Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL Kjarasamningar á jólaföstu Kjarasamningar Félags íslenskra hjúkrun- arfræöinga og fjármálaráðherra, f.h. ríkis- sjóös, runnu út 30. nóvember síöastliöinn. Kjaraviöræöur eru þegar hafnar. Þær eru meö nokkuð ööru sniöi en oft áöur þar sem F.í.h. er í samstarfi viö önnur aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) um ákveöna sameigin- lega þætti í kjörum háskólamanna. BHM er síöan aðili aö samráöi um réttindamál ásamt meö BSRB og KÍ. Þó formlegar viðræður F.í.h. við samninganefnd ríkisins séu aðeins nýlega hafnar hafa kjara- nefnd félagsins, hagfræðingur þess og formaður unnið að undirbúningi samningslotunnar frá því snemma á árinu. Meðal annars hefur verið leitað, form- lega og óformlega, til hjúkrunarfræð- inga til að áherslur þær, sem farið er með í samningavið- ræðurnar, séu í fullu samræmi við vilja hjúkrunarfræðinga. Tvennt stendur upp úr í huga hjúkrun- j arfræðinga í þessum kjaraviðræðum. Annars vegar hækkun grunn- launa, ekki hvað síst byrjunarlaunanna, og hins vegar minnkun vinnuskyldunnar. Þessar áhersl- ur koma ekki á óvart. Miklar kröfur eru gerðar til hjúkrunarfræðinga bæði í námi og í starfi. Það er eðlilegt þegar ungt fólk velur sér námsleið og lífsstarf að horft sé til þess mats á mikilvægi starfanna sem felst í laununum sem fyrir þau eru greidd. I skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Islands frá ágúst 2004 um arðsemi náms á Islandi kemur fram að einkaarðsemi hjúkrunarfræðinga af sínu fjögurra ára háskólanámi er aðeins 6%. Það sem vekur Elsa B. Friöfinnsdóttir fekki síst athygli í umræddri skýrslu er verð- mætamatið sern birtist í arðsemi háskóla- náms. Þannig er arðsemi mun meiri í námi Elsa B. Friöfinnsdottir 6 sem Iýtur að tækjum og fjármálum heldur en af námi sem miðar að því að hugsa um fólk. Læknisfræði er þó undantekning hér með rúmlega 20% arðsemi. Þetta verðmætamat er sannarlega umhugsunarefni því það tengist líklega einnig mati á störfum karla og kvenna. Í flestum háskólamenntuðum faghópum, þar sem menntun skilar hvað minnstri arðsemi, eru konur í meirihluta. Það þarf í raun einhvers konar þjóðarátak til að breyta þessu ranga mati, að meta konur minna en karla, og að meta tæki meira en fólk. Rithöfundur einn gagnrýndi stjórnvöld nýlega í blaða- viðtali fyrir það að vera rniklu fremur tilbúin til að leggja fjár- magn í mannvirki heldur en í fólk. Það liggur mikill sannleikur í þessum orðum. Fullyrða má að enginn íslendingur fari í gegnum lífið án þess að njóta þekkingar og þjónustu hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar annast fólk frá vöggu til grafar, heilbrigða og sjúka, í gleði og sorg, í heimahúsum og á stofnunum. Þeir fræða, hlusta, styðja, aðstoða, annast, bjarga Iífum og svona mætti lengi telja. Þeir hjúkra allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hjúkrunarfræðingar hafa alla jafna ekki hátt um störf sín, hvort sem um er að kenna eða þakka kvenlegri hógværð eða fagmótun í námi þeirra. Sumir ganga svo langt að segja að hjúkrunarfræðingar séu þögul og jafnvel ósýnileg stétt. Því þarf að hreyta. Hér á landi eru starfandi rúmlega 2500 hjúkrunarfræðingar á fjölmörgum sviðum heilbrigðisþjónust- unnar. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstétt- in, sjálfstæð samkvæmt lögum, og bera mikla ábyrgð. Vegna fjölbreytni og umfangs starfsins þurfa hjúkrunarfræðingar að stunda reglubundna símenntun, kynna sér og nýta nýjustu þekkingu á hverju sviði hjúkrunar. Nám hjúkrunarfræðinga og störf ber því að meta vel til launa. Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga eru nú unnir á jólaföstu. Hjúkrunarfræðingar leggja áherslu á sanngjarnt mat á þekk- ingu og störfum. Vonandi hefur þessi yndislegi tími ársins góð áhrif á samningagerðina. Eg óska hjúkrunarfræðingum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og heilla á komandi ári. Ég þakka af alhug gott samstarf á senn liðnu ári. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.