Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 51
þessum heilbrigðu, hressu og dugmiklu stúlkum
sem kveiktu áhuga minn á hjúkrunarnáminu.
Það að vinna á báðum aðaideildum spítalans gaf
mér nokkra innsýn í heildarstarfsemi spítalans
og um leið tækifæri til að vinna með úrvalsfólki
sem enn á sér fastan sess í minningunni. Þessi
sjúkrahúsandi náði fljótlega þeim tökum á mér
að ekki varð aftur snúið. Þessi störf vildi ég læra
og leggja fyrir mig í framtíðinni.
Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004 49
LITIÐ UM ÖXL
Örlagarík ákvöröun
Það var einnig sérstakur félagsandi sem ein-
> kenndi starfsumhverfið þarna á spítalanum. Allir
voru þátttakendur í verkkeðjunni, hver hafði sitt
hlutverk og skipti nokkru máli í heildinni. Þessi
mikla og góða samvinna náði jafnvel út fyrir vinnu-
staðinn. Mér er minnisstætt þegar Guðmundur
Karl, yfirlæknir, gekk glaðbeittur um ganga og
boðaði gróðursetningarferð að kveldi. Allir áttu
að mæta sem gætu. Svo var mætt í portið við spítalann á
ákveðnum tíma og haldið fram á gróðurlausa mela og potað
þar niður nær ósýnilegum plöntum. Þetta var gert með glöðu
geði þótt maður hefði nú ekki mikla trú á að árangurinn ætti
eftir að sjást. Það var nú líka nestið úr eldhúsinu sem gott var
að gæða sér á eftir bogrið við græðlingana.
I dag er heldur betur hægt að virða fyrir sér og njóta umhverfis-
breytingarinnar þar sem Kjarnaskógur er nú. Mikill skógur á
íslenskan mælikvarða, öllum sem þar koma til mikillar ánægju
og heilsubótar.
Ingibjörg R. og Nanna hálfri öld síðar. Tekið i juní 2004.
Það er skemmst frá því að segja að nýgræðingurinn, sem kom
til starfa sumarið 1954, festi rætur í heilbrigðiskerfinu, fór í
hjúkrunarnám 1958 og var að sjálfsögðu sinn nematíma, sex
mánuði, á Akureyri. Eftir útskrift sumarið 1961 gerðist það
svo, að bróðurparturinn af hollinu fór norður með Ingibjörgu
R. Magnúsdóttur sem þá var að taka við sjúkrahúsinu sem
i yfirhjúkrunarkona. Þá tóku við nýir tímar með áhugaverðum
viðfangsefnum í lífi mínu og starfi.
Nanna og Ingibjörg R. sem þá vann á Röntgendeild F.S.A.
Tekið síðsumars 1954.
-