Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 38
Samræðuþing um eigindlegar rannsóknir Valgerður Katrín Jónsdóttir Samræðuþing um eigindlegar rannsóknir var haldið í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 17. september og vinnusmiðja um viðtöl fylgdi í kjölfarið á laugardaginn. Þingið var vel sótt en þátttakendur voru á annað hundraö talsins, og voru fulltrúar hinna ýmsu greina hug-, félags- og heilbrigðisvísinda mættir. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði, setti þing- ið en hún átti ásamt Hildi Magnúsdóttur, verkefnastjóra kennslu- og fræðasviðs á Landspítalanum frumkvæði að því að það var haldið. Aðalfyrirlesari var dr. Steinar Kvale, prófessor við Háskólann í Arósum og höfundur bókarinnar InterViews, sem er mörgum að góðu kunn. Kvale nefndi fyrirlestur sinn „Samtalsviðtöl: frelsa þau eða þvingai3“ (Dialogical interviews: Emancipatory or oppressive?) Gerð er grein fyrir fyrirlestri hans, umræðum, viðtali og þætti hans í vinnusmiðju annars staðar í þessu tölublaði. Að loknum fyrirlestri Kvale tók við heilsuhlé og síðan fjöll- uðu dr. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Islands, og Rúnar Sigþórsson, lektor við Háskólann á Akureyri, um átök og andstæður í návígi við sköpunarkraftinn, glímuna við rannsóknaráætlanir. Guðrún ræddi m.a. um það að kljást við óreiðu í upphafi rannsóknarferils, tengsl óreiðu og ögun- ar og hvernig skapandi hugsun á sér oft upptök í óreiðunni. Hún sagði rannsakendur þurfa að kasta sér út í „djúpu laugina“ en þeir þurfi engu að síður að kanna lögun og dýpt „laugarinnar" áður en þeir taka stökkið. Rúnar sagði frá reynslu sinni af því að gera rannsóknaráætlun í doktorsn- ámi. Það væri oft erfitt, en hann vitnaði í arabísk- an málshátt sem segir: Sá sem vill finnur leið, sá sem ekki vill finnur afsökun. Rannsakendur þurfi að ákveða hvort þeir noti eigindlegar eða megind- legar rannsóknaraðferðir og taka afstöðu til þess hvort þeir velji aðferð sem hentar viðfangsefninu eða þeim sjálfum sem rannsakendum. Hann tal- aði einnig um í hvaða tímaröð kaflar væru ritaðir og sagði að sín reynsla væri sú að hentugast væri Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.