Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 43
PISTILL Hin hliöin gott var að taka ekki hlutina of nærri sér þessa fyrstu viku, sumir höfðu allt á hornum sér, ekkert var nógu gott, ekkert eins og þeim hafði verið lofað heima. Hins vegar þegar líða tók á dvalar- tímann náði fólk því að slaka á og naut þess sem staðurinn hafði upp á að bjóða. Oft á tíðum var kröfuharðasta fólkið þeir sem höfðu keypt ódýrar pakkaferðir, ódýrustu ferðirnar og vildu sumir fá allt fyrir helst ekki neitt. Flestir voru samt ánægðir og fóru með okkur í flestar ferðir sem boðið var upp á og nutu þess að vera til. Það sem situr eftir í minningunni er ánægjal með að hafa fengið að taka þátt í þessu ævintýri. Upphaflega ætluðum við bara að vera eitt sumar en þau urðu fimm. Síðasta sumarið fengum við alveg nóg af þessu. Það er allt í lagi að gera þetta um tíma, en það gengur ekkt til lengdar að nýta sumarfríin í svona mikla vinnu árum saman. Það sem er mikilvægast er að hafa fengið tækifæri til að kynnast fólki á þennan hátt. Maður kynnist fólki á allt annan hátt í fríi en í daglegu lífi og í vinnu. Það er töluvert mikil kúnst því maður þarf að vera eins við alla, má ekki fara í manngreinar- álit. Þú þarft að geta verið viðræðuhæfur við alla um svo margt. Það er saga landsins sem farið er til, borganna og allt þar á milli.” Hún segir þau hafa getað bjargað sér með því að tala ensku, það hafi alltaf staðið til að læral portúgölsku en ekki orðið úr því. „Við vorum í tengslum við ferðaskrifstofu í Lissabon og þau voru enskumælandi á skrifstofunni og það voru ekki gerðar aðrar kröfur til tungumálakunnáttu. Mikið hefði samt verið gott að geta talað tungu- mál innfæddra. Það gerðist margt skondið. Eg var eitt sinn í rútu sem var full af fólki og var að kynna okkur far- arstjórana. Ég sagði sem var að ég héti Sólborg Sumarliðadóttir. Allir í rútunni fóru að skelli- hlæja og héldu að þetta væri fyrsti brandaril fararstjórans í sólarlandinu! Það var mikið grín gert að mér þá og er gert enn. Einu sinni var ég að kynna hina fararstjórana sem voru með okkur og talaði um þá sem samfarastjórana mína. Þetta þótti ekki góð latína! Það gerðist ýmislegt skondið í þessum ferðum. Eitt haustið kom hópur eldri borgara og m.a. var einn töluvert drukkinn maður. Við vorum með hótel á okkar vegum og í garðinum við hótelið var heljarmikið barð og ef þú varst ekki allsgáður gastu með góðu móti dottið niður þetta barð. Það gerðist einu sinni að við vorum að koma utan af flugvelli að sækja fólk og þarna er fullorðinn maður, ansi mikið ölvaður. Allt í einu hverfur hann, það var orðið skuggsælt og enginn veit hvað varð um hann. Svo tók einhver Islendingurinn eftir því að hann lá þarna fyrir neðan barðið. Við ldöngruðumst niður og ég heyri einhvern segja sem svo að það sé eins gott að það sé hjúkrunarfræðingur með í ferðinni. Fólk hélt að sá gamli væri kominn yfir móðuna miklu. Ég fór að stumra yfir honum, í pilsi, og um leið og ég fann að karlinn var farinn að færa hendurnar upp undir pilsfaldinn vissi ég að hann var ekki farinn langt! Það var auðvitað ekkert að honum annað en að hann hafði drukkið of mikið á leiðinni!" Aðspurð hvort nafnið hafi ekki oft komið fólki á óvart segir Sólborg muna eftir mörgum atvikum úr bernsku. „Mér fannst þetta skelfilegt nafn,“ segir hún „þegar ég var lítil stelpa. Þá var sagt við mig þegar ég var spurð hvað ég héti og ég sagði það, þá var sagt .... og ertu Sumarliðadóttir líka? Þetta hljómar eins og heil veðurspá! Sólborgar nafnið eitt og sér hef ég alltaf verið sátt við. Föðursystir mín hét Sólborg og Thor skrifar um hana í Grámosanum. Hún hét Sólborg Salína. Ég held ég eigi enga alnöfnu, en það eru nokkrar sem heita Sólborg. Ég á líka Iitla nöfnu, hún er systurdóttir mín og er sjö ára.“ Hún segist að lokum hafa verið í fríi frá fararstjórn í tíu ár en það sé aldrei að vita hvað hún taki sér fyrir hendur, maður skyldi aldrei segja aldrei. „Bara halda öllu opnu. Það kann vel að vera að ég gæti hugsað mér þetta seinna mér. Ég gæti alveg hugsað mér svona eina og eina ferð með einhverjn góðan með mér, eins og t.d. manninn minn, hann er mjög góður sögumaður." En hvernig fer saman að vera fararstjóri og hjúkrunarfræðin- gur? Hún segir það fara vel saman en það geti bæði verið gott og slæmt. „Þegar þú ert að vinna sem fararstjóri en ekki sem hjúkrunarfræðingur ertu bara ráðinn sem fararstjóri og átt að sinna því en um leið og fólk veit að þú ert hjúkrunarfræðingur, leitar það til manns. Mér fannst það aldrei slæmt að geta líkal orðið fólki að liði sem hjúkrunarfræðingur. En ég var svo sem ekkert að auglýsa það heldur." Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.