Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 14
Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigöisráöherra, á hjúkrunarþingi „Unnt aö bæta verulega heilbrigði þjóöarinnar meö því aö efla forvarnir" Fundarstjóri og góðir gestir hjúkrunarþings 2004. Mér er ánægja að flytja hér nokkur orð á hjúkrunarþingi. Þessi þing eru ávallt nokkur viðburður enda á hér í hlut sá faghópur sem fjölmennastur er í íslenska heilbrigðiskerfinu. Hvar stendur íslensk heilbrigðisþjónusta í samanburði við aðrar þjóðir? Hvað viljum við og hvert stefnum við? Við getum stolt svarað fyrstu spurningunni því ef við skoðum helstu mælikvarða fyrir heilsu og heilbrigði er augljóst að íslensk heilbrigðisþjónusta er afar góð og stenst flestan alþjóð- legan samanburð. Hvað viljum við? Við búum við heilbrigðiskerfi þar sem ríkir jöfnuður - þar sem allir hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjón- ustu þegar hennar er þörf, óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Þannig viljum við hafa heilbrigðiskerfið okkar og um það ríkir almenn sátt í samfélaginu. Eg tel mig mæla fyrir munn flestra þegar ég svara á þennan hátt. En hvert stefnum við? Þessu liggur auðvitað beinast við að svara á þann veg að við stefnum að því að halda íslenskri heil- brigðisþjónustu í efsta sæti meðal þjóða. Og við þurfum jafn- framt að stefna að því að gera sífellt betur. Heilbrigðisþjónustan á sér ekki langa sögu. Hér á landi má segja að ekki hafi verið til sjúkrahús sem stóðu undir nafni fyrr en um aldamótin 1900. Landspítalinn var tekinn í notkun árið 1930. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið var stofnað árið 1970 og má segja að til að byrja með hafi það átt aðsetur sitt í skúffu þáverandi iðnaðarmálaráðherra sem einnig gegndi starfi heilbrigðisráðherra. sem eitt og sér ráðstafar langstærstum hluta af útgjöldum ríkisins eða um 42%. Næst kemur menntamálaráðuneytið sem ráðstafar um 12% ríkisútgjaldanna. Ég get ekki ímyndað mér neina skúffu sem myndi rúma umsvif af þessari stærð- argráðu. Um þessar mundir eru liðin 85 ár frá því að hjúkrunarfræðingar bundust fyrst samtökum um félagsstarf. Ég óska ykkur til hamingju með tíma- mótin. Ekki veit ég hve hjúkrunarfræðingar voru margir þá en hitt veit ég að hjúkrunarfræðingar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru nú rúm- lega 3.200 og starfandi hjúkrunarfræðingar eru rúmlega 2.500. Þessar fáu staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið hefur verið í gríðarlega örum vexti á liðnum árum og áratugum. Við gerum sífellt betur en þurfum líka að hafa okkur öll við að halda góðri stöðu í samanburði við aðrar þjóðir. Daglega fæ ég inn á borð hjá mér erindi sem fjalla um brýna þörf fyrir úrbætur á einhverjum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Iðulega fæ ég erindi eða heimsóknir eldhuga sem vilja hrinda af stað nýjum verkefnum til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Allir hafa skoðanir á heilbrigðisþjónustunni enda varð- ar hún okkur öll. Allir vilja bæta hana. Nær öll erindi, sem mér berast, fela í sér hugmyndir sem leiða til útgjaldaaukningar í heilbrigðiskerfinu. Engu að síður verða margar þessara hugmynda að veruleika því oft er um þjóðþrifamál að ræða. En tímarnir breytast hratt. Árið 2002 störfuðu um þrettán þús- und manns á sjúkrastofnunum og heilsugæslustöðvum í rúm- lega 8.800 stöðugildum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Islands um fjármögnun og rekstur heilbrigðisþjónust- unnar svarar þetta til um 8% fólks á vinnumarkaði. Tæplega helmingur þessa fjölda starfar á Landspítala - háskólasjúkra- húsi. Heilbrigðisráðuneytið, sem fyrir fáeinum áratugum átti aðset- ur sitt í skrifborðsskúffu iðnaðarráðherra, er nú það ráðuneyti Kastljósið beinist sjaldnast að þeim grettistökum sem lyft er í heilbrigðisþjónustunni. Umræðan snýst fremur um útgjöld en þó einkum um niður- skurð og sífelldar meintar atlögur stjórnvalda að íslensku heilbrigðiskerfi. Utgjöld til heilbrigðismála eru mér ofarlega í huga þótt ég ætli ekki að gera þau að aðalumfjöll- unarefni mínu hér í dag. Að minnsta kosti ekki nema óbeint. 12 Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.