Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 23
FRÁ FÉLAGINU Hjúkrun 2004 ráðstefna ÚTDRÆTTIR GESTAFYRIRLESARA FRAMHALD... eigindleg rannsóknaraðferö hafnar hugmyndinni um að unnt sé að sannprófa sem er svo mikilvæg í megindlegri aðferðarfræði þar sem tilgangurinn er ekki að segja fyrir og mæla fyrir um læknis- eða hjúkrunaraöferð. Tilgangur eigindlegrar rannsóknaraöferöar er hins vegar aö safna upplýsingum til að skilja hvaða merkingu fólk leggur í hugtökin að vera heilbrigður eða sjúkur og skilja þau tjáskipti sem eiga sér stað milli einstaklinga, svo sem sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Hann rakti upptök megindlegrar hugsunar, sem hefur mest verið notuö í raunvísindum. í efnisheimi raun- vísinda eru ákveðnar staðreyndir sem grundvallast ekki á gildismati, staöreyndirnar eru hlutlausar. Hann líkti þessari sýn við það að byggja kirkju, staðreyndirnar eru steinarnir sem byggt er úr. Ef þessi aðferð er notuð á mannlegtsamfélag þá geturhún ekki tekiö tillit til gildis- mats sem er innifaliö í öllu mannlegu atferli þar sem staöreyndir og gildismat eru óaðskiljanleg. Þannig er steinn steinn og verður aldrei annað, en hvað er góður bíll, gott lag eða ást? Hann benti á aö skilningur manna byggist á tungumálinu og það breytist í sífellu. Ekki er hægt að gera rannsóknir á fólki án þess að það skoði rannsakandann á móti og það er þessi staöa sem nefnist vettvangur í eigindlegum rannsóknum og því er ekki hægt að sannprófa eða endurtaka þaö sem gerist á sama hátt og hægt er að endurtaka t.d. lyfjagjöf, magn og tegundir. Hann sagði eigindlega rannsóknaraðferð mikilvæga í hjúkrun þar sem ekki væri einungis unnið með sjúkdómseinkenni heldur einnig með sjúklingana í veikindum þeirra. Hann sagðist í rannsóknum sínum leggja áherslu á mikilvægi frásagnarinnar, þær sögur sem sagöar eru auka skilning á því fólki og umhverfi sem verið er að rannsaka. Hann sagðist safna sögum og gera vettvangsathuganir sem hann túlkar svo eftir tilteknum aöferðum. David Kahn sagðis svo frá nokkrum rannsóknum sem hann hefur unniö að svo sem rannsókn á gömlu fólki af gyðingaættum og hvernig það skynjaði þjáninguna viö að eldast og veikjast og rannsókn á konum í Bandaríkjunum sem eru ættaðar frá Afríku og hafa fengið hjartaáfall og reynslu þeirra af því. Dagskrá verður nánar auglýst síðar UM EIGINDLEGAR RANNSÓKNIR veröur haldiö á Akureyri föstudaginn 17. september 2004 Þingiö er á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Aðalfyrirlesari og samræöufélagi verður prófessor Steinar Kvale og mun hann einnig stýra vinnusmiðju um viðtöl laugardaginn 18. september. Allirsem áhuga hafa á eigindlegum rannsóknum eru hvattirtil að nýta sér þetta tækifæri. Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.