Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 7
RITSTJÓRASPJALL
Valgeröur Katrín Jónsdóttir
Sumarfrí
Ef ég gæti lifaö hfinu á nýjan leik, og ráðið ferð,
: mundi ég njóta lífsins á annan hátt.
Eg mundi ekld vilja verða svona fullkominn.
Eg mundi slaka meira á, vera afslappaðri, yfirveg-
aðri, rólegri.
Ég mundi vera léttlyndari og ekki taka hlutina
svona alvarlega.
Ég mundi ekki leggja svo mikla áherslu á
regluhundið líferni heldur taka meiri áhættu,
ferðast meira, njóta sólseturs, klífa fjöll og synda
í fljótum.
Ég var einn af þessum kláru mönnum sem nýttu
hverja mínútu til hins ýtrasta, vissulega átti ég
gleðistundir en gæti ég lifað lífinu upp á nýtt
mundi ég reyna að eiga aðeins fleiri ánægjuleg
augnablik.
Ef þú skyldir ekki vita það, þá samanstendur lífið
einmitt af þessu, af stundum augnabliiisins, því
skaltu ekki gleyma.
Gæti ég lifað einu sinni enn mundi ég frá því
snemma á vori þar til seint að hausti ganga berfæt-
tur allar stundir.
Ég mundi leika mér meira við æskuna ef ég ætti
ævina framundan - en sjáið þið - ég er 8 5 ára
gamall og ég veit að ævin er brátt á enda.
Það er argentíska skáldið Jorge Luis Borges sem
kemst svo að orði. Þegar þetta tölublað berst
til lesenda eru flestir annaðhvort að undirbúa
sumarfrí eða komnir af stað á vit nýrra slóða,
takast á við nýtt umhverfi hér á landi eða
erlendis sem og nýja þætti í sjálfum sér. Fríið er
nauðsynlegt til að hlaða rafhlöðurnar fyrir næsta
vetur sem er handan við hornið og kemur jafn-
örugglega og nóttin sem er fylgikona dagsins.
Sjálf er ég svo heppin að hafa tekið forskot á
sæluna, var eina viku í Júlíönsku Olpunum
með góðu göngufólki. Fararstjórinn, austurrískur
að uppruna, lagði aherslu a að göngurnar
Valqerður Katrín , r* ,, ., ,,, ,
Jónsdóttir hefðu andlegan tilgang sem og Iikamlegan
og las því fyrir okkur einhverja góða speki
í upphafi hvers göngudags. Og orðin sem voru lesin lifðu í
huga flestra í öllu erfiðinu sem fylgdi göngunum upp í mót og
ánægjunni sem fylgir því að komast á leiðarenda.
Að kvöldi var sest að borðum yfir rjúkandi réttum; grænmeti,
ávextir, fiskur, kjöt og eftirréttir af öllu tagi og hugsanlegar
harðsperrur dansaðar úr líkamanum við endurskin stjarna á
spegilsléttu vatni. Ferðin skilaði sannarlega mörgum góðum
augnablikum sem skáldið ræðir um í ljóði sínu. „Við lifum
lengi á þessari ferð,“ sagði einn ferðafélaginn og við höfum
í huga orð skáldsins að Iífið samanstendur einmitt af þessu,
stundum augnabliksins.
Njótið frísins!
BEDCO & MAIHIESEN EHF
Bæjarhraun 10 - Hafnafjörður
Sími 565 1000 - bedco@bedco.is
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004