Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 42
Valgerður Katrín Jónsdóttir
Hin hliöin
„Fararstjórastarfið er gífurlega lærdómsríkt"
- segir Sólborg Sumarliöadóttir
Deildarstjórinn í Hlíðabæ heitir Sólborg Sumarliðadóttir.
Sólborg tekur á móti ritstjóra Tímarits hjúkrunarfrœðinga íi
hinu veglega húsi Hlíðabæjar sem er á horni Flókagötu og
Lönguhlíðar og hefur fallist á að ræða reynslu sína af því
að vera fararstjóri.
Sólborg vann sem fararstjóri í Algarve í Portúgal fjögur sumur og
j fimmta sumarið var hún í fjóra mánuði á Mallorca ásamt eigin-
manni sínum Gylfa Gunnarssyni (skólastjóra Tónlistarskóla
Seltjarnarness). Það var sumarið '93 sem hún var á Mallorca.
„Við vorum hluta úr sumrum, hjónin. A þeim tíma sem
við vorum í þessu starfi höfðu kennarar langt sumarfrí ogl
maðurinn minn er kennari,“ segir hún. „Eg var þá að vinna á
gamla Borgarspítalanum og það var Sigríður Snæbjörnsdóttir
sem var þar hjúkrunarforstjóri. Hún og hennar meðstjórn-
endur sýndu þessu starfi mínu mikinn skilning, þær voru
skemmtilegar og víðsýnar þessar konur sem voru við stjórn-
völinn og fannst gaman að hjúkrunarfræðingar hefðu áhuga
á, getu og vilja til að takast á við eitthvað annað
líka. Ég fór oftast í launalaust leyfi, þær vissu aði
i ég kæmi aftur næsta haust.“
Hún segir það hafa verið algjöra tilviljun að þau
Tóru að vinna við fararstjórastarfið. Vinir þeirra
hafi verið að vinna við þetta í Portúgal árið 1989
er þau hófu þetta starf. „Fyrsta sumarið fór
maðurinn minn á undan mér til Portúgals, ég
kom seinna um sumarið og vann þá með honum
þar til haustaði. Þetta tímabil var gífurlega
lærdómsríkur hvað varðar mannleg samskipti
vegna þess að þú umgengst alls konar fólk, ég
kynntist mjög ólíku fólki og það er í senn bæði
lærdómsríkt og krefjandi en engu að síður mjög
| skemmtilegt.
Fyrstu vikuna „settum við í rólega gírinn“
íslendingar eru oft á tíðum ansi stressaðir og
i Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004