Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 38
Samræðuþing um eigindlegar rannsóknir Valgerður Katrín Jónsdóttir Samræðuþing um eigindlegar rannsóknir var haldið í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 17. september og vinnusmiðja um viðtöl fylgdi í kjölfarið á laugardaginn. Þingið var vel sótt en þátttakendur voru á annað hundraö talsins, og voru fulltrúar hinna ýmsu greina hug-, félags- og heilbrigðisvísinda mættir. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði, setti þing- ið en hún átti ásamt Hildi Magnúsdóttur, verkefnastjóra kennslu- og fræðasviðs á Landspítalanum frumkvæði að því að það var haldið. Aðalfyrirlesari var dr. Steinar Kvale, prófessor við Háskólann í Arósum og höfundur bókarinnar InterViews, sem er mörgum að góðu kunn. Kvale nefndi fyrirlestur sinn „Samtalsviðtöl: frelsa þau eða þvingai3“ (Dialogical interviews: Emancipatory or oppressive?) Gerð er grein fyrir fyrirlestri hans, umræðum, viðtali og þætti hans í vinnusmiðju annars staðar í þessu tölublaði. Að loknum fyrirlestri Kvale tók við heilsuhlé og síðan fjöll- uðu dr. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Islands, og Rúnar Sigþórsson, lektor við Háskólann á Akureyri, um átök og andstæður í návígi við sköpunarkraftinn, glímuna við rannsóknaráætlanir. Guðrún ræddi m.a. um það að kljást við óreiðu í upphafi rannsóknarferils, tengsl óreiðu og ögun- ar og hvernig skapandi hugsun á sér oft upptök í óreiðunni. Hún sagði rannsakendur þurfa að kasta sér út í „djúpu laugina“ en þeir þurfi engu að síður að kanna lögun og dýpt „laugarinnar" áður en þeir taka stökkið. Rúnar sagði frá reynslu sinni af því að gera rannsóknaráætlun í doktorsn- ámi. Það væri oft erfitt, en hann vitnaði í arabísk- an málshátt sem segir: Sá sem vill finnur leið, sá sem ekki vill finnur afsökun. Rannsakendur þurfi að ákveða hvort þeir noti eigindlegar eða megind- legar rannsóknaraðferðir og taka afstöðu til þess hvort þeir velji aðferð sem hentar viðfangsefninu eða þeim sjálfum sem rannsakendum. Hann tal- aði einnig um í hvaða tímaröð kaflar væru ritaðir og sagði að sín reynsla væri sú að hentugast væri Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004 36

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.