Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 39
FRA FELAGINU
Ritstjórnarstefna og
starfsáætlun
Ritstjórnarstefna og starfsáætlun ritnefndar
Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út fimm sinnum
á ári.
Tímaritið er málgagn félagsmanna í Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga og í því er reynt að endurspegla ólíkar
skoöanirog viðhorf til hjúkrunar. Félag íslenskra hjúkrun-
arfræðinga leggur metnað sinn í að allir félagsmenn þess
finni þar efni sér til gagns, fróðleiks og ánægju.
við fólk um hjúkrun og aðrar faglegar upplýsingar sem eiga erindi til
hjúkrunarfræðinga.
í félagslega hluta tímaritsins eöa fréttahlutanum er greint frá kjaramál-
um og því sem er að gerast hjá félaginu. Þar er einnig aö finna fréttir frá
svæðanefndum félagsins. Einnig er greint frá því helsta sem er á döfinni
hjá fagdeildum félagsins.
Tímaritið er vettvangur fræöilegrar og félagslegrar
umfjöllunar um hjúkrun. í faglega hluta tímaritsins
eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið
hjúkrunar. Greinar flokkast í tvennt, annars vegar fræði-
greinar og hins vegar fræðslugreinar. Fræöigreinar eru
rannsóknagreinar, yfirlitsgreinar og greinar sem á ýtar-
legan hátt fjalla um þróun þekkingar í hjúkrun, hvort
heldursem er hjúkrunarstarfið, hjúkrunarstjórnun, hjúkr-
unarkennslu, hjúkrunarrannsóknir eða stefnumótun í
hjúkrunar- og heilbrigöisþjónustunni. Lögð er áhersla á
beitingu margvíslegra rannsóknaraðferða, fjölbreytileika
í fræöilegri nálgun viðfangsefna og vönduð vinnubrögð.
Hægt er að óska eftir að fræðigreinar verði ritrýndar.
Við umfjöllun greina, sem óskaö hefur veriö eftir að
verði ritrýndar, fylgir ritnefnd reglum sem fram koma
í Handbók sálfræðiritsins eftir Einar Guðmundsson og
Júlíus K. Björnsson og gefið var út af Sálfræðingafélagi
íslands í Reykjavík árið 1995. í handbókinni eru ýtarleg-
ar leiðbeiningar um hvernig skrifa eigi handrit að fræði-
legum tímaritsgreinum. í handbókinni er einnig að finna
upplýsingar um vinnulag við umfjöllun á handriti sem
óskað hefur verið eftir að sé ritrýnt og fylgir ritnefnd
þeim leiðbeiningum. Höfundar þurfa að fylgja þessum
reglum í hvívetna en eru hvattir til að ráöfæra sig við
ritnefnd ef þörf er á að víkja frá settum reglum.
í örfáum atriðum víkur ritnefnd frá leiðbeiningum
Handbókar sálfræðiritsins. Þau eru: Höfundar fá ekki
sérprentaðar tímaritsgreinar sínar en fá aukaeintök af
viöeigandi tímariti. Til að auðvelda flokkun efnis skulu
fylgja með greinum þrjú lykilorð. í handbókinni er meg-|
ináhersla á megindlegar rannsóknir, einkum tilraunir.
Tímarit hjúkrunarfræöinga bindur sig hins vegar ekki
viö megindlegar rannsóknir og er fengur aö greinum þar
sem margvíslegri aðferðafræði er beitt.
Fræðslugreinar fjalla hins vegar um margvísleg við-
fangsefni hjúkrunar og byggjast að einhverju leyti á
fræöilegum heimildum ásamt athugunum eöa reynslu
höfunda. Þar skiptir miklu frumleiki í umfjöllun og
efnistökum, menningarlegur margbreytileiki í hjúkrun
og þróun hjúkrunar. í blaðinu er einnig að finna viðtöl!
Ritstjóri ber ábyrgð á að efni, útgáfa og rekstur tímaritsins sé í samræmi
við ritstjórnarstefnu þess. Ritstjóri ásamt ritnefnd leggur metnað í að
tímaritið sé vandað að því er varðar efni, málfar og útlit. Áhersla er
lögð á að fræðigreinar standist vísindalegar kröfur.
Formaður félagsins ber ábyrgö á félagslegu efni þess öðru en aðsendum
greinum. Höfundar aðsendra greina bera ábyrgð á efni þeirra. Skoðan-
ir, sem í þeim birtast, þurfa ekki að samrýmast stefnu Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Leiðbeiningar til höfunda tímaritsgreina
Tímaritsgreinar eru sendar til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suöur-
landsbraut 22, 108 Reykjavík. Ef höfundar eru tveir eða fleiri þarf einn
þeirra aö vera ábyrgur fyrir samskiptum við tímaritið og nafn hans þarf
aö koma fram i bréfi sem sent er með handritinu.
Frágangur handrits
Viö ritun greina þurfa höfundar að styðjast við Handbók sálfræðirits-
ins eftir Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson sem gefin var út
af Sálfræðingafélagi íslands í Reykjavík árið 1995. í handbókinni eru
ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig skrifa eigi handrit að fræðilegum
tímaritsgreinum.
Á forsíðu handritsins þarf aö koma fram heiti tímaritsgreinarinnar;
nafn/nöfn höfundar/höfunda;vinnustaður/vinnustaðirhöfunda(r);heim-
ilisfang og simanúmer þess höfundar sem er ábyrgur fyrir samskiptum
við tímaritið. Útdráttur, sem er á annarri blaðsíðu, á að vera 100-150
orð.
Lengd tímaritsgreinar skal vera 3000-5000 orö. Handritið í heild sinni
ásamt texta, myndum, töflum o.s.frv. skal vera með tvöföldu línubili.
Öll handrit skulu send inn í þremur eintökum sem ekki eru með nafni
höfunda(r). Handrit skulu ekki hafa birst annars staðar þegar óskað er
eftir því að þau séu ritrýnd.
Útgáfuferli
Þegar handrit berst til ritstjóra er haft samband við þann höfund sem
er ábyrgur fyrir samskiptum við ritstjóra og honum tilkynnt skriflega að
greinin hafi borist. Þegar óskað er eftir birtingu greinar lesa fulltrúar í
ritnefnd handritið og ákveða hvort það verður sent til umsagnar. Stuðst
er við þau viðmið sem fram koma í Handbók sálfræðiritsins viö mat á
tímaritsgreinum.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004 ;