Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 48
Halla Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Loft 2004 r Ráöstefna um tóbaksvarnir á Islandi Dagana 16. -17. september 2004 veröur haldin á Hótel Örk, Hverageröi ráöstefna um tóbaksvarnir á íslandi. Ráöstefnan er ætluð öllu heilbrigöisstarfsfólki, sem og ööru áhugafólki um tóbaksvarnir. Þetta er þriðja Loft ráðstefnan um tóbaksvarnir og að þessu sinni verður hún í umsjón Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Islands í Hveragerði. Ráðstefnan er sjálfstætt framhald af ráðstefnunni Loft 2002 sem haldin var af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í Mývatnssveit 27.-28. september 2002. Umfjöllun um Loft 2002 var birt í Tímariti hjúkrunarfræðinga 2.tbl.79. árg.2003 og hægt er að nálgast greinina í gegnum vefinn www. hjukrun.is. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Egilstöðum 1998. Hugmyndin er að fá sem Hestar heilbrigðisstofnanir í samstarf um að halda ráðstefnu á tveggja ára fresti vítt og breitt um Iandið. En meginmarkmið með ráðstefnunni er einmitt að efla samstarf allra sem vinna að tóbaksvörum á Islandi. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Heilsustofnunar NLFI, landlæknisembættisins, Lýðheilsustöðvar, ráðgjafar í reyk- bindindi, lækna gegn tóbaki, fagdeildar lungnahjúkrunar- fræðinga og fleiri aðila. A dagskránni eru mörg áhugaverð erindi innlendra og erlendra fyrirlesara auk þess sem vinnuhópar verða starfræktir. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni eru : • Reykleysismeðferð • Reyklaust umhverfi • Reyklaust tóbak/munntóbak Fyrri daginn flytja erindi Kari Huseby og Rita Lindbakfrá norska heilbrigðisráðuneytinu, þær ætla að segja okkur hvernig staðið var að banni á reykingum á börum og veitinga- og- skemmti- stöðum, og hvernig til hefur tekist. Lögin tóku gildi í Noregi þann 1. júní 2004. Þá verður Kristinn Tómasson með erindi um vinnuvernd og tóbaksvarnir og Anna Elísabet Olafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, verður með kynningu á stefnu og hlutverki Lýðheilsustöðvar. Auk þeirra verður Ásgeir Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsufræðum með erindið: Munntóbak, ógn eða blessun ? Seinni dagur ráðstefnunnar verður helgaður reyk- leysismeðferð og þar verður gestafyrirlesari Libby Rönnbeg hjúkrunarfræðingur Árekliniken. Auk hennar flytur fjöldinn allur af fulltrúum íslenskra meðferðaraðilaerindi.máþarnefnaHeilsustofnun NLFI, Landspítala Háskólasjúkrahús, Reykja- lund, Ráðgjöf í reykbindindi auk Guðjóns Berg- manns. Þá verður einnig erindi um klíniskar leiðbeiningar, en vinnusmiðjur ráðstefnunnar eru enn í mótun og verða kynntar á vefsíðu ráðstefnunnar www.hnlfi.is/loft2004 um leið og þær verða tilbúnar til kynningar. Fundarstjórar ráðstefnunnar verða Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúk- runarfræðinga og Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélagsins. í undirbúningsnefndinni sitja: Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsufræðum Karolinska Institutet, Stokkhólmi, Briged McEvoy, verkefnisstjóri tóbaksvarnarnámskeiða Heilsustofnunar NLFÍ, Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Kristján G. Guðmundsson yfirlæknir Heilsustofnunar NLFI, Pétur Heimisson formaður lækna gegn tóbaki, Rósa Jónsdóttir formaður fagdeildar lungnahjúkrunar- fræðinga og Vilborg Ingólfsdóttir yfirhjúkrunar- fræðingur Landlæknisembættinu. Búast má við fróðlegri og skemmtilegri ráðstefnu, og við vonumst til að sem flestir hjúkrunar- fræðingar mæti. Þrátt fyrir að góður árangur hafi náðst á liðnum árum eru reykingar enn eitt stærsta heilbrigðisvandamálið á íslandi. Full þörf er fyrir hjúkrunarfræðinga til að láta tóbaksvarnir og reykleysismeðferð til sín taka hvar sem þeir starfa. Betri árangur í tóbaksvörnum krefst öflug- rar samvinnu allra heilbrigðisstarfsmanna og þar gegna hjúkrunarfræðingar lykilhlutverki. Sjáumst í Hveragerði í september. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum: www.hnlfi.is/loft2004 46 Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.