Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 22
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að neysla goss og svala- drykkja var 2,5 dl að meðaltali á dag. Þar sem niðurstöðurnar sýna aðallega hversdagsneyslu er neysla gosdrykkja að meðal- tali yfir vikuna sennilega meiri. Þrátt fyrir það drukku um 65% barnanna gos þessa daga. Nýlegar rannsóknir benda til að neysla á sykruðum gosdrykkjum tengist offitu barna (Ludvig o.fl., 2001; Raben o.fk, 2002). Talið er að skýra megi tengslin með því að töluvert mikið er hægt að drekka af sykruðum vökva án þess að viðkomandi verði saddur eða finni fyrir orkunni sem hefur verið innbyrt (Bray o.fl., 2004). Onnur skýring, sem líklega fer samhliða hinni fyrri, er hreinlega að mikil hækkun blóðsykurs, mikil glýkemíuhleðsla, sem fylgir gosdrykkju, leiði til insúlínsveiflu og lágs blóðsykurs og að lokum frekar til hungurtilfinningar en mettunar (Roberts, 2000). Ný lcönnun Manneldisráðs sýnir að aldurshópurinn 15-19 ára drekkur mjög mikið magn af gos- og svaladrykkjum, sérstaklega piltar, eða tæplega 900 gr á dag (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 2003). Jafnvel þótt 11 ára börn drekki ekki eins mikið af þessum drykkjum og 15-19 ára einstaklingar er gild ástæða til að reyna að sporna við óþarflega mikilli neyslu sætra drykkja áður en í óefni er komið. Hér gegna foreldrar svo ungra barna megin- hlutverki en einnig getur skólinn sett ákveðnar takmarkanir varðandi sæta drykki. Það er athyglisvert að vatnsdrykkja mælist minni en gos- og svaladrykkjaneysla, eða 170 gr á dag af vatni sem nær ekki einu glasi. Vatnsdrykkja er svipuð nú og í könnun á mataræði ungs skólafólks 1994 (p>0,05) (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 1994). Vatn er mikilvægur hluti af hollu mataræði og vitað er að hæfileg vatnsdrykkja eykur vellíðan ytir daginn (Whitney og Rolfes, 1999). Vatn er einnig sá drykkur auk mjólkurinnar sem ekki hefur slæm áhrif á tennur (Þorbjörg Jensdóttir o.fk, 2002). Frá manneldissjónarmiði mætti vatnsdrykkja gjarnan vera meiri, ekki síst þar sem íslenska vatnið er ódýrt og laust við mengun. I þjóðfélagi, þar sem ofþyngd er að aukast, einnig meðal barna (Brynhildur Briem, 1999), er sérstaklega mikil- vægt að hvetja til vatnsdrykkju þar sem vatn gefur ekki hitaein- ingar, en mikill fjöldi hitaeininga, stundum án næringarefna, getur safnast hratt upp við gos- og svaladrykkjaneyslu (Ludvig o.fk, 2001). Hvetja ætti börn til vatnsdrykkju en ekki eru gefnar opinberar ráðleggingar um það magn sem æskilegt er, en vatn er að finna í öllum mat og drykk. Hreinn ávaxtasafi getur verið mikilvægur hluti af hollu matar- æði, sérstaklega hjá einstaklingum sem ekki eru duglegir að borða ávexti og grænmeti en það virðist eiga við um meirihluta íslenskra barna (Margaret Ospina, 2003). Heilir ávextir eru þó betri en ávaxtasafi því þar með fást trefjarnar og þau hollefni sem þeim fylgja. Mikil safaneysla eða mikið meira en 1-2 glös á dag er heldur ekki af því góða frekar en mjólkurþamb, m.a. út af því að ávaxtasafi er jafnorkumikill og gosdrykkir. Það má þvf segja að hin hóflega safaneysla þessa aldurshóps, sem er rúmlega 1 dl á dag, sé innan skynsamlegra marka en þó voru það einungis 55% barnanna sem drukku safa skráningardagana. Safadrykkja er svipuð og í eldri könnun á mataræði ungs skólafólks (p>0,05) (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 1994). Afram þarf að hvetja þennan hóp til að neyta ávaxta og grænmetis á fjölbreyttu formi og minna þar með á safann umfram sætu drykkina. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að um er að ræða hversdagsneyslu barnanna þar sem 85% skráningardaga voru virkir dagar, mánudagar til fimmtudaga, en líklegt má telja að neysla á\ t.d. gosdrykkjum sé meiri um helgar en á virkum1 dögum. Niðurstöðurnar eiga einnig einungis við börn í Reykjavík en í rannsókn Manneldisráðs kom fram ákveðinn munur á mataræði milli lands- hluta (Laufey Steingrímsdóttiro.fl., 1994) sem þó virðist fara minnkandi (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 2003; Laufey Steingrímsdóttir o.fk, 1991). Við allan samanburð á niðurstöðum þessarar rannsóknar og niðurstöðum rannsóknar á matar- æði skólabarna frá 1992-1993 er mikilvægt að hafa í huga að mismunandi rannsóknaraðferðir voru notaðar. Byggðist fyrri rannsóknin á sólar- hringsupprifjun en hér er um að ræða skráningu, en sólarhringsupprifjun hefur tilhneigingu til að gefa hærri tölur um neyslu en skráning sem fremur hefur tilhneigingu til vanmats (Gibson, 1990). Báðar aðferðir eru álitnar góðar fræðilega miðað við tilgang rannsóknarinnar og aldur þátt- takenda (Gibson, 1990) en það vill brenna við að rannsóknir á mataræði séu ekki rétt gerðar. Þetta getur haft veruleg áhrif á niðurstöður næringar- fræðilegra rannsókna og jafnvel gert þær mark- lausar með öllu. Það er mikilvægt að nota rannsóknir sem þessa til að skoða hvar skórinn kreppir að og þær má nota til að skipuleggja aðgerðir sem meðal annars skólahjúkrun og heilsugæsla ættu að sinna ásamt foreldrum, forráðamönnum og skólasamfélaginu. Gera þyrfti frekari rannsóknir á hvaða þættir það eru í umhverfi barnanna sem stjórna neyslunni. Víst er þó að fræðsla til skólabarna og forráð- amanna þeirra um hollt mataræði og mikilvægi þess fyrir heilsuna er nauðsynleg til að stuðla að hollum matarvenjum, bæði í barnæsku og til frambúðar. Skólar og heilsugæsla geta frætt for- Timarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.