Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 28
Elsa B. Friðfinnsdóttir
Fundur alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga,
lækna og lyfjafræðinga
Jón Snædal, Elsa B. Friöfinnsdóttir, Ingunn Björnsdóttir og Lárus Steindór Guðmundsson.
Dagana 15. og 16. júní sl. var haldinn sögulegur fundur í
Genf í Sviss. Þar hittust í fyrsta sinni fulltrúar alþjóðasam-
taka hjúkrunarfræðinga (ICN), lækna (WMA) og lyfja-
fræöinga (FIP). Þessi alþjóðasamtök hafa með sér sam-
starf undir heitinu World Health Professionals Alliance
(WHPA). Sex fulltrúar frá Islandi sátu fundinn: Ingunn
Björnsdóttir og Lárus Steindór Guömundsson, fyrir hönd
Lyfjafræðingafélags Islands, Sigurbjörn Sveinsson og Jón
Snædal, fyrir hönd Læknafélags íslands, Ásta Möller, fyrir
hönd ICN, og greinarhöfundur, fyrir hönd Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Dagskrá fundarins
A dagskrá fundarins var m.a. umfjöllun um hvernig þessi stóru
samtök heilbrigðisstétta geti starfað saman að auknum gæðum
heilbrigðisþjónustunnar og auknu öryggi sjúklinga. Fulltrúar
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004
Kanada kynntu samstarf þessara stétta en þar
hefur náðst góður árangur þannig að samtökin
koma sameiginlega fram í viðræðum við þarlend
stjórnvöld og í stefnumótandi ákvörðunum. Lögð
var áhersla á að fyrsta skrefið til góðrar samvinnu
væri að hætta að nota hugtök eins og „versus“
(„en á hinn bóginn“) sem tengingu milli stétt-
anna heldur leggja áherslu á „og“. Einfalt en gott
ráð.
Fulltrúar hvers þessara þriggja faghópa gerðu
grein fyrir framtíðarsýn sinna samtaka varðandi
heilbrigðisþjónustu. Eins og gefur að skilja voru
áherslurnar óh'kar og skýrðist það ekki síst af því
hvaðan fulltrúar samtakanna komu, frá þróuðum
eða vanþróuðum ríkjum. Fulltrúi sjúklinga-
samtaka lýsti framtíðarsýn sjúklinga. Þá var
einnig fjallað um leiðtoga í heilbrigðisþjónustu
26