Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 36
Litið um öxl Þegar hundurinn át skó læknisins Fyrir mörgum árum, þegar ég var ung hjúkrunarkona, átti ég heima í litlu þorpi úti á landi. Þetta var áður en heilsu- gæslustöðvar komu til sögunnar og var landinu skipt í læknisumdæmi sem sum hver voru þó læknislaus tímunum saman og þannig var um umdæmiö þar sem ég bjó. Þar sem því varð við komið voru ráðnar héraðshjúkrunarkonur og var ég ein þeirra. Þannig háttaði til að læknisbústaðurinn var í næsta húsi við mig og var íbúð læknisins á efri hæð en sjúklingamóttaka á neðri hæðinni. Vinnuaðstaðan var ágæt og stofan þokkalega búin tækjum og tólum. Eins og áður sagði var héraðið læknislaust tímunum saman og var þá um 90 km leið til næsta læknis. Læknirinn, sem þar sat, var mikill ágætismaður og hafði stóru héraði að sinna en bætti alltaf við sig okkar héraði þegar á þurfti að halda. Þá lcomum við okkur upp ákveðinni vinnutilhögun. Hann kom einu sinni í viku, tók á móti sjúklingum og fór í vitjanir. Þess á milli höfðum við símasamband einu sinni á dag á föstum tíma, auk þess alltaf þegar skynditilfelli komu upp. Milli þess að hann kom hafði ég opna stofuna, tók á móti sjúklingum, afgreiddi lyf, tók röntgenmyndir, gerði einfaldar þvag- og blóð- rannsóknir, bólusetti börn, vann sem læknaritari og fleira þess Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004 háttar. Hann sendi mig oft í vitjanir og skyldi ég reyna að gera mér grein fyrir hvort hann þyrfti að koma þennan langa veg eða ekki. Fólk í héraðinu kallaði mig líka oft í vitjanir og voru heilsuvanda- málin af mörgum toga. Eg ætla að segja frá nokkr- um eftirminnilegum vitjunum. Fyrirburi fæðist Það var um páska. Uti var stórhríð og ófært frá| þorpinu í allar áttir. Ég var vakin um miðja nótt vegna konu sem var komin að fæðingu mörgum vikum fyrir tímann. Hjá henni var Ijósmóðir héraðsins, ein af þessum frábæru konum sem ekki var fisjað saman. Fæðingin gekk eðlilega og sinnti Ijósmóðirin konunni, en ég tók barnið sem var líflítið að mér fannst. Nú reið á að rifja upp fyrir sér það sem okkur var kennt um fyrirbura og meðferð þeirra. Ég hafði lítið súrefnistjald og hyggjuvitið að styðjast við. Nóttin leið eins og örskot og um morguninn var barnið farið að anda eðlilega og litarhátturinn var líka orðinn eðlileg- ur. Um hádegið rofaði til og kom sjúkraflugvél og! sótti móður og barn en þær voru svo á fæðingar- deildinni í nokkrar vikur. Rétt eftir að flugvélin var farin skall á stórhríð á ný. „Hann er dáinn" Snemma morguns var ég beðin að koma að bæ í ca. 40 km fjarlægð frá þorpinu. Bóndinn, sem var eldri maður, hafði fengið brjóstverk. Þegar ég kom sat kona mannsins á rúmstokknum, hélt utan um manninn sem sat við hlið hennar og hún réri fram í gráðið. Við lögðum manninn út af í rúmið og ég skoðaði hann eins vandlega og ég gat. Það var ekkert lífsmark og augljóst að maðurinn var látinn fyrir nokkurri stundu. Þá var að ná sambandi við lækninn í nágrannahéraðinu. Þarna var gamaldags sveitasími og þurfti samtalið að fara gegnum símstöð auk þess sem allir í sveit- inni gátu hlustað á símtalið og gerðu það. Ég náði fljótt tali af lækninum en sambandið var afleitt því svo margir „lágu á línunni". Mér er ógleyman-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.