Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 8
Valgerður K. Jónsdóttir Hjúkrunarþing 2004 Hjúkri un - hvert stefnir? I Frá pallborösumræðum Rúmlega tvö hundruö hjúkrunarfræöingar sátu hjúkr- unarþing 2004 sem haldið var föstudaginn 5. nóvember sl. Yfirskrift þingsins var „Hjúkrun - hvert stefnir?" Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaöur Félags íslenskra hjúkrunar- fræöinga, setti þingiö og Gyöa Baldursdóttir tók viö fund- arstjórn. Aö því loknu flutti Jón Kristjánsson, heilbrigö- isráöherra, ávarp en erindi þeirra Elsu og Jóns eru birt í heild sinni annars staöar í þessu tölublaöi. Þá flutti Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, erindi um kostnaöarhlutdeild sjúkl- inga í heilbrigðisþjónustunni. Helstu niöurstöður vinnuhópanna voru þessar: Öryggi sjúklinga: - Mikilvægt er að öll kerfi heilbrigðisþjónust- unnar vinni saman. - Öryggi sjúklinga og öryggi starfsmanna fara saman. - Hjúkrunarfræðingar finna oft fyrir hlutverkatog- steitu í störfum sínum á tímum niðurskurðar. - Athuga þarf allar vinnureglur, s.s. varðandi atvikaskráningu, sjúklingaflokkun, merkingar sjúklinga, lyfjaheiti og lyfjamerkingar, lyfjafyrir- mæli o.fl. - Þjálfa þarf hjúkrunarfræðinga til að geta tekið aukavaktir á deildum þar sem hjúkrunarvanda- mál eru sambærileg. - Vinna þarf sérstaklega að auknu öryggi sjúkl- inga í öldrunarþjónustu í ljósi mikillar starfs- mannaveltu, aukins fjölda starfsmanna sem talar litla eða enga íslensku, minnkandi fag- þekkingar o.fl. - Gæði þjónustu í öldrunarþjónustu eru á stund- um tilviljanakennd. Að loknu kaffihléi flutti Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkr- unarfræðingur, fyrirlestur sem hún nefndi „Öryggi sjúklinga - er pláss fyrir hjúkrun?" „Þekking í þína þágu - þarf að breyta hlut- verki hjúkrunarfræðinga á Islandi?“ nefndist erindi sem Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir flutti í kjölfarið. Þá var fjallað um hlut- verk hjúkrunarfræðinga á göngudeildum. Þórdís Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kynnti niðurstöður nefndar sem fjallaði um hlutverk hjúkrunarfræðinga á göngudeildum og Inga Valborg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kynnti starf hjúkrunarfræðinga við nýstofnaða göngudeild hjartasjúklinga á Landspítala-háskól- asjúkrahúsi. Glærur með helstu atriðum úr erindum framsögu- manna er að finna á heimasíðu F.i.h. undir afmælisár 2004. Að loknum hádegisverði tók við hópastarf. Hópur A fjallaði um öryggi sjúklinga, hvar hjúkrun fari fram. Hópur B fjallaði um þekkingu hjúkrunarfræðinga og hvort breyta þurfi hlutverki hjúkrunarfræðinga á Islandi. Hópur C fjallaði um kostnaðar- hlutdeild sjúklinga, hvert heilbrigðisþjónustan stefni. Þá fór fram kynning á hópastarfinu. Þekking hjúkrunarfræðinga: - Auka þarf undirbúning hjúkrunarfræðinema fyrir klínísk störf. - Breyta þarf hlutverki hjúkrunarfræðinga í heil- brigðisþjónustunni og nýta menntun þeirra betur. - Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðinemar fái klíníska þjálfun á litlum heilbrigðisstofnunum (á landsbyggðinni) til að vinna gegn „lærðu hjálparleysi". - Leggja þarf áherslu á klíníska símenntun hjúkr- unarfræðinga. - Aukin menntun hjúkrunarfræðinga eykur öryggi þeirra í störfum og þar með eykst öryggi sjúklinga. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga: - Hjúkrunarfræðingareru ogeigaað vera umboðs- menn/talsmenn sjúklinga. - Fólki er nú mismunað í heilbrigðiskerfinu eftir því hvar það fær þjónustu, jafnvel þó um sam- bærilega þjónustu sé að ræða. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.