Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREIN Sérfræðingar í hjúkrun Metnaðarfullt skref var stigið í næstu reglugerð sem sett varárið 1993 þegarmeistaranám, licentiat- próf, doktorspróf eða sambærileg menntun ásamt tveggja ára starfsreynslu við sérgreinina að prófi loknu voru gerð að skilyrði fyrir sérfræðingsleyfi í hjúkrun (Reglugerð um veitingu sérfræðings- leyfa í hjúkrun, nr. 426/1993). Akvæðið um mat hjúkrunarráðs á námsskrá var fellt burtu og þeir sem þegar höfðu sérfræðileyfi héldu sínum rétt- indum. Tilgreindar voru sjö aðalgreinar sérfræði, sjá töflu 3, með heimild til að tilgreina sérsvið innan þeirra. Það er skemmst frá að segja að níu sérfræðingsleyfi voru veitt samkvæmt þessari reglugerð á þeim 10 árurn sem hún var í gildi (Heilbrigðisráðuneytið, munnl. uppl. 6/6/2002). Aðeins þrjú sérfræðingsleyfi voru veitt samkvæmt menntunarkröfum reglugerðarinnar og afgangurinn vegna tímabundinna ákvæða. Tafla 3 Sérfræöingsleyfi í hjúkrun skv. reglugerö 426/1993 Sérgrein 1. Barnahjúkrun 2. Fæðingarhjúkrun 3. Geðhjúkrun 4. Handlækningahjúkrun 5. Lyflækningahjúkrun 6. Heilsugæsluhjúkrun 7. Öldrunarhjúkrun Ný reglugerð um sérfræðileyfi, nr. 124/2003, tók gildi 12. febrúar 2003. Menntunarkröfur eru þær sömu og í fyrri reglugerð en hert er á starfsreynslunni og gerð krafa um samsvarandi tveimur árum í fullu starfi við sérgreinina eftir útskrift. Jafnframt er gert að skilyrði að „nám umsækjanda hafi að stærstum hluta" verið innan sérgreinarinnar sem sótt er um. Sérfræðileyfi eru veitt í klínískum sérgreinum en þær eru ekki tilgreindar í reglugerðinni og verður umsækjandi að skilgreina sjálfur hvaða sérgrein hann sækir um. Reglugerðin skilgreinir þó ekki hvaða rétt- indi sérfræðingurinn hefur umfram það sem almennt hjúkrunarleyfi veitir. Nýjung er einnig að leyfið er aðeins til 10 ára og þá gerð krafa um að umsækjandi starfi enn við sérgreinina og hafi viðhaldið þekkingu sinni í henni (Reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun, nr. 124/2003). Þetta er byggt á heimild í 5. grein hjúkrunar- laganna sem veitir ráðherra heimikl til að setja reglur um viðhaldsmenntun hjúkrunarfræðinga (Hjúkrunarlög, nr. 8/1974). Nánari útfærsla á því hvernig á að framfylgja þessari kröfu um símenntun liggur ekki fyrir. Þegar reglugerðirnar eru skoðaðar kemur greinilega í Ijós metnaður löggjafarvaldsins fyrir hönd hjúkrunarfræðinga þótt ákvæðið um mat hjúkrunarráðs á námsskrá í sérhæfingu sem utanaðkomandi eftirlitsaðila hafi fallið út. Það má þó vekja athygli á því hvort ekki sé þörf á utanaðkomandi eftirliti með námsskrám þar sem fleiri en einn skóli eru fyrir hendi þar sem framhaldsnám getur farið fram. | Islenskt meistaranám Árið 1998 var brotið blað í íslenskri hjúkrunarsögu þegar kennsla hófst í meistaranámi í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Árinu áður hafði þó Háskólinn á Akureyri hafið meistaranám í fjarnámi frá Englandi (meistaragráðunám, e.d.). Námið við HÍ var 60 eininga rannsóknatengt nám og markmið þess að „efla fræðilega þekkingu í hjúkrunarfræði, þjálfa hjúkr- unarfræðinga í vísindalegum vinnubrögðum og auka færni þeirra í rannsóknar- og þróunarstörfum" (Kennsluskrá, 1998- 1999, bls. 123). Markmið námsins var óbreytt þangað til árið 2001 og námskeiðin sem í boði voru eingöngu fræðilegs og aðferðafræðilegs eðlis (Kennsluskrá, 1999-2000, 2000-2001). I kennsluskránni 2001-2002 voru tvær námsleiðir kynntar, önnur eins og áður hafði verið til að efla fræðileg vinnubrögð og rannsóknavinnu og hin ný leið til að „efla fræðilega/klíníska sérhæfingu í tengslum við starf“ (Kennsluskrá, 2001-2002, bls. 174). I lýsingu á klínískri sérhæfingu sagði: „Stefnt er að því að námið geti orðið áfangi fyrir hjúkrunarfræðinga til undir- búnings þess að fá viðurkenningu sem sérfræðingur í hjúkrun“ (Kennsluskrá, 2001-2002, bls. 174). Gert var ráð fyrir tveimur námskeiðum, samtals átta einingum, á sérsviði til að auka þekkingu og þjálfun í klínískum aðferðum (Kennsluskrá, 2001- 2002, 2002-2003, 2003-2004). Það er athyglisvert að helsta menntastofnun Iandsins, þar sem hjúkrunarnám á háskólastigi hófst fyrir rúmum 30 árum, skuli enn vera svo varfærin þegar löggjafarvaldið hefur sl. 11 ár gert kröfu um klínískt meistaranám sem forsendu fyrir sérfræðings- leyfi í hjúkrun. I kennsluskránni fyrir 2004-2005 er enn jafn varlega til orða tekið að stefnt sé að því að námið geti verið áfangi að sérfræðingsleyfi í hjúkrun. Hvernig stendur á því að hjúkrunarfræðideildin er svo langt á eftir löggjafarvaldinu? Það er athyglisvert að skoða til samanburðar að sálfræðiskor HI hefur tekið mun einarðari afstöðu þar sem boðið hefur verið upp á 60 eininga cand.psych. nám sem uppfyllir skilyrði laga um rétt til að kalla sig sálfræðing frá árinu 1999 (Kennsluskrá, 1999-2000, 2003-2004). Þó ber að hafa í huga að starfssvið sál- fræðinga er betur þekkt og lengri hefð fyrir því en sérfræðinga í hjúkrun sem getur að einhverju leyti skýrt það að sálfræðiskor Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.