Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 13
RITRÝND GREIN
ígrundun: Hver eru áhrifin á
störf hjúkrunarfræðinga?
Gagnrýni fræðimanna á ígrundun
Sumir fræðimenn telja að hugtakið ígrundun hafi
ekki verið skilgreint nægilega vel þrátt fyrir mikil
skrif um efnið (Burton, 2000; Ruth-Sahd, 2003).
Gagnrýnt hefur verið að hugtakið ígrundun sé
oft óskýrt og illa afmarkað frá öðrum vitrænum
ferlum og geti það leitt til þess að hjúkrunar-
fræðingar telji sig vera að ígrunda þegar reynslan
vekur í raun umhugsun og undrun (Burton,
2000). Við greiningu á lesefni um ígrundun
fundu Atkins og Murphy (1993) að þeir hæfi-
leikar, sem fólk þarf að hafa til að vera fært um
að ígrunda á árangursríkan hátt, hefðu ekki verið
greindir nægjanlega vel. Burton (2000) tekur
undir það og segir jafnframt að kenningar um
ígrundun og áhrif hennar á klíníska vinnu hafi
ekki verið nægilega prófaðar. Bent hefur verið
á að viðhorf og gildismat þess sem ígrundar
hafi áhrif á ígrundun. Jones (1995) talar um að
fyrirframákveðin viðhorf geti mótað ígrundun og
tekur sem dæmi að ákveðin sjúkdómsgreining hjá
sjúklingi geti orsakað það að hjúkrunarfræðingar
ígrundi viðfangsefnið eingöngu út frá sjúkdóms-
í greiningunni. Kallar hann þetta fyrirbæri „hind-
sight bias“. I rannsókn Teekman (2000) kom
fram að hjúkrunarfræðingar (n=22) nálguðust
skjólstæðinga sína oft með fyrirframmótaðar
hugmyndir um þarfir þeirra og það kom þeim
stundum í opna skjöldu ef skjólstæðingarnir
vildu eitthvað annað og varð það stundum tilefni
til rýni í atburð. Minni fólks er heldur ekki óhlut-
drægt og fólk framkvæmir oft ekki hlutina eins
og það segist gera (Burton, 2000). Bent hefur
verið á að ígrundun geti verið yfirborðsleg og án
allrar sjálfsgagnrýni og án þess að greina hver var
í raun þáttur hjúkrunarfræðingsins í atviki eða
atburðarás. Eins að hún velti ekki upp hugmynd-
um um viðhorf og siðferði. Þetta þarf fólk að hafa
í huga þegar það telur sig vera að rýna í eigin
viðfangsefni. Igrundun tekur tíma og stúdentar í
hjúkrunarfræði hafa sagt að þeir hafi hvorki tíma
né orku til að ígrunda í annasömu klínísku námi
(Taylor, 1997) og það sama gildir um tíma hjúkr-
unarfræðinga (Ruth-Sahd, 2003).
i
Stuðningur í starfi á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri (FSA)
Fyrir fjórum árum hófst á FSA vinna sem nefnist
„Fyrsta ár í starfi" fyrir hjúkrunarfræðinga sem
eru á fyrsta ári í starfi. Þar er þeim er það vilja
boðið upp á mánaðarlega fræðsiufundi í um það bil 8 mánuði,
um ýmislegt er tengist starfi þeirra og starfsemi sjúkrahússins.
Fjallað er um hjúkrunarskráningu, umsjónarhjúkrunarfræðings-
kerfi, stefnumál FSA, öryggismál á sjúlcrahúsinu, samskipti
starfsstétta og fleira. Einn þáttur í verkefninu er hópstuðning-
ur sem leiðbeinandi (greinarhöfundur) stýrir en hann sér ekki
um fræðslufundi. Við hópstuðning eru myndaðir hópar sem í
eru 6-8 hjúkrunarfræðingar og hittist hver hópur á þriggja vikna
fresti í upphafi. Smám saman lengist tíminn á milli funda og
eftir um það bil sjö til átta mánuði frá upphafi hópstuðnings
er samvinnunni slitið. Hópstuðningurinn skiptist í stuðning
sem leiðbeinandi veitir hjúkrunarfræðingum í hópnum og
stuðning sem hjúkrunarfræðingarnir veita hver öðrum. Hinn
hluti verkefnisins snýst um ígrundun hjúkrunarfræðinganna á
eigin störf. Við þá vinnu er tekið mið af bókarkafla eftir Johns
(1998) sem inniheldur góðar leiðbeiningar um hvaða þætti
gott er að ígrunda svo ígrundunin örvi Iærdóm. Ætlast er til
að hópmeðlimir kynni sér efnið og noti það við rýni í vinnu
sinni. Einnig er lesefni um ígrundun aðgengilegt á bókasafni
ef hjúkrunarfræðingarnir vilja kynna sér það betur. Tilgangur
starfsins er að gefa hinum óreyndu hjúkrunarfræðingum tíma
til að tala um reynslu sína í umhverfi sem styður við þá. I
upphafi hvers hóptíma tala allir um reynslu sína frá síðasta
hóptíma og oft er það svo að í byrjun fundar koma þau atriði
ekki fram sem hjúkrunarfræðingunum finnst erfiðust í vinnu
sinni. Það er sagt frá þeim seinna, oft í lok fundar, þegar rétta
andrúmsloftið er komið. Mikil áhersla er Iögð á að allt sem
sagt er í hópstuðningi sé trúnaðarmál og ekki verði talað um
það utan veggja þess herbergis sem hópurinn hittist í.
Uppbygging ígrundunar er þannig að hver einstaklingur
segir sögu um minnisstæð atvik úr starfi sínu. Atvikin hafa
annaðhvort vakið tilfinningaleg eða vitræn viðbrögð eða hvort
tveggja. Ákveðið er fyrirfram hver segir frá á næsta fundi og
hefur viðkomandi frjálsar hendur um val á atviki, sem þarf ekki
að hafa átt sér stað, eftir að hjúkrunarfræðingurinn hóf störf á
FSA. Stundum er sagt frá atburðum sem langt er síðan gerðust.
Þegar viðkomandi er búinn að segja frá atviki er það greint í
hópnum á skipulegan hátt eftir kenningum Johns (1998).
Farið er í gegnum eftirfarandi þætti; persónutengda þætti eins
og hvernig viðkomandi Ieið meðan á atburði stóð, tengist það
oftast reynslu viðkomandi af hjúkrun; hvaða þættir innan stofn-
unar höfðu áhrif á hann; hvaða þekkingu viðkomandi notaði
eða ætti að hafa notað þegar hann fékkst við viðfangsefnið
og siðfræðilega þætti en þar eru gerðir einstaklingsins bornar
saman við hugmyndafræði hjúkrunar. Líðan skjólstæðings
meðan á atviki stóð er greind, einnig hvað hjúkrunarfræðingi
finnst um atvikið nú, hvort hann telur að atburður hafi breytt
þekkingu hans eða hvort hann telur sig geta veitt öðrum betri
stuðning eftir þetta. Talað er um hvort og hvernig aðrir þættir
innan stofnunar eða í Jojóðfélaginu hafi haft áhrif á atvikið.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004 1 1