fram fer sem
horfir verður heil heimsálfa án kvenna áður en
langt um líður. Því er spáð að árið 2010 verði 20
milljónir munaðarleysingja í Afríku. Nú er svo
komið að í fjölda fjölskyldna eru báðir foreldrar
látnir og ömmur sjá nú um fjölda barnabarna
sinna. Lewis sagði sögu af 73 ára ömmu sem
hafði misst öll fimm fullorðin börn sín á árunum
2000-2002. Hún annaðist nú fjögur barnabörn
sín sem öll eru smituð af HIV. Ömmurnar grafa
börnin sín og hugsa um barnabörnin í dauðastríði
þeirra. Ný fjölskyldugerð er orðin staðreynd í
Afríku, þ.e. systkinafjölskyldur. Þá er átt við að
allir fullorðnir einstaklingar í fjölskyldunni eru
látnir og elsta barnið í fjölskyldunni reynir að
halda heimili fyrir yngri systkini sín. Lewis sagði
yngsta höfuð slíkrar fjölskyldu, sem hann hafði
hitt, vera sex ára. Þvílík neyð.
Lewis gagnrýndi harðlega hversu framlög hinna
ríku þjóða til þróunarhjálpar væru lítil hlut-
fallslega, þar með til baráttunnar gegn HIV og
meðferðar við alnæmi. Hann benti á að aðeins
fjórar þjóðir væru nú búnar að ná hinu göfuga
markmiði að veita 0,7% af vergri landsframleiðslu
sinni til þróunarmála, þ.e. Noregur, Svíþjóð,
Danmörk og Holland. Hann gagnrýndi harðlega
þá stefnu að ríki heims virtust ætíð tilbúin til að
setja fjármagn í hernað en ekki í fólk. Hann taldi
að þjóðir heims hefðu ekki enn áttað sig á því
alvarlega ástandi sem væri að skapast með þeim
mikla fjölda sem væri án meðferðar við alnæmi,
og hvaða áhrif það kæmi til með að hafa á heimsbyggðina alla
þegar fram líða stundir. Vitnað var í orð Nelsons Mandela
þar sem hann sagði að alnæmisvandinn væri ekki heilbrigðis-
vandamál heldur mannréttindamál. Rétt er að benda á vef-
svæði Lewis fyrir þá sem vilja kynna sér störf hans nánar en
það er www.stephenlewisfoundation.org.
í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, The World
Health Report 2004, er fjallað um útbreiðslu HlV-veirunnar
og meðferð við alnæmi. Þar er meðal annars greint frá áætlun
sem kölluð er „3 by 5 strategy". Markmiðið með þeirri áætlun
er að árið 2005 fái 3 milljónir manna í þróunarríkjunum
meðferð við alnæmi.
Ályktun fundarins
Aðeins ein ályktun var borin upp til atkvæða á þessum fyrsta
sameiginlega fundi þessara þrennra alþjóðasamtaka megin-
heilbrigðisstétta. Sú ályktun fjallaði um HIV og alnæmi. 1
ályktuninni er Iögð áhersla á að alnæmisfaraldurinn sé öðrum
faröldrum alvarlegri, að konur og börn séu nú í sérstakri
hættu, að árangur fyrirbyggjandi aðgerða hafi þegar komið
skýrt fram, að líðan þeirra sem fá meðferð stórbatni og að ef
ekkert verði að gert geti heilu samfélögin nánast þurrkast út.
Þeir leiðtogar í Iæknisfræði, hjúkrunarfræði og lyfjafræði, sem
þarna voru saman komnir, skora því á stjórnvöld, alþjóðastofn-
anir og heilbrigðisstéttir að viðurkenna þann mikla vanda sem
við er að eiga og leggja nú þegar fram nægilegt fjármagn til
að ná megi tökum á útbreiðslu HIV og veita þeim meðferð
við alnæmi sem á þurfa að halda. Einnig skoraði fundurinn
á hjúkrunarfræðinga, lækna og lyfjafræðinga að taka forystu í
baráttunni gegn alnæmi og gerast málsvarar þeirra sem smit-
aðir eru af HIV.
Lokaorð
Þessi fyrsti sameiginlegi fundur alþjóðasamtaka hjúkrunar-
fræðinga, lækna og lyfjafræðinga bar þess nokkur merki
að vera frumraun. Slíkur sameiginlegur vettvangur þessara
þrennra stóru og áhrifamiklu samtaka er þó augljóslega bæði
nauðsynlegur og gagnlegur, ekki síst til að efla þekkingu milli
þessara faghópa og til að nýta þann kraft og þau áhrif sem sam-
tökin geta haft, leggi þau saman. Arangur þessa fyrsta fundar
er ótvíræður þó ekki væri nema fyrir það eitt að hóparnir líti
á sig sem samherja fremur en keppinauta, noti „og“ í stað „en
á hinn bóginn“.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004